Heimsmynd - 01.06.1987, Page 115

Heimsmynd - 01.06.1987, Page 115
karlinn fékk fram stökkbreytingu, sem reyndist framleiða tvisvar sinnum meira i vín fyrir hvert tré en venjulegur Riesling. Riesling er sú tegund sem gefur beztu vínin þegar vel árar, en hefur þann ókost að þroskast seint. Þegar haustið svo svíf- ur að og svalviðri gnýr með rigningu og látum vilja berin belgjast út þannig að safinn þynnist og vínið verður ekki eins gott. Kosti Rieslingsins þarf varla að rekja. Kaup einn Bernkastler Doktor og drekk! Þýzk hvítvín urðu ekki til matarins vegna heldur sjálfra sín. Allir ráða hvað þeim líkar að drekka og þá með hverju en ég drekk ekki þýzk hvítvín með svart- fugli. Bezt er að eiga garð og drekka þessi vín á hlýjum sumarkvöldum. Sól- skýli nægja ef í harðbakka slær. Þau eru ekki bragðsterk og þeim hættir til að kafna í bragðsterkum mat eins og kjöti, graflaxi og öðrum krydduðum mat. Ný- lega hafa Þjóðverjar sjálfir farið að gerja t vínin lengur en áður til að gera þau þurr eða hálfþurr (trocken, halbtrocken), en um þetta framtak eru mjög skiptar skoð- anir. Sjálfum finnst mér venjulegi vín- stíllinn beztur og drekk þessi vín sjaldan með mat. Aðaleinkenni þýzkra hvítvína eru ávaxtabragðið og mjög þægilegur sæt- leiki. Moselvínin eru heillandi, hafa mikinn þokka þegar bezt lætur og súrsæt- an keim. Vín frá Rheingau eru höfugri án þess að glata þokkanum, ekki eins súr en heldur ekki eins hressandi. Á vondum árum, þegar Moselvínin eru bara súr, eru Rheingauvínin aðallega lítilla sanda og sœva. » Rheinessen er stærsta vínhéraðið í Þýzkalandi og vínin þaðan eru mýkri en Moselvínin og bragðminni en þau frá Rheingau. Þaðan kemur hin fræga Lieb- fraumilch. Dellan byrjaði í Worms þaðan sem Liebfrauenstift kemur. Vínið er þægilegt og vinalegt en kemst sjaldan í hæðir. Rheinpfalz er stórt hérað og liggur að t Alsace, sem ég held að tilheyri Frakk- landi í ár. Þar er hlýrra en í hinum héruð- unum og að auki gömul eldvirkni, sem er talin hafa áhrif á bragðið. Vínin eru oft mjög góð en þurfa yfirleitt að tylla sér á tær til að sjá sunnudagssteikina í Mosel eða Rheingau. Á fslandi fást mörg þýzk vín, flest í sama gæðaflokki. Þetta eru mjög almenn vín og mörg þægileg til drykkjar. Hið i tignasta er Graaéher Himmelreich, sem þar að auki er Spatlese sem þýðir oft minna áfengismagn en betra vín. Þar að auki er það hálfsætt sem fellur ekki í allra smekk. Þetta vín er frá 1985, sem var mjög gott ár, og það þýðir að vín af þessum gæðaflokki á eftir að þroskast og dafna. Þá þarf eigandinn að sýna þolin- mæði í eitt til þrjú ár. Yfirleitt má drekka I þýzk vín ung, því að fæst þeirra batna við langa geymslu, en eitt ár sakar aldrei. P E N N I N N Reykjavíkurskáldið Tómas Guðmundsson orti eitt sinn Ijóð um penna. Þá grunaði hann sjálfsagt ekki að kvæðið um pennann yrði flutt ítilefni af opnun Pennans hf. í nýju húsnæði í Austurstræti 10 þar sem áður var verslunin Torgið, enda Ijóðið ort um stílvopnið en ekki fyrirtækið. En Ijóðið er gott og vegir listarinnar órannsakanlegir. Ftenninn hf. flutti af einni hæð í Hafnarstræti og tekur nú yfir þrjár hæðir í nýja húsnæðinu. Á efstu hæðinni er málaradeildin, sem áður var í Hallarmúla, í nýrri og bættri mynd. Þar hef- ur og Gallerí Borg opnað nýjan sýningarsal og munu þar ýmist verða einkasýningar eða upphengi Gallerfsins. Fyrsta einkasýningin er á verkum Magnúsar Kjartans- sonar sem einmitt hélt fyrstu einkasýninguna sem haldin var í Gallerí Borg, fyrir tæpum þremur árum. Sýningarsalur Gallerí Borgar er Ftennanum skemmtileg viðbót. Magnús Kjartansson og Ingibjörg Siguröardóttir hlýða á Úlfar Þormóðsson útíista lögmálið. Hann hef- ur nú tekið sér leyfi frá stjórnunarstörfum við Gall- erí Borg og er haldinn til sólskinseyjunnar Rhodos við að fararstýra íslenskum ferðalöngum. Anna Borg verslunarstjóri Pennans í Austurstrætinu ásamt Stefáni Jónssyni húsverði Ríkisútvarpsins sem einnig er að flytja, af Skúlagötu og inn í Efsta- leiti. HEIMSMYND 115
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.