Heimsmynd - 01.06.1987, Blaðsíða 136
keðjunni. Þegar lífsbaráttan var hörð
voru minni líkur á að öll börnin kæmust á
legg en foreldrar vildu að sjálfsögðu sjá
flest sín afkvæmi vaxa úr grasi, afkvæmi
sem síðan myndu sjá þeim farborða í
ellinni. Enn þann dag í dag gætir þessa
viðhorfs, börnin eiga að vera ljósvaki
aldraðra foreldra, börnin eru á vissan
hátt fjárfesting, bæði í veraldlegum og
andlegum skilningi.
Og nú á tímum uppanna og æ færri
afkvæma færist pressa fyrri alda á tíu eða
átján börn yfir á eitt til tvö stykki. Og
það er heilmikil ábyrgð fyrir krakkagrey-
in. Hvað þá blessuð einbirnin sem fá
athyglina og ábyrgðina óskipta. En svo
aftur sé vikið að uppunum virðist það
ekki eingöngu þessi framtfðarsýn um
börn sem ljósvaka í ellinni sem ræður
mestu, heldur eru börnin endapunktur á
velheppnaðri ævisögu foreldranna. Börn-
in eru rúsínan í pylsuendanum á frama-
brautinni.
Af þessum sökum meðal annars segja
sálfræðingar að uppeldi uppakynslóðar-
innar geti haft háskalegar afleiðingar í
för með sér. Þegar foreldrar eru stöðugt
að skipuleggja líf og frama barna sinna
eru þau á vissan hátt að grípa í taumana á
örlögunum. Foreldrarnir eru að ræna
börn sín frumkvæði, axla ábyrgð gjörða
þeirra og hirða hrósið fyrir velgengni
þeirra. Slíkt uppeldi getur orsakað það
að börnin verði afar ósjálfstæð og jafnvel
haldin minnimáttarkennd. Því segja
margir sálfræðingar að foreldrarnir sem
vænta undrabarna megi einnig búast við
miklum vandamálum.
Haldi fólk að þetta sé ástæðulaus ótti
er bent á þá þróun sem á sér víða stað
erlendis. Tíðni sjálfsmorða meðal barna
og unglinga hefur aukist að mun í iðn-
væddum nútímasamfélögum, Bandaríkj-
unum, Vestur-Þýskalandi og Japan svo
dæmi séu tekin. Skólasálfræðingar verða
í æ ríkari mæli varir við streitueinkenni
hjá nemendum. Og margir foreldrar láta
sér ekki segjast fyrr en það er orðið of
seint.
Vandamál barna eru tímanna tákn,
segja sálfræðingar. Meginorsök vandans
liggur í því að foreldrar virðast ekki
kunna að þræða hinn gullna meðalveg.
Börnin eru annaðhvort fordekruð eða
undir alltof miklu álagi. Auðvitað á að
gera kröfur til barna en þær kröfur eiga
að vera í samræmi við hagsmuni barn-
anna og getu.
Er það ekki vel af sér vikið að kenna
barninu almenna mannasiði, innræta því
gott hjartalag og heilbrigða skynsemi? Er
þá ekki líklegt að barnið verði síðar fært
um að sjá um sig sjálft? Öll börn eru
sérstök, sum hver einstök, jafnvel ein-
stakari en foreldrar þeirra. Og það er
ekki víst að foreldrar sjái alltaf hvaða
hæfileikar búa í börnum þeirra og geta
því með þrýstingi sínum verið að útiloka
að vissir hæfileikar blómstri.
Þau sómahjónin Kristín Jóhannesdótt-
ir og Sigurður Pálsson eignuðust sitt
fyrsta barn hinn 20. mars síðastliðinn,
strák sem að sjálfsögðu hefur hlotið hið
páfalega nafn Jóhannes Páll. Það eina
sem þau hafa nokkrar áhyggjur af varð-
andi framtíð stráksins er ef hann tæki nú
upp á því að fara að spila fótbolta.
„Þá vitum við ekki alveg hvernig við
ættum að bregðast við,“ segir Kristín.
„Að öðru leyti erum við búin undir hvað
sem er og faðir hans hefur meira að segja
fallist á að kynna strákinn fyrir sund-
íþróttinni — sem hann hefur Iítið stundað
sjálfur nema helst í heita pottinum. Ann-
ars er það dásamlegast við svona nýjar
persónur að þær skapa sig sjálfar. Þess
vegna eru þær meistaraverk. Þær eru
ekki einu sinni í höfundarleit.“
„En þarf ekki að leikstýra nýjum per-
sónum?“ spyr ég. Þar ætti Kristín að vera
á heimavelli; hún er ábyggilega einhver
frumlegasti og færasti leikstjóri okkar ís-
lendinga. Sigurður Pálsson kann líka ým-
islegt fyrir sér á þessu sviði.
„Maður getur vissulega þurft að stíga
léttan tangó og það má vera að faðm-
lögin verði einhvern tíma ansi ástríðufull.
Aðalatriðið er að það séu faðmlög."
Þau Kristín og Sigurður hafa verið gift
í meira en áratug og fæstir vinir þeirra og
kunningjar áttu von á því að þau legðust í
barneignir úr þessu. Fréttirnar þóttu svo
náttúrlega hinar ánægjulegustu og eina
virta leikkonu þekki ég sem lýsti því yfir
að hana langaði mest til þess að hætta í
leiklistinni og gerast barnfóstra til að
geta fylgst með þessum krakka alast upp.
„Þegar tveir svona frumlegir listamenn
eins og Siggi Páls og Kristín taka sig til og
búa til barn þá hlýtur árangurinn að
verða stórskemmtilegur!" sagði hún.
Þessi leikkona stendur að vísu enn á sviði
enda eru foreldrarnir fullfærir um að
annast strákinn og taka hlutverk sitt afar
hátíðlega.
En þó ekki of hátíðlega.
„Við erum heppin," segir Sigurður,
„að því leyti hvað við fórum seint út í
barneignir. Fyrir nokkrum árum var alls
konar fræðileg pedagógía mjög í tísku;
doktor Benjamín Spock og þeir félagar
allir, en það vita nú allir hver urðu örlög
þeirra kenninga Ef við hefðum farið að
eignast börn strax hefðum við sjálfsagt
lent á kafi í þessu öllu saman en nú erum
við alveg óbundin.“
„Sigurður hefur sagt að það sé ekki til
barnauppeldi, heldur bara börn,“ segir
Kristín.
„Já. Ég er líka þeirrar skoðunar að í
raun og veru ætti fremur að tala um
foreldrauppeldi. Foreldrarnir eru aldir
upp af börnum sínum, ekki síður en
öfugt. Það er því ærinn starfi sem bíður
þessa litla drengs! Að ala okkur tvö upp,
seint og um síðir!“
„En hann hefur víst alla burði til þess
að geta það,“ bætir Kristín við. „Þetta
verður karl í krapinu. Samkvæmt
stjörnukortinu hans er í honum mikil
togstreita milli nautna og aga. Hann er á
síðustu gráðu í fiskamerkinu, varð næst-
um því hrútur og Júpíter er mjög sterkur
í kortinu hans. Hann verður samkvæmt
því mjög agaður nautnaseggur!"
„Sem hann sækir kannski að einhverju
leyti,“ segir Sigurður, „til foreldranna
„Miðað við stjörnukortið þarf í raun
og veru ekkert að ala upp þetta barn.
Hann mun sjá um það sjálfur. Það er
alveg ónauðsynlegt að vera að bæta fleiri
litum í litrófið hans.“
Drengurinn Jóhannes Páll liggur í
vöggunni sinni og hlustar á spiladós sem
hangir yfir höfði hans ásamt alls konar
litskrúðugu dóti. Hann er rólegur og vær
meðan ég er í heimsókn þó foreldrarnir
segi að hann þjáist af magakrampa og við
því sé víst ekkert að gera.
„Það er kannski mest aðkallandi verk-
efnið í uppeldinu,“ segir Kristín, „að
hjálpa honum að komast heilu og höldnu
yfir magakrampann."
136 HEIMSMYND