Heimsmynd - 01.06.1987, Blaðsíða 118

Heimsmynd - 01.06.1987, Blaðsíða 118
sögu drottningarinnar af Saba með tor- skiljanlegu letri. Einnig íkon frá sama landi þar sem madonnan er svört eða að minnsta kosti kaffibrún. Henrik var um tíma sendiherra íslands í Eþíópíu, jafn- framt öðrum sendiherrastörfum, og „var líklega eini fslendingurinn sem hitti Ha- ile Selassie áður en þeir drápu hann“, segir Gígja. „Annars var Eþíópía að ég held eina landið sem ég heimsótti með Henrik og mér féll ekki við. Ægilega leiðinlegt land! Að vísu sá ég kannski ekki mikið af því, ég var aðallega höfð inni á Hilton-hótelinu eins og hver annar Ameríkani. En við máttum heldur ekki fara mikið um, það var allt morandi í sjúkdómum og pestum þó þeir hafi ekki einu sinni verið búnir að finna upp AIDS Móðir Gígju, Guðný Jónsdóttir, var þekktur kenn- ari á sínum tíma. Gígja og Henrik Sv. Björnsson á brúðkaupsdag- inn. Þau giftu sig skömmu eftir að hafa hist í fyrsta sinn. „Það var ekki eftir neinu að bíða, við vorum svo ákveðin." þá. Eþíópía — og kannski Júgóslavía. Mér leiddist í Júgóslavíu. Öll hin ferða- lögin okkar Henriks voru hreinasti draumur.“ Það var ekki af neinni yfirborðsfágun sem Gígju fannst lítið við að vera í löndum eins og Eþíópíu og Júgóslavíu. Hún er fæddur heimsborgari og viður- kennir að þegar hún var að alast upp á þriðja og fjórða áratugnum hafi henni fundist Reykjavík vera ansi mikill kotbær. „Ég þráði snemma að komast til út- landa,“ segir hún, „og það sama gilti um marga af mínum jafnöldrum. Þú mátt reyndar ekki misskilja mig þegar ég segi kotbœr. Ég á bara við smæðina, ekki fólkið sjálft. Auðvitað var hér að mörgu leyti merkilegt menningarlíf og kannski var ennþá meiri élite í Reykjavík í þá daga en síðar. Hvað er élite annars á íslensku?" bætir hún við sakleysislega. „Nú á ég við menn eins og Björn Jónsson ritstjóra, Indriða Einarsson og fleiri, sem voru þó ekki endilega metnir í þá tíð sem élite líka. En ég er varla rétta mann- eskjan til að vera að tala um þessa merk- ismenn; ég er ekki nógu gömul. En gam- an að geta sagst vera ekki nógu gömul!“ Og svo brosir hún þessu afskaplega smit- andi brosi sínu. Sjálf er Gígja, sem heitir í raun og veru Gróa Torfhildur, af gagnmerku fólki komin. „Móðurættin er úr Galtafelli," segir hún, „en sjálf er ég fædd og uppalin í Reykjavík. Faðir minn var af Rauða- sandi, Jón Guðmundsson hét hann og var bróðir Kristins Guðmundssonar síðar sendiherra. Móðir mín hét Guðný Jóns- dóttir og var menntakona af gamla skól- anum, hún var lengi kennari úti á landi og býsna þekkt, held ég, en eftir að hún gifti sig og eignaðist mig — nokkuð seint á ævinni — vann hún ekkert utan heim- ilisins, ekki frekar en ég! Raunar skildu foreldrar mínir þegar ég var ung og ég ólst því upp hjá móður minni einni.