Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 74

Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 74
SMYND 1990 BÆKUR I Nýlega kom út í Bandaríkjunum bókin Sovéskar konur - sigla milli skers og báru (Doubleday). Höfundurinn Francine du Plessix Gray gerði sér fjórum sinnum ferð til Sovétríkj- anna og ræddi við konur af öllum stigum þjóðfélagsins, allt frá Siberíu til Georgíu. Bókin hefur vakið athygli þar sem hún er unnin samtímis og sovéska kerfið er að breytast með glasnoststefnu Gorbatséffs. Ef marka má bókadóma erlendra blaða og tímarita er bókin athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Sumt í viðhorfi sovéskra kvenna er þegar þekkt en fleira vekur furðu kynsystra þeirra á Vesturlöndum. Það er alkunna að sovéskar konur hafa búið við erfiðar að- stæður og mikið vinnuálag. Pað er einnig vitað að fóstur- eyðingar eru stundum eina getnaðarvörnin sem stendur þeim til boða. Höfundurinn Fran- cine du Plessix Gray segir í nýlegu tíma- ritsviðtali að mikillar óþolinmæði gæti hjá sovéskum konum vegna stöðu þeirra í atvinnulífinu þar sem þær ,eru flestar í hlutverki púlshestanna. Um áraraðir hafa þær möglunarlaust sætt sig við að eiga ekki kost á getnaðarvarnar- pillum eða tíðatöppum og sætt sig við að keyra traktora eða vinna í vélsmiðju ef þörf var þar. pessi þögn hefur nú verið rofin með bók Gray en þar ræða konur opinskátt um einkahagi sína. Margar þeirra eru reiðar og skynja að vandi þeirra er hvergi viðurkenndur heima fyrir. A móti hverri barnsfæðingu eru fjórar til átta fóstureyðingar framkvæmdar. Líkt og á Is- landi þykir það engin hneisa að vera ein- stæð móðir hins vegar er algengt að sov- éskar konur gangi í hjónaband um tvítugt og sovésk rannsókn leiddi í ljós að ein af hverjum fjórum brúðum er ófrísk á brúð- kaupsdaginn. Flestar sovéskar konur vinna utan heim- ilis, en bæði kynin virðast almennt standa í þeirri trú að að líffræðilega standi karlar betur að vígi í andlega krefjandi störfum og það sé ekki við hæfi að konur séu yfir- menn karla. Ein fárra kvenna, sem viður- kenndi fyrir Gray að hún væri jafnréttis- sinni, sagði að þrátt fyrir mikið vinnuálag á sovéskum konum væru þær rígbundnar í gömlu ímyndinni um kvenlega eiginleika og karlmannlega. Þessi feministka vitnaði í Chekov, „ef þú óttast einmanaleika gakktu þá ekki í hjónaband." Að mati hennar er dregin upp sú mynd í sovéskum fjölmiðlum af hjónabandinu að það sé eini verðugi vettvangurinn. Samkvæmt sov- ésku ímyndinni væru annars vegar ösku- buskur sem fórna sér fyrir fjölskyldu og hins vegar sérvitringar eða sjálfstæðar nornir sem byggju einar og yfirgefnar í skóginum. Pótt sovéskar konur hafi borið uppi atvinnulífið í sjötíu ár er enn brýnt fyrir þeim mikilvægi þess að þjóna eigin- mönnum sínum. Gray segir þessar yfirlýs- ingar athyglisverðar, ekki vegna þess að þær endurspegli almennt viðhorf, heldur hitt að konur eru farnar að rífast upphátt um stöðu sína í þjóðfélaginu. Það er ekki mjög langt síðan að fjöldi kvenrithöfunda var í þrælkunarbúðum vegna skrifa sinna um aðbúnað sovéskra kvenna sem oftast voru vélritaðir bæklingar eða dreifirit. Al- gengustu kvartanirnar voru skortur á al- mennri heilsugæslu kvenna og skortur á nauðsynjavörum. Annað viðhorf sem Gray fannst ein- kennandi kom frá karlkyns