Heimsmynd - 01.06.1987, Qupperneq 84

Heimsmynd - 01.06.1987, Qupperneq 84
Hann varð sér úti um allar lista- verkabækur sem hann gat. „Það skipti engu máli þótt þær væru ekki með fínum litprentunum eins og nú,“ segir hann og dregur fram eina af sínum fyrstu bókum. „Það var óhemju mikill innflutningur á listaverkabókum á þessum árum, til dæmis Phaidon fVe.í.v-bækurnar, og mað- ur reyndi að komast yfir þær allar.“ Þessi ár segir hann hafa verið óskap- lega mikinn umbrotatíma í íslenskri myndlist. „Þarna urðu mestu umbrot í listum á okkar öld. Þarna voru komnir fram málarar eins og Þorvaldur Skúla- son, Gunnlaugur Scheving með sínar stóru sýningar og Asmundur Sveinsson myndhöggvari. Háðungarsýningin sem haldin var í Gefjun undirstrikar þá ólgu sem þarna átti sér stað. Að undirlagi Jónasar frá Hriflu var haldin sýning á því hvernig ætti ekki að mála. Hriflu-Jónas var mestur ráðamaður í menningarmál- um og keypti velflest málverk fyrir ríkið, en hann var hatrammur andstæðingur nýja málverksins og málara eins og Þor- valds, Snorra, Schevings og Jóns Engil- berts. Því lét hann setja upp þessa sýn- ingu til að hæðast að þessum mönnum. Myndirnar þar voru stórkostlegar þótt þeim væri ætlað að leiða fólk í allan sannleika um hvað væri list og hvað væri ekki list. En þessir fyrrgreindu málarar voru ekki alls staðar útilokaðir. Þeir fengu hljómgrunn hjá okkur yngri kyn- slóðinni og upplýstu fólki í öllum stétt- um. Áhugi á myndlist var dreifður. Fólk úr verkalýðsstétt sótti myndlistarsýning- ar og borgarar líka, þótt mig gruni að þeir hafi frekar haldið sig að viðurkennd- ari málurum.“ Á menntaskólaárunum skrifaði Björn Th. í skólablaðið og hann skrifaði um fyrstu sýningu Svavars Guðnasonar sem listamaðurinn hélt þegar hann kom heim. „Þetta var fyrsta stóra ab- straktsýningin og mesti einstaki atburður í íslenskri listasögu þessa tíma.“ Hann minnist mikilla áhugamanna um myndlist og dregur fram bók þar sem er mynd af Markúsi ívarssyni eftir Jón Stef- ánsson. „Það voru ákveðnir einstaklingar afar hollir myndlistinni. Einn þeirra var Markús ívarsson járnsmiður. Hann kom sér upp feikilega merkilegu listasafni. Reglan hjá honum var sú að helmingur mánaðarteknanna fór til heimilisins og hinn helmingurinn í kaup á listaverkum. Erfingjar hans gáfu síðan Listasafni ís- lands safnið hans. Annar merkur lista- verkasafnari er Sverrir Sigurðsson, sem er ennþá að. Hann hefur gefið Háskólan- um sitt stóra safn. Og svo var Ragnar Jónsson í Smára óhemju mikil driffjöður í öllu en hann leit aldrei á sig sem safn- ara. Hann keypti myndir af tómri hrifn- ingu og ég held að hann hafi aldrei haft hugmynd um hvað hann átti.“ Hann segir marga einstaklinga hafa staðið þétt að baki myndlistarmönnum frá þessum árum. „Enda veitti ekki af. Þetta voru allt fátækir menn sem misstu fjölskyldurnar frá sér af því að þeir gátu hreinlega ekki séð fyrir þeim. Ásgrímur Jónsson var alltaf einn. Tove kona Kjar- vals fór frá honum og konur Þorvalds og Gunnlaugs Scheving líka. Það var mikil fátækt meðal listamanna þá og hún er enn til staðar. En þarfirnar voru ólíkar og menn virtust ánægðir ef þeir gátu skrimt.“ Sjálfur segist hann ekki hafa haft per- sónuleg kynni af gömlu meisturunum áður en hann hélt út til náms 1942, fyrst til Edinborgar og síðan London. „Ég hafði ferðast sem krakki til Þýskalands með móður minni en hef aldrei haft dá- Á18. öld birtist ótrúleg þjóðfélagsádeila íverkum William Hogarth í Englandi. Þetta er sería af kop- arstungum sem heitir Marriage a la Mode. Hogarth gerir grín að því hvernig feður ráðstafa ráðahag barna sinna þar sem allt endar í vitleysu. Faðirinn stærir sig af góðu ætterni en er fylliraftur með gips um fótinn. Hjónabandið er farið út um þúfur og elskhuginn flýr berrassaður út um gluggann á meðan eiginmaðurinn er stunginn til bana. Það var fyrir tilstuðlan Hogarth að lög voru sett um höfundarrétt á myndlist (breska þinginu. Þorvaldur Skúlason gekk (gegnum ýmis skeið í myndlist sinni. Á kreppuárunum mál- aði hann myndir af sínu nánasta umhverfi en eftir stríð stóð hann andspænis nýj- um raunveruleika eins og myndir hans af sjó- mönnum og úr sjáv- arplássum sýna. Áfar ólíkur heimur kemur síðan fram í verkum hans á 6. og 7. áratug og í abstraktmyndum með Ölfusárstefinu í kringum 1960. 84 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.