Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 8

Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 8
STERKASTA SÖNNUNIN Heimsljósi Laxness lýsir Olafur Kárason æsku sinni og segir: Og ef ég sagði það sem mér Ifanst, þú var tekinn frá mér kvöldmaturinn og mér var sagt að ég fœri til helvítis. Pað getur vel verið að ég sé ekki nógu frjáls til að sjá sann- leikann, og þaðanafsíður til að segja hann ef ég skyldi sjá hann af tilviljun. Maður getur ekki gert að því hvernig maður er alinn upp . . Orð að sönnu. Oft kemur það í hlut barn- anna eða þeirra sem minna mega sín að sjá sannleikann fyrir tilviljun en flestir vita að það þarf frelsi til að segja hann - frelsi án ótta um það að vera firrtur öðrum lífsgæðum. Skilning- urinn á mikilvægi tjáningarfrelsis er seinni tíma fyrirbæri. Fyrr á öldum var tungan skorin úr mönnum sem gagnrýndu yfir- boðara sína. Magna Carta skjalið frá f215, sem talið er grund- völlur lagahyggju í enskumælandi löndum, gerði ekki ráð fyrir tjáningarfrelsi. Pegar Jakob I Englandskonungur viðurkenndi þörfina á málfrelsi í byrjun sautjándu aldar forbauð hann al- menningi að gagnrýna Herra sína. Bandaríska stjórnarskráin var ekki samþykkt fyrr en ákvæði um mannréttindi voru kom- in inn eftir þó nokkurt þóf, þar sem sumir töldu að ákvæði um tryggingu jafnvægis milli valdaaðila ætti að duga. Æ síðan hefur verið deilt um tjáningarfrelsið og hvar mörk þess lægju. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði til dæmis nýverið að maður sem brennt hafði þjóðfánann skyldi ekki sekur fundinn þar sem athæfið hefði verið framið í mótmæla- skyni. En hæstaréttardómarinn Benjamin Cardozo sagði árið 1937 að tjáningarfrelsið væri lífsnauðsynlegt og allt annað frelsi byggði á því. En þótt tjáningarfrelsið sé stjórnarskrárbundið er það engin trygging fyrir tilvist þess fremur en að að stjórnarskrá eða lög- gjöf breyti mannlegu eðli. Á meðan tækni og vísindum fleygir fram breytist mannlegt eðli ekkert. Eðli valdhafa er nú eins og ætíð áður að halda í völd sín, oft með óréttmætum hætti, og slíkt verður eðli þeirra um ókomna framtíð. Þess vegna er tjáningarfrelsið eitt virkasta aðhald sem til er og það vissu höf- undar bandarísku stjórnarskrárinnar betur en margir valdhaf- ar nútímans. Réttara væri að segja að þeir hafi virt það betur. Því valdhafar óttast öðru fremur gagnrýni hins talaða og skrif- aða orðs. FRAMLAG Á íslandi búum við ekki við þá tryggingu jafnvægis milli valdaaðila sem Bandaríkjamenn gera. Ríkisstjórnin virðir ekki alltaf lög Alþing- is og þingið getur lítið að gert þar sem þessar tvær stofnanir eru í raun samofnar. Fjárlögin lifa sjálfstæðu lífi, sagði einn þingmannanna nýlega. Aðrir þingmenn kvarta undan því að ráðherrar nenni ekki að mæta á fun< ■'amein- aðs þings eins og þeim ber skylda ti ,n þegar sjónvarpað er frá slíkum fundum eru menn gjarnan með dagblöð fyrir andlitinu. Fæstir fulltrúanna virðast hegða sér eins og íslenska stjórnarskráin býður þeim. það er að vera trúir samvisku sinni á undan kjördæmi og flokki, enda virðast mæðan og and- varaleysið í hinni pólitísku umræðu almenn. Fylgi flokka er reglubundið kannað með misvísindalegum hætti og er þá ávinningurinn oftast meiri mælikvarði á óvinsældir valdhaf- anna en frammistöðu stjórnarandstöðunnar. Valdhafar reyna að slá ryki í augu umbjóðenda sinna. Allt tekur mið af því að vinna næstu kosningar og halda í völdin. Það er makkað í hverju skúmaskoti og það að vera bragðaref- ur á að gera menn að stjórnvitringum. Alls staðar eygja þeir útgönguleið til áhrifa og samtryggingin svífur yfir vötnunum. Frá síðustu kosningum hafa verið myndaðar þrjár ríkisstjórnir og nú snýst allt um það úr hverju sú næsta verður moðuð. Atvinnulífið og fyrirtækjarekstur eru meira og minna í lamasessi. Stórkostleg gjaldþrot fyrirtækja skilja þegar skattpínda einstaklinga eftir með sárt ennið. Að vísu virðast sum fyrirtæki vera æði fjáð eins og hlutabréfakaup þeirra stærstu eru vísbending um. Gott dæmi um almennt viðhorf hér til tjáningarfrelsisins er þegar Morgunblaðið gerði þessi hlutabréfakaup að umtalsefni og olli miklu fjaðrafoki, að þá þaut ríkissjónvarpið á fund eins stórforstjóranna eins og hann væri Jakob I, en Mogginn hinn mikli almenningur sem ekki á að hafa skoðun á aðgerðum Herranna. Frægur lögfræðingur, verjandi ritstjóra á síðustu öld, sagði við kviðdóminn fyrir bandarískum rétti að sterkasta sönnunin væri sú sem reynt væri að kæfa. Allt athæfi sem snertir al- mannaheill, svo ekki sé nú talað um áframhaldandi frelsi og lýðræði, á að þola dagsbirtuna. Ólafur Hannibalsson vakti þjóðarathygli fyrir út- tekt sína á málefnum Stöðvar 2 í fyrsta tölublaði þessa árs. í þessu blaði fjallar hann um almenningshlutafélög og samþjöppun valds í þeim og tekur Fróðalegt dæmi um það hvernig ekki skuli staðið að stofnun slíkra hlutafélaga. Auk þess skrifar hann athygl- isverða grein um Gorbatséff og vitnar þar í grein eftir bandarísku blaðakonuna Gail Sheehy, sem eyddi tæpu ári í könnun á ferli og pers- ónueiginleikum mannsins sem bylti heiminum. Friðrika Benónýs skrifar athyglisverða grein um framhjáhöld. I greininni er varpað ljósi á þetta við- kvæma mál, rætt við sálfræð- inga um orsakir og afleiðing- ar framhjáhalds auk þess sem gerendur og fórnarlömb lýsa eigin reynslu. Odd Stefán ljósmyndari HEIMSMYND- ÁR var ötull með myndavél- ina að vanda við vinnslu þessa blaðs. Hvort sem um var að ræða uppstillingar á framhjáhaldsmyndum eða myndatökur á vettvangi al- menningshlutafélaga var Odd Stefán á staðnum til að veita lesendum sem ljósasta innsýn í veruleikann. 8 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.