Heimsmynd - 01.06.1987, Síða 92

Heimsmynd - 01.06.1987, Síða 92
[IMDWi JU >UI :1 fyrirbæri á sjötta áratugnum. Peir athug- uðu hver áhrif það hefði ef vel klæddur maður gengi yfir á rauðu ljósi, á aðra, og hins vegar ef fremur luralegur maður gerði slíkt hið sama. Þegar vel klæddi maðurinn óð yfir á rauðu ljósi fóru aðrir að dæmi hans. Annað gott dæmi um áhrif klæðaburð- ar er úr heimi stjórnmálanna. Ef fólki er enn í fersku minni nýafstaðin kosninga- barátta má benda á klæðnað frambjóð- enda í sjónvarpskynningum. Jón Baldvin Hannibalsson skipti þrisvar ef ekki oftar um föt í nokkurra mínútna kynningu. Ólafur Ragnar Grímsson frambjóðandi Alþýðubandalags er einnig kominn langan veg frá hippatímum, sósíalisma og Svavari Gestssyni áttunda áratugar. Það vekur hins vegar minni athygli hvort Þor- steinn Pálsson er í jakkafötum eða Sal- óme Þorkelsdóttir í dragt með hatt, þar sem það þykir eðlilega íhaldssamur klæðaburður. Hins vegar þótti það lengst af ekki gott fyrir vinstri menn að taka upp á slíku. Bandaríski sálfræðingurinn Peter Sudfield komst til dæmis að þeirri niðurstöðu að stjórnmálamenn næðu meiri árangri ef þeir klæddu sig í sam- ræmi við stuðningsmenn sína. Þannig sagði einn frambjóðandi fyrir síðustu kosningar að þegar hún fór á fund við stúdenta hefði hún verið frjálslega klædd en ekki í íhaldssamri dragt, þar sem henni fannst slíkt ekki henta tækifærinu. Breyttur klæðaburður frambjóðenda á vinstri kantinum er hins vegar tímanna tákn. Upplitaður gallabuxur og annar klæðnaður, sem átti að vera táknrænn fyrir pólitískar skoðanir manna fyrir röskum áratug, hefur misst marks. Eða eins og Berlínarstúdent komst að orði: Þegar fínar frúr eru komnar með hár- greiðslu með pönkívafi er pönkið búið að missa inntak sitt. Þannig komust félags- fræðingar að þeirri niðurstöðu að um leið og klæðaburður sem áður átti að tákna mótmæli við kerfið kemst í tísku og verð- ur almennur, eins og til dæmis gallabuxur — þá er hann ekki táknrænn lengur. Há- tískulið, heimsfrægt fólk, stúdentar, verkamenn, húsmæður og fleiri eiga ef til vill eitt sameiginlegt og það er gallabux- urnar. En af hverju var enginn frambjóð- andi í nýafstöðnum kosningum í galla- buxum? Svo litið sé nánar á táknmál fatnaðar eru það litlu hlutirnir sem ef til vill ljóstra mestu upp um félagslega stöðu fólks og hvaða mynd það vill gefa af sér. í Amer- íku segja menn: Það eru skórnir og hand- töskurnar sem segja til um stéttarstöðu kvenna. í Frakklandi segja sérfræðingar: Fólk sem hleður á sig merkjum tísku- hönnuða, sérstaklega ef nöfn þeirra eru utan á fatnaði, er oftast nýríkt fólk. Og í Bretlandi skoða menn bindi grannt. Hvað segir röndótt bindi og hvað segir þverslaufa? Ótrúlega margt, segja siðfág- aðir anglósaxónar? Maður sem velur „rétt“ bindi hefur margt fleira sér til ágætis. Klæðaburður fréttafólks og áhrif á áhorfendur hafa einnig verið rannsökuð í Bandaríkjunum. Enn sem komið er hafa hér þó aðeins heyrst almennar ályktanir um bláa glansjakkann hans Ingva Hrafns, stígvél Jóns Óttars með bítlahæl- unum og þverslaufu Halls Hallssonar við stutterma lacoste-bol. Þegar rannsókn var gerð í Bandaríkj- unum á áhrifum klæðaburðar fólks í sjón- varpsfréttum var fréttakona látin lesa að- alfréttina í þremur útgáfum fyrir áhorf- endahópa. Hún var klædd sígildri dragt, frjálslegri í annað sinn og í þriðja lagi var hún látin klæðast mjög smart tískufatn- aði. Áhorfendur áttu að meta trúverðug- leika hennar í öllum útgáfum. Hún fékk flest stig þegar fötin voru minnst áber- andi og íhaldssöm. Það hefur lengi loðað við blaðaljósmyndara að vera öðruvísi klæddir. Árni Sæberg Ijós- myndari í svörtum leðurfatnaði. 92 HEIMSMYND RUT HALLGRÍMSDÖTTIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.