Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 26

Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 26
og hann er ekki viss um hvort sú breyting er jákvæð eða nei- kvæð. Vinirnir öfunda hann kannski í laumi af ungu konunni, en hann hefur þá grunaða um að gera grín að sér á bak og hafa í flimtingum frasa eins og gráa fiðringinn. Samt er hann hamingjusamur. Heldur hann. Þetta var hans eigið val. En eftir átta mánaða sambúð sækir sú hugsun æ oftar að honum hvort ekki hefði verið þægilegra, öruggara og betra að halda áfram í gamla farinu. Þessi maður er ekkert einsdæmi. Skilnaðarfaraldurinn sem gengið hefur yfir þjóðina undanfarin ár virðist ekki í rénun nema síður sé og í mörgum tilfellum er orsökin framhjáhald annars aðilans eða beggja. Sumir ganga svo langt að kalla framhjáhald vinsælasta hobbý þjóðarinnar og einn af viðmæl- endum HEIMSMYNDAR gaf þá skýringu að framhjáhald væri mun ódýrara en laxveiðar en gæfi svipaða spennu og ánægju. Skemmtistaðirnir mora í giftu fólki í leit að til- breytingu. Vinnustaðir eru gróðurhús fyrir rómantísk æv- intýri, sem standa yfir frá einni nóttu upp í nokkur ár. Á sum- um sjúkrahúsum landsins kveður svo rammt að sam- drætti starfsfólks að þar segja menn að ekki megi opna lín- skáp án þess að banka fyrst. Og heima situr hjónafólk sem kannski á ekkert lengur sam- eiginlegt og horfir í leiðslu á Dallas og aðrar sápuóperur þar sem framhjáhald er jafn- sjálfsagt og að fá sér að borða. Framhjáhöld eru engin ný bóla, hafa eflaust tíðkast frá því að mannskepnan fór að para sig, en í kjölfar breyttrar stöðu kvenna, óvissu karla um stöðu sína, fjárhagslegs sjálf- stæðis kvenna og aukinnar áherslu á frelsi einstaklingsins hafa þau biómstrað sem aldrei fyrr. Eða að minnsta kosti komist meira í hámæli. Það hefur aldrei þótt tiltökumál þótt karlmenn stykkju smávegis útund- an sér á vegi dyggðarinnar, en eftir að giftar konur fóru að láta meira til sín taka í framhjáhöldum hefur umræðan aukist um tíðni þeirra og alvarleika. Engar kannanir hafa verið gerð- ar hérlendis um tíðni framhjáhalda en erlendar kannanir benda til þess að minnsta kosti helmingur þeirra sem náð hafa fertugsaldri hafi átt í ástarsamböndum utan hjónabands um lengri eða skemmri tíma. Bent hefur verið á að með tilkomu pillunnar og aukinnar þátttöku kvenna í atvinnulífinu hafi konur öðlast tækifæri sem þær höfðu ekki áð- ur til að stofna til náinna kynna vjð sterkara kynið, án þess að hafa hjónaband í huga. Og í nýlegri breskri könnun kemur fram að fleiri konur en karlar hafa haldið framhjá um fer- tugt og að þær hafa minna samviskubit yfir því en karlarnir. Bandaríska kvennablaðið Real Woman birtir í aprílheftinu niðurstöður lesendakönn- unar á því hversu algengt sé að konur haldi við samstarfsmenn sína. Mörg hundruð konur brugðust við og svöruðu og allar voru þær í ástasambandi á vinnustað. Áttatíu prósent kvennanna sem svöruðu voru í samböndum við gifta menn. En Það kemur blaðamanninum ekkert á óvart þar sem nýlegar kannanir hafi leitt í ljós að um sjötíu prósent eiginmanna haldi framhjá. Það sem blaðið dregur fram sem merkilegustu niðurstöðu könnun- arinnar er að fjörutíu prósent kvennanna eru giftar sjálfar. Það þykir blaðinu ískyggilega hátt hlutfall þar sem aðeins um fimmtíu og sjö prósent giftra kvenna í Bandaríkjunum eru úti á vinnumarkaðnum. Samviskubit höfðu konurnar lítið sem ekkert og þær giftu engu meira en þær ógiftu. Flestar höfðu staðið í þessum samböndum í ár eða meira, en fæstar voru til- búnar til þess að láta það sprengja hjónaband sitt. Fjörutíu prósent giftu kvennanna létu elskhugana koma heim til sín þegar eiginmaðurinn var ekki heima, en mun færri höfðu komið inn á heimili hans. Ogiftu konurnar sem halda við gifta samstarfsