Heimsmynd - 01.06.1987, Blaðsíða 138

Heimsmynd - 01.06.1987, Blaðsíða 138
Hann rekur upp hljóð þegar hann kemur auga á móður sína en skríkir þeg- ar Sigurður birtist með dökk sólgleraugu. „Honum finnst pabbi sinn alveg stór- skemmtilegur maður, skellihlær alltaf þegar hann sér hann.“ „Já,“ segir Sigurður, „ég verð stundum næstum því feiminn.“ „En við mig hefur hann lítið að segja nema gemmér, gemmér,“ bætir móðirin brosandi við. Pegar við erum sest aftur inn í stofuna í íbúð þeirra hjóna og Jóhannesar Páls við Mávahlíðina heldur Sigurður áfram að ræða um barnauppeldi. „Ég kann að vísu ekki grísku,“ segir hann, „en fróðir menn hafa tjáð mér að orðið pedagóg, eða uppeldisfræðingur eins og það verður líklega að heita á íslensku, sé dregið af orðinu yfir fót og þetta þýði í raun og veru sá sem leiðir. Ekki sá sem gengur fyrir mann. Það er, held ég, mikilvægt að átta sig á þessu. Maður leiðir einhvern meðan þess er þörf en þegar hann getur staðið á eigin fótum fer hann sína leið. Þetta ætti líka að vera aðal allrar kennslu; að leiða nem- endurna en reyna ekki að labba fyrir þá. Þeir verða að ráða sjálfir hvert þeir ætla.“ „Hafið þið gert ykkur einhverjar sér- stakar vonir um það sem þið vilduð að drengurinn tæki sér fyrir hendur þegar hann vex úr grasi - annað en að hann verði helst ekki fótboltamaður?“ „Maður er náttúrlega einlægt að velta þessu fyrir sér,“ segir Kristín. „Hann er ýmist páfi eða prins fyrir mér! En auðvit- að verður hann að ráða því sjálfur.“ „Ég hef engar áhyggjur af þessu,“ seg- ir Sigurður. „Auðvitað hefur maður sínar skoðanir á því hvað sé heppilegt og æski- legt en ég fer ekkert að flíka þeim um of við hann. Ég held líka að þegar þar að komi muni það hafa lítið að segja hvað maður sjálfur vill og vísa þá enn í stjörnu- kortið!“ „Uppeldi," segir Kristín, „er að mín- um dómi fyrst og fremst það að hjálpa vesalings barninu að komast yfir fæðing- arangistina. Fólk er alltaf að gefa okkur ráðleggingar um það hvernig best sé að fara að og meðal annars vara okkur við því að vera of góð við hann. Núna þegar hann er með þennan magakrampa höfum við reynt að hlúa sem best að honum, förum með hann út að spássera og erum eins góð við hann og við kunnum. Þetta segir sumt fólk að geti haft hinar hörmu- legustu afleiðingar. Drengurinn verði ósjálfstæður og jafnvel veimiltíta. En ég held þvert á móti að eftir því sem barnið fær meiri hlýju og ástúð í bernsku, því sjálfstæðari verði það á fullorðinsárum. Við megum ekki gleyma því að það er ekkert smámál að fæðast. Þetta er senni- lega almesta raun sem manneskjan lendir í á lífsleiðinni. Mér finnst að fólk ætti að fá orðu fyrir að fæðast! Það er þess vegna eðlilegt og sjálfsagt að reyna að hlúa sem allra mest að þessum nýfæddu börnum svo þau þurfi ekki að þjást alla ævi af afleiðingum þeirrar angistar sem fylgir því að fæðast í þennan heim.“ „Hárrétt,“ segir Sigurður og glottir bak við sólgleraugun. „Það er víst nóg samt!“ „Eins og góð kona sagði í bíómynd sem ég sá einu sinni,“ heldur Kristín áfram, „þá er ástúðin það mikilvægasta í lífinu. Ef maður hefur það að leiðarljósi þá þarf maður ekki að hafa neinar áhyggjur af fyrirbærum eins og peda- gógíu“ „Annars ættirðu," segir Sigurður, „að taka viðtal við okkur eftir svona eins og tíu ár. Fyrr fer maður varla að sjá hvern- ig til hefur tekist. Þá er eins víst að Jóhannes Páll verði kominn á fullt í fót- boltanum ..." 138 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.