Heimsmynd - 01.06.1987, Qupperneq 122

Heimsmynd - 01.06.1987, Qupperneq 122
Henrik Sv. Björnsson í móttöku í ráðherrabú- staðnum vegna hingaðkomu sænska utanríkis- ráðherrans, Karin Söder. Á myndinni eru meðal annarra Ólafur Jóhannesson, Henrik Sv., Jó- hannes Nordal, Geir Hallgrímsson og frú Söder. frekar en fara til Washington,“ sagði Henrik við yfirboðara sína. „Af hverju þarf þá að senda þann eina sem ekki vill fara?“ Peir sáu auðvitað hvað það var óskynsamlegt og við urðum kyrr í París.“ „Af hverju vilduð þið endilega vera í París?“ „Af hverju?“ Gígja lítur á mig eins og ég sé ekki með öllum mjalla. „Við vorum ung! Auðvitað vildum við vera í París.“ Og þá er það útrætt mál. Síðar varð Henrik Sv. Björnsson svo sendiherra íslendinga í Parísarborg svo það er óhætt að segja að tengsl fjölskyld- unnar við Signubakka séu mikil. Báðar dæturnar hafa líka sest þar að til fram- búðar og önnur getið sér mikið orð fyrir fatahönnun. Það er vitaskuld Helga Björnsson sem starfar hjá Louis Féraud í París og hefur komið heim til fslands öðru hvoru til þess að teikna búninga í leikrit, nú síðast Aurasálina eftir Mo- liére. Ég spyr hana hvernig sé að ala upp börn á sífelldum faraldsfæti í útlöndum. „Það er áreiðanlega mjög erfitt," segir hún með áherslu, „en samt sem áður hefur mörgum tekist það. Ég vona að okkur Henrik hafi tekist bærilega upp. Ég veit ekki annað. Henrik var reyndar óskaplega mikill heimilisfaðir." Hún verður hlýleg á svipinn eins og endranær þegar hún talar um manninn sinn sáluga. „Fyrir mér var hann náttúrlega besti maður jarðríkis! Hann gat verið fastur fyrir en fyrst og fremst var hann mjög hreinn og beinn og vildi öllum hjálpa. Ég held og ég veit að hvar sem hann kom hafi hann unnið sér respekt þeirra sem hann átti samskipti við.“ Sveinn Björnsson, fyrsti forseti Islands, með Georgíu konu sinni. Hún vildi heldur að sonur þeirra fylgdi föður sínum til íslands í stríðsbyrjun en hún sjálf. Auk sendiherrastarfa sinna í París var Henrik Sv. Björnsson lengi sendiherra í London og á báðum stöðunum hafði hann ýmis önnur lönd á sinni könnu, þar á meðal Eþíópíu eins og áður var vikið að! Síðan var hann ráðuneytisstjóri utan- ríkisráðuneytisins í Reykjavík og loks sendiherra íslands hjá Atlantshafsbanda- laginu í Brussel. Gígja segir að allir þess- ir póstar hafi haft sitthvað til síns ágætis. „Kannski mér hafi líkað best í London og var leið þegar við fórum þaðan en annars get ég varla gert upp á milli stað- anna. París var auðvitað yndisleg og Henrik var mjög ánægður með að kom- ast til Brussel því hann hafði svo mikinn áhuga á NATO.“ „Hvað með starfið í sendiráðunum? Er það eintóm kokkteilboð og veislur eins og stundum er sagt?“ „Nei, ég held nú ekki. Pað var alltaf meira en nóg að gera en hins vegar eru svona boð auðvitað mikilvægur þáttur í því að kynna land sitt og kynnast öðrum. Ég vil síst gera lítið úr þeim; spurningin er bara hvernig maður tekur þau og hversu marga kokkteila maður drekkur! Skemmtilegasti og erilsamasti tíminn hjá okkur í sendiráðunum var þegar forseti íslands kom í heimsókn. Meðan við vor- um í London komu Ásgeir Ásgeirsson og frú Dóra í opinbera heimsókn og það var mjög spennandi og þá ekki síður þegar dr. Kristján Eldjárn kom til Brussel. Pað var eins og venjulega þegar Kristján flutti ræður; það urðu allir ánægðir því hann var svo vel gefinn maður — eins og raunar Ásgeir Ásgeirsson.“ „Stundum er líka sagt að svona opin- berar heimsóknir séu óttalegur hégómi. Tómar etikettur og ekkert annað." „Auðvitað kemur hégóminn þar við sögu en etiketturnar eru ekki það versta, alls ekki! Etikettur eru bara eins og köku- uppskrift; ef maður kann ekki reglurnar lendir maður fljótt í óþarfa vandræðum og veseni. Henrik maðurinn minn sagði alltaf um þetta að til þess að geta brotið reglurnar yrði maður að læra þar fyrst, en það væri voðalegt að brjóta þær af því maður kynni þær ekki.“ Nú þegar Gígja er flutt heim til íslands og orðin ekkja er hún ekki á því að leggja árar í bát og hefur nóg að fást við. Eða hvað? „Mér finnst reyndar þegar ég á að fara að telja það svona upp að ég sé voðalega gagnslaus. En ég held þetta heimili og tek á móti fólki; ég hef líka alltaf haldið mér sæmilega við í tónlistinni og spila hér fyrir sjálfa mig þegar ég er viss um að æra ekki nágranna mína á neðri hæðinni. Þeir hafa ekki kvartað enn. Ég hef líka gaman af því að sauma út og ég spila bridge einu sinni í viku — þó ég tapi að vísu alltaf því ég spila svo illa! Svo fer ég svona tvisvar á ári út að heimsækja börnin mín. Ég hef aftur á móti ekkert gert af því að starfa með líknarfélögum eins og margar kell- ingar á mínu reki gera. Pað er kannski bara af því að ég hef alltaf verið lítið fyrir að vera eins og allar aðrar kellingar...“ „Hvað finnst þér mikilvægast í lífinu?“ spyr ég um það bil sem ég er að kveðja. „Þú verður kannski hissa,“ segir Gígja og brosir sem oftar, „en það eru trúin og kærleikurinn. Að þykja vænt um sitt fólk og sína nánustu og reyna að reynast þeim sem best. Hvað mig snertir meina ég auðvitað Henrik og börnin mín. Petta er það sem mér finnst mest virði. Pað sem mér finnst hins vegar minnst virði,“ bætir hún svo snögglega við, „er bölvaður hégóminn.“ „Hvað finnst þér vera hégómi?“ „Hégómi?“ Nú verður hún hissa. „Pað ætti að liggja í augum uppi. Hégómi er til dæmis að seilast eftir titlum og vilja þannig vera fínn maður: climbing the ladder where there is no ladder, ef þú skilur hvað ég á við. Allir hafa eitthvað til síns ágætis og það er hégómi þegar fólk reynir að vera eitthvað annað en það er. Hins vegar finnst mér fegurðartilfinn- ingin ekki vera hégómi; þegar fólk vill heldur klæða sig betur en verr, líta vel út og svo framvegis. Það er ósköp eðlilegt og mannlegt.“ Svo held ég til dyra ásamt kettinum Felix sem enn er hinn vinalegasti og þef- ar óspart af gestinum. Gígja læst vera sárhneyksluð og hrópar á köttinn sinn: „Felix! Kanntu enga maniéresl“ 122 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.