Heimsmynd - 01.04.1990, Qupperneq 36

Heimsmynd - 01.04.1990, Qupperneq 36
1966:____________________ Upprennandi „apparat- sjík“ sæmdur ungherja- klútnum í heimsókn í Austur-Þýskalandi. Afkomandi sjálfstæðra bænda. Með Gopkalohjónunum, móðurfor- eldrum sínum, í Prívolnoje. Þorpsbúar skutu saman í stígvél handa honum svo að hann kæmist í gagnfræðaskól- ann í Krasnogvardeskoje, þar sem Mikhail þjálfaði leikhæfileika sína (annar frá vinstri með síðu hár- kolluna). ugun. Allir taka eft- ir bálinu, sem logar úr augum hans. Þjóðhöfðingjar, sov- étfræðingar, sálfræð- ingar C.I.A. búsettir í Moskvu, samn- ingamakkarar úr Wall Street, Stein- grímur Hermanns- son - allir koma þeir út frá honum talandi um dularfull efna- hvörf, eins og Mikhail Gorbatséff hafi með sannfæringarofsa sínum náð að brenna hugsjón sína um nýjan heim á sjónhimnu þeirra, svo að þeir verði aldrei samir eftir. Þannig byrjar Gail Sheehy grein sína um Mikhail Gorbatséff í febrúarhefti ameríska tímaritsins Vanity Fair. Um sex mánaða skeið ferðaðist hún um Sovét- ríkin, til Vínar og Ítalíu til að taka sam- an staðreyndir um þennan óvenjulega mann, sem skaust út úr myrkrinu upp á stjörnuhimin alþjóðastjórnmála, þar sem hann hefur skyggt á alla aðra um stund. Hún rakti feril hans frá örsmáu fæðing- arþorpinu, þar sem hann ólst upp í skugga hungursneyðar, þýsks hernáms og ógnarstjórnar Stalíns. I Stavropól, þar sem hann gæti hafa veslast upp sem vesæll skriffinnur komst hún að því hvernig hann komst inn undir hjá áhrifa- miklum flokksbroddum eins og Andr- opoff, yfirmanni KGB. Og alls staðar heyrði hún um rauðhærðu konuna um- deildu, sem hann hefur elskað frá því hann fyrst sá hana á dansgólfinu, Raisu Maximovnu, sem hann kallar „hershöfð- ingjann minn“. Og Sheehy heldur áfram að tala um augnaráðið. „Augun lýsa ákafa sem er dálítið afbrigðilegur,“ er haft eftir hátt- settum manni í upplýsingaþjónustunni sem fylgdist náið með sovétleiðtoganum á Washingtonfundinum. „Það er eins og hann hafi hærri líkamshita og sé snarari í snúningum en aðrir í kringum hann.“ „Ég held að hann líkist helst Pétri mikla - sé gagntekinn sömu lönguninni til hagnýta sér vestræna reynslu, verða hluti af vestrinu," segir Mark Palmer, bandaríski sendiherrann í Ungverjalandi og fyrrum sovétkerfisgreinir í utanríkis- ráðuneytinu. Hann sér líka blika á stál bak við síkvikt brosið, öfugt við einlæga hlýju flestra Rússa. Einnig hann nefnir ákafa augnaráðsins. „Þú finnur kraftinn og forvitnina og eirðarleysið - hann er alltaf á hreyfingu.“ Enginn í heiminum í dag nær slíkum tökum á öllum um leið og hann gengur inn í herbergi - og hann veit af því. „Hann þrengir sér inn á þig,“ segir bandarískur embættismaður. „Hann er meistari persónuhrifa í þröngum hópi.“ Á leiðtogafundum grípur hann frum- kvæðið. Aðstoðarmenn Reagans kviðu því stöðugt að hann mundi stela sýning- unni. Og þegar háttsettar vestrænar sendinefndir koma til Moskvu á hann snögga og óvænta sverðstungu fyrir hvaða valdamann sem er og bíður þess með eftirvæntingu hvort eða hvernig þeir bera af sér lagið. í rökræðum er hann í essinu sínu og skiptir um andlits- grímu og raddblæ eins og útfarinn leik- ari. Augu hans brenna með hitasóttar- ákafa manns sem hefur séð heimi sínum snúið á haus, leiðtoga sem hefur undir- gengist byltingarkennda ummyndun heimssýnar sinnar. í stað þess að allir fyrri leiðtogar Sovétríkjanna vöfðu gerð- ir sínar ógnvekjandi leynd sá hann strax kostina við að vera blátt áfram og opin- skár. Um leið og hann hafnaði einangr- unar- og útþenslustefnu fyrirrennara sinna tók hann upp hugmyndina um „mótsagnakenndan en samtengdan" heim. Hann braust út úr viðjum gömlu hugmyndafræðinnar, rétti Bandaríkjun- um höndina til samstarfs og sótti um inn- göngu í klúbb hinna þróuðu ríkja. í upphafi taldi ríkisstjórn Bush að Reagan hefði látið Gorbatséff „hafa sig að fífli". En í lok Möltufundarins var Bush farinn að leita velþóknunar Gor- batséffs: „Ég leyfi mér að vona að hon- um hafi fundist að ég vissi um hvað ég var að tala,“ sagði Bush við fréttamenn. Forseti Bandaríkjanna samþykkti að styðja umsókn Gorbatséffs um aðild að helstu viðskiptastofnunum vestursins og hét efnahagslegum stuðningi við perestr- oykuherferð hans heima fyrir, sem sýnir öll merki þess að vera að renna út í sand- inn. Mikhail Gorbatséff er umfram allt maður sem hikar ekki við að tefla á tvær hættur, maður með ákveðnar skoðanir og stáltaugar. Menn standa á öndinni yf- ir fullvissu hans um að honum muni heppnast að kynda undir byltingu og samt takast að koma sovésku samfélagi yfir hyldýpið til endurnýjunar á hinum barminum. Eins og aðrir miklir leiðtogar sögunnar trúir hann sjálfur goðsögninni um sjálfan sig. Hugur hans er ávallt op- inn og móttækilegur fyrir nýjum sann- indum, hann les og hefur alltaf lesið og minni hans er undravert. Vægðarlaus barátta hans fyrir þjóðfélagsumbótum sprettur upp úr ævilangri baráttu hans 36 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.