kvensjúk- dómalækni. Þegar hún spurði hann hvort kvenkyns læknar mættu fordómum í Sovétríkjunum svaraði hann að sjálfur vildi hann ekki ráða kven- kyns lækna þar sem best upplýstu kven- sjúklingarnir vildu frekar láta karlkyns lækni annast sig. Þá vakti það furðu hennar að yngri kon- urnar voru síður jafnréttissinnaðar en mið- aldra konurnar sem höfðu látið hendur standa fram úr ermum í uppbyggingu Sov- étríkjanna eftir síðari heimsstyrjöld þar sem fimmtán milljónir manna létu lífið. Blaðakona á fertugsaldri sagði aðspurð að það væri út í hött að karlmaðurinn væri heima og gætti bús og barna meðan konan ynni úti. Þessi kona var þeirrar skoðunar að karlmaðurinn yrði alltaf að vera skrefi á undan konu sinni. Þegar Gray spurði hana hvort henni fyndist óhugsandi að elska karlmann sem jafningja sinn svaraði hún að ef kona og maður væru jafningjar vorkenndi konan honum og vorkunnsemi væri móðurleg tilfinning svipað og kona fyndi gagnvart meiddu barni. Sjálf er Gray dóttir rússneskrar konu sem flutti frá Sovétríkjunum 1926 og gekk að eiga franskan diplómat en niðurstaða hennar er sú að konur í Sovétríkjum nú- tímans hugsi á svipuðum nótum og konur gerðu á Vesturlöndum fyrir hálfri öld. Þá kom henni á óvart að flestar menntakonur sem hún hitti þekktu lítið til kenninga Sig- munds Freud eða Simone de Beauvoir. Vestræn tískublöð liggja ekki á glám- bekk í Sovétríkjunum og Gray komst að því að það er ekki óhætt að senda ein- hverjum þau í pósti þar sem þeim er stol- ið. Blöð af þessu tagi eru seld á svörtum markaði fyrir vikulaun verkamanns. Ólíkt þeirri ímynd sem margir kunna að hafa af valdamiklum konum í einræðisríkjum komst Gray að því að margar þeirra voru hinar elsku- legustu, hlýlegar og kven- legar í framkomu. 74 HEIMSMYND Francine Gray, höfundur búkarinnar, varpar Ijósi á stöðu kvenna í Sovétríkjunum. fæddist í Brussel þann 22. apríl, 1854. Hann hlaut frið- arverðlaun Nóbels 1913. La- fontaine hlaut lagamenntun í Brussel og varð snemma virt- ur sem sérfræðingur í al- þjóðalögum. Hann var laga- prófessor við Nýja háskólann í Brussel og kjörinn á þing fyrir sósíalista rétt fyrir alda- mótin. Hann var fulltrúi Brussel á alþjóðlegum friðar- ráðstefnum og á þingi Þjóð- arbandalagsins 1920-1921. Hann var einn af forkólfun- um sem lagði til að alþjóða- dómstóli yrði komið á lagg- irnar. Að rækta garðinn sinn. John Claudius Loudon, skoskur landslagsarki- tekt og einn mesti áhrifamaður á garðyrkju síns tíma, fæddist í Lanarkshire í Skotlandi 8. apríl 1783 og dó í London 1843. Skrif Lou- dons um garðrækt mótuðr almennan smekk í Bretlandi Viktoríutímans þegar vax- andi miðstétt var komin í að- stöðu til að hafa litla garða fyrir framan hýbýli sín. Asamt konu sinni, rithöfund- inum Jane Webb, skrifaði hann heilmikið um garðrækt en þekktustu verk hans eru Suburban Gardener og Villa Companion. Clare Boothe Luce, skáld, ritstjóri, þing- maður og síðar sendiherra Bandaríkjanna á Ítalíu, fæddist 10. apríl 1903 í New York en hún lést árið 1987. Clare Boothe var rit- stjóri tímaritsins Vanity Fair á fjórða áratugnum og giftist Time-Life-sjálfum, það er út- gefandanum Henry Luce, 1935. Þá átti hún eitt hjóna- band að baki. Hún skrifaði nokkur leikrit sem flutt voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.