“ En hún átti góða að. Móðurbróðir Gígju var Einar Jónsson myndhöggvari og þau systir hans voru mjög samrýnd. Einar reisti sín Hnitbjörg rétt hjá húsinu á Sjafnargötunni þar sem móðir Gígju kom sér upp heimili og hún hefur síðan búið alla sína ævi, þegar hún hefur á annað borð verið á íslandi. „Við vorum mikið hjá Einari, bæði hér upp frá og ekki síður í sumarbústaðnum hans í Galtafelli. Einar var yndislegur maður,“ segir hún með áherslu. „Hann var mikið góðmenni og sterkur karakter. Þá er ég ekkert að tala um list hans, hana þekkja náttúrlega allir, heldur aðeins persónuna. Menn vita kannski ekki að Einar hafði dásamlegan húmor og var mjög skemmtilegur maður. Ég minnist þess til dæmis alltaf þegar hann sagði okkur frá því hvernig hann rakaði sig fyrsta veturinn sem hann var í Kaup- mannahöfn. Þá var hann fátækur lista- maður og bjó á gistiheimili með mörgum öðrum sem svipað var ástatt um. Þangað kom rakari reglulega og stillti öllum karl- mönnunum upp í einfalda röð, hrópaði hægri snú! eins og offisér og gekk svo á röðina og rakaði í fljótheitum af þeim skegghýjunginn hægra megin. Síðan hrópaði hann vinstri snú! og fór eins að með vinstra vangann. „Þannig rakaði ég mig heilan vetur,“ sagði Einar og lék þetta allt saman fyrir okkur mæðgur." Gígja gekk hefðbundinn menntaveg reykvískra stúlkna á sínum tíma, fór í Kvennaskólann og stundaði jafnframt nám í Tónlistarskólanum. Hún lærði á fiðlu og píanó og lék í fyrstu raunveru- legu hljómsveitinni sem hér var sett á laggirnar og varð vísir að Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Þótt hún vilji nú ekki gera mikið úr hæfileikum sínum þótti hún alt- ént svo efnileg að hún fór í framhalds- nám til Kaupmannahafnar og hóf síðan að leika með Sinfóníuhljómsveitinni sem þá hafði verið stofnuð. Um þessar mundir skall síðari heims- styrjöldin á, Danmörk var hernumin af Þjóðverjum og úti í Kaupmannahöfn fékk Sveinn Björnsson sendiherra leyfi þýsku hernámsyfirvaldanna til þess að halda heim á leið. Hann mátti taka einn mann með sér og kona hans vildi heldur að sonur þeirra færi með föður sínum en hún sjálf. Því kom Henrik Sv. Björnsson til íslands sem einkaritari föður síns eftir erfitt ferðalag um Berlín, Genúa og New York. Þeir feðgar brugðu sér síðan á ball. „Er þetta ekki ægilega púkalegt?“ spyr Gígja og hlær. „Að við skyldum hafa kynnst fyrst á balli? En svona var þetta víst. Sveinn Björnsson hafði mjög gaman af golfi og gekkst fyrir stofnun golfklúbbs þegar heim kom. Það var síðan slegið upp balli til að fagna stofnuninni og þangað fór ég. Og hitti Henrik. Skömmu seinna giftum við okkur." „Bara svona eins og skot?“ spyr ég. „Það var ekki eftir neinu að bíða. Við vorum svo ákveðin." Gígja brosir undur blítt. „Raunar sagði Henrik alltaf að ég hefði beðið hans. Ég vildi nú ekki alveg taka undir það en hann stóð á þessu fastar en fótunum. „Þú baðst mín!“ Og það kemur svo sem út á eitt ..." Þetta voru miklir umróts- og spennu- tímar á íslandi. Sambandið við Dani hafði rofnað, erlendur her var sestur að í landinu og lýðveldisstofnunin var und- irbúin af fullum krafti. Tengdafaðir Gígju, Sveinn Björnsson, varð ríkisstjóri og síðar fyrsti forseti lýðveldisins íslands. Ég veit ekki hvort yngri kynslóðir þessa lands þekkja Svein Björnsson að ráði, nema sem dálítið strangan landsföður á ljósmyndum, svo ég spyr Gígju hvers konar maður hann hafi verið. „Sveinn Björnsson var framar öllu öðru mjög sterkur persónuleiki. Hann 118 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.