Heimsmynd - 01.06.1987, Qupperneq 92
[IMDWi JU >UI :1
fyrirbæri á sjötta áratugnum. Peir athug-
uðu hver áhrif það hefði ef vel klæddur
maður gengi yfir á rauðu ljósi, á aðra, og
hins vegar ef fremur luralegur maður
gerði slíkt hið sama. Þegar vel klæddi
maðurinn óð yfir á rauðu ljósi fóru aðrir
að dæmi hans.
Annað gott dæmi um áhrif klæðaburð-
ar er úr heimi stjórnmálanna. Ef fólki er
enn í fersku minni nýafstaðin kosninga-
barátta má benda á klæðnað frambjóð-
enda í sjónvarpskynningum. Jón Baldvin
Hannibalsson skipti þrisvar ef ekki oftar
um föt í nokkurra mínútna kynningu.
Ólafur Ragnar Grímsson frambjóðandi
Alþýðubandalags er einnig kominn
langan veg frá hippatímum, sósíalisma og
Svavari Gestssyni áttunda áratugar. Það
vekur hins vegar minni athygli hvort Þor-
steinn Pálsson er í jakkafötum eða Sal-
óme Þorkelsdóttir í dragt með hatt, þar
sem það þykir eðlilega íhaldssamur
klæðaburður. Hins vegar þótti það lengst
af ekki gott fyrir vinstri menn að taka
upp á slíku. Bandaríski sálfræðingurinn
Peter Sudfield komst til dæmis að þeirri
niðurstöðu að stjórnmálamenn næðu
meiri árangri ef þeir klæddu sig í sam-
ræmi við stuðningsmenn sína. Þannig
sagði einn frambjóðandi fyrir síðustu
kosningar að þegar hún fór á fund við
stúdenta hefði hún verið frjálslega klædd
en ekki í íhaldssamri dragt, þar sem
henni fannst slíkt ekki henta tækifærinu.
Breyttur klæðaburður frambjóðenda á
vinstri kantinum er hins vegar tímanna
tákn. Upplitaður gallabuxur og annar
klæðnaður, sem átti að vera táknrænn
fyrir pólitískar skoðanir manna fyrir
röskum áratug, hefur misst marks. Eða
eins og Berlínarstúdent komst að orði:
Þegar fínar frúr eru komnar með hár-
greiðslu með pönkívafi er pönkið búið að
missa inntak sitt. Þannig komust félags-
fræðingar að þeirri niðurstöðu að um leið
og klæðaburður sem áður átti að tákna
mótmæli við kerfið kemst í tísku og verð-
ur almennur, eins og til dæmis gallabuxur
— þá er hann ekki táknrænn lengur. Há-
tískulið, heimsfrægt fólk, stúdentar,
verkamenn, húsmæður og fleiri eiga ef til
vill eitt sameiginlegt og það er gallabux-
urnar. En af hverju var enginn frambjóð-
andi í nýafstöðnum kosningum í galla-
buxum?
Svo litið sé nánar á táknmál fatnaðar
eru það litlu hlutirnir sem ef til vill ljóstra
mestu upp um félagslega stöðu fólks og
hvaða mynd það vill gefa af sér. í Amer-
íku segja menn: Það eru skórnir og hand-
töskurnar sem segja til um stéttarstöðu
kvenna. í Frakklandi segja sérfræðingar:
Fólk sem hleður á sig merkjum tísku-
hönnuða, sérstaklega ef nöfn þeirra eru
utan á fatnaði, er oftast nýríkt fólk. Og í
Bretlandi skoða menn bindi grannt.
Hvað segir röndótt bindi og hvað segir
þverslaufa? Ótrúlega margt, segja siðfág-
aðir anglósaxónar? Maður sem velur
„rétt“ bindi hefur margt fleira sér til
ágætis.
Klæðaburður fréttafólks og áhrif á
áhorfendur hafa einnig verið rannsökuð í
Bandaríkjunum. Enn sem komið er hafa
hér þó aðeins heyrst almennar ályktanir
um bláa glansjakkann hans Ingva
Hrafns, stígvél Jóns Óttars með bítlahæl-
unum og þverslaufu Halls Hallssonar við
stutterma lacoste-bol.
Þegar rannsókn var gerð í Bandaríkj-
unum á áhrifum klæðaburðar fólks í sjón-
varpsfréttum var fréttakona látin lesa að-
alfréttina í þremur útgáfum fyrir áhorf-
endahópa. Hún var klædd sígildri dragt,
frjálslegri í annað sinn og í þriðja lagi var
hún látin klæðast mjög smart tískufatn-
aði. Áhorfendur áttu að meta trúverðug-
leika hennar í öllum útgáfum. Hún fékk
flest stig þegar fötin voru minnst áber-
andi og íhaldssöm.
Það hefur lengi loðað við blaðaljósmyndara að vera öðruvísi klæddir. Árni Sæberg Ijós-
myndari í svörtum leðurfatnaði.
92 HEIMSMYND
RUT HALLGRÍMSDÖTTIR