Heimsmynd - 01.06.1987, Side 104
BILALEIGA ER
OKKAR FAG
Viö útvegum yöur
interRent bílaleigubíl
hvar sem er erlendis,
jafnvel ódýrara en nokkur
annar getur boðiö:
Dæmi: í íslenskum
krónum m/söluskatti.
Ótakmarkaður akstur
Danmörk:
3 dagar = 4.281.-
7 dagar = 8.560.-
Aukadagur 1.220,-
Þýskaland:
3 dagar = 4.000,-
7 dagar = 7.041,-
Aukadagur 996,-
Luxemburg:
3 dagar = 3.975.-
7 dagar = 6.651.-
Aukadagur 930,-
Einnig bjóöum við úrval
húsbíla og campingbíla í
Þýskalandi.
interRent er stærsta
bílaleiga Evrópu.
Viö veitum fúslega allar
upplýsingar og póntum
bílinn fyrir yður.
interRent
interRent á íslandi/
Bílaleiga Akureyrar
Reykjavík - Skeifan 9 - Símar
91-686915,91-31615
Akureyri - Tryggvabr. 14 -
Símar 96-21715, 96-23515.
Telex: 2337 IR !CE IS.
húðin meira en hins venjubundna við-
halds. Fyrstu geislar sólarinnar eru sterk-
ir og geta auðveldlega skaðað húðina
sem er óvön sólinni og alls óvarin. Ónýtir
dagar frísins vegna þess að of geyst er
farið fyrstu dagana eru með því verra
sem hægt er að lenda í í fríinu. Misþyrm-
ingin á húð sem steikt hefur verið eins og
humar er gífurleg, öll eðlileg starfsemi er
rifin niður og varnarkerfi meira og minna
laskað, að ekki sé minnst á alla þá vanlíð-
an sem sólbruna fylgir.
Hvernig ætli hinn almenni íslendingur
beri sig að? Við skulum fylgjast með því.
Hanna vinnur á skrifstofu allan ársins
hring en er nú að skipuleggja langþráð
sumarleyfi sitt, stefnir á eina af vinsælu
baðströndunum í Evrópu. Húð hennar er
líflaus og gráhvít og hún er engan veginn
í formi eftir veturinn. Á hverju byrjar
Hanna? Hún hefur ekki mikla löngun til
að mæta laxableik á ströndina, né heldur
langar hana til að líða þjáningar sólbruna
(hún hefur nefnilega brunnið áður) eða
eyða fyrstu dögunum meira eða minna
undir þaki.
Hanna byrjar á því að panta tíma í
ljósum. Einn tími á dag í nokkrar vikur.
Hún fer að stunda eróbikk, línurnar
verða að vera í lagi, og strípur eru settar í
hárið. Hanna er tilbúin í fríið.
Á ströndina er komið. Hanna flat-
magar í sólinni, sæmilega ánægð með
sjálfa sig. Henni er heitt en ætti ekki að
hafa áhyggjur því hún fékk ágætan lit á
sig áður en hún lagði af stað og telur sig
vel undirbúna fyrir fríið.
Að kvöldi dags þegar inn er komið
finnur Hanna til mikils hita í húðinni og
hún sér einnig að hún er nokkuð rauð.
Hún ber krem á sig í tonnatali en hvorki
roðinn né hitinn hverfa. Síðar um kvöld-
ið er hana farið að svíða og hún fær
kuldaköst í öllum þessum hita.
Aumingja Hanna og aumingja húðin.
Hvað ætli sé að gerast innundir ysta lagi
húðarinnar? Öflugt varnarkerfi hefur
verið sett í gang, kæling stendur yfir og
keppst er við að bæta úr því vökvatapi
sem húðin hefur orðið fyrir. Þjáningum
Hönnu verður ekki lýst með orðum. Hún
slapp með skrekkinn. Flestir hafa fengið
smjörþefinn af sólbruna og kannast við
framhaldið. Húð Hönnu tók að flagna
eftir nokkra daga svo eftir voru bleikar
klessur um allan líkama. Hefði Hanna
getað farið aðrar leiðir? Hún hefði getað
undirbúið hörundið og allan líkamann
miklu betur, að vísu hefði það kostað
aðeins meira en er það ekki þess virði?
Allra fyrsta skrefið til undirbúnings
fyrir sólina og að endurlífga ferskt og
hraust útlit er að næra hana og þá innan
frá. Byrja á næringarríkum kúr, hefja
æfingar undir beru lofti, sund, skokk og
öll útivera örvar blóðrásina og endurnýj-
un húðfrumanna. Síðan er nauðsynlegt
að hefja uppbyggingu á húðinni sjálfri.
Flest höfum við hreinsi- og rakalínu sem
við notum daglega en meira þarf til.
Andlitsböð og hreinsanir eru nauðsyn-
legar. Búast má við tveimur til þremur
vikum í slíkt. Hreinsa verður burt dauðar
húðfrumur sem borist hafa upp á yfir-
borðið. Gott er að nota peeling-maska
sem auðveldir eru í notkun. CLARINS
framleiðir Gentle Facial Peeling og EST-
ÉE LAUDER Gentle Action Skin Polis-
her. CLINIQUE hefur Exfoliante Scrub
Cream og 7 day Scrub Cream.
Ekki má gleyma líkamanum sem
þarfnast sinnar meðferðar einnig. Body
Exfoliating Scrub frá CLINIQUE og Ex-
foliating Body Scrub frá CLARINS eru
dæmi um krem sem hreinsa burt óæski-
lega húð af líkamanum.
Undirbúningur fyrir sólböð er mikil-
vægur en mikilvægari er þó vörnin. Á
markaðnum er mikill fjöldi krema sem
gegna því hlutverki að verja húðina
geislum sólar. Fyrir hvíta húð og húð sem
er viðkvæm fyrir sól eru krem þessi
ómissandi en fyrir húð sem auðveldlega
verður brún gefa þau möguleika á dekkri
lit. Húðin sjálf hefur sína eigin vörn gegn
UV-geislum sólar og framleiðir litarefnið
melanium með hjálp amínósýrunnar tyr-
osin. Framleiðsla á melanium hefst þegar
sólin kemst í snertingu við húðina. Litar-
efnið fer þá inn í húðfrumurnar og berst
með þeim upp á ysta lag húðarinnar.
Einstaklingsbundið er hversu mikið
magn litfruma er í húðinni. Húðfrumurn-
ar taka einungis við ákveðnu magni svo
jafnvel þótt legið væri dögum saman í
þrjá mánuði myndi lítið bætast við ef
hámarki væri náð eftir þrjár vikur.
Sá litur sem kemur á húðina við úti-
veru og sólböð er náttúruleg varnarvið-
brögð húðfrumanna við sólargeislum og
því hraðar sem liturinn kemur því minni
tíma þurfum við líklega að eyða á strönd-
inni.
Á markaðnum eru krem sem bera á á
líkamann þremur dögum fyrir sólböð.
Þau örva litfrumurnar til framleiðslu en
eru ekki vörn. Generateur de Bronzage
frá CLINIQUE og Pre Tan Accelerator
frá ESTÉE LAUDER eru dæmi um slík
krem. Þá er gott að bera Hawaiian Trop-
ic Pre-Tan Activator á líkamann degi
áður en farið er á ströndina. Enn fremur
má nefna Pre-Tan lotion frá ROC. Þessi
krem styrkja húðfrumur og auka virkni
tyrosin-amínósýru sem örvar myndun lit-
arefnisins melanium. Einnig eru til lituð
krem sem veita vörn. Hentugt fyrir þá
sem kunna því illa að mæta næpuhvítir á
ströndina.
Þegar á ströndina er komið framleiðir
ROC Sun Filter lotion sem er mjög raka-
gefandi og nærir húðina. ESTÉE
LAUDER hefur sérstakt andlitskrem,
Anti Wrinkle Sun Cream, sem hindrar
hrukkumyndun. Fyrir líkamann er Gold-
en Bronzing Oil sem inniheldur E-víta-
104 HEIMSMYND