Heimsmynd - 01.06.1987, Page 109
Á árum pínupilsanna voru þessar konur alltaf á lista
yfir best klæddu konur heims. Þetta eru Crespi greif-
ynja og Pignatelli prinsessa, báðar ítalskar.
MINI
RILS
minna með míní á sýningum sínum.
Stystu pilsin eru þó frá Alajá, sem er
líklega áhrifaríkastur tískuhönnuða um
þessar mundir. Paloma Picasso, Cather-
ine Deneuve og Lou Lou de la Falaise
eru svo sem engir unglingar en engu að
síður leiðandi glæsikvendi í tískuheimin-
um. Þessar konur, sem hafa allar auglýst
mikið fatnað frá Yves Saint Laurent,
hafa verið að sýna hnéskeljarnar að und-
anförnu en ekki miklu meira.
í Milanó eru Gianni Versace, Armani
og Ferre helstir tískuhönnuða. Sá síð-
astnefndi á rétta svarið við aðalspurningu
dagsins: Hversu stutt er stutt? Á faldur-
inn að vera rétt fyrir neðan rass eða rétt
yfir hnéskelinni? Að sögn Ferre á sídd
pilsanna að fara eftir því á hvaða tíma
dags þau eru notuð auk aldurs, vaxtar-
lags og siðareglna hverju sinni, sem þýð-
ur aftur á móti rétt fyrir ofan hnéskel
fyrir flestar konur.
í London eru Jasper Conran, Kathar-
ine Hamnett, Rifat Ozbeck og Alistair
Blair einna mest áberandi í þarlendum
tískubransa. Pau er öll mikið hátískufólk
en ekki er búist við því að járnfrúin
hækki faldinn sem nokkru nemur, þrátt
fyrir áhrif þeirra. Díana prinsessa af Wal-
es fer sínar eigin leiðir í trássi við skoðan-
ir hinna íhaldssömu en ekki er enn komið
í ljós hversu hátt upp hún ætlar sér.
Berir og sólbrúnir fótleggir þykja fal-
legastir við mini-pils. Að öðrum kosti
segir tískan að nota eigi húðlitaðar
sokkabuxur við stutt pils í sumar. Þá má
líka reyna litað krem á fótleggi sem gefur
þeim koparlit, en slík krem eru algeng
nú.
Við mini-pils eru notaðir skór af öllu
tagi. Sléttbotnaðir, háhælaðir, opnir og
lokaðir. En þar sem einna mest ber á
khaki- eða safari-stíl í tískunni nú eru
skórnir gjarnan úr hlébarða-, slöngu- eða
krókódílaskinni eða eru með áferð sem
minnir á slík skinn í anda kvikmyndar-
Bandaríski tískuhönnuðurinn Calvin Klein
hefur lagt áherslu á aö pilsasfddin sé rétt
fyrir ofan hné. Þessi dragt frá hönnuðinum
fyrir næsta haust er hins vegar undantekn-
ing og mun styttri en gerist og gengur.
{ París hefur Yves Saint Laurent gengið
einna lengst í að hækka pilsfaldinn, bæði í
hversdagsfatnaði og kvöldklæðum eins og
meðfylgjandi myndir bera meö sér.
HEIMSMYND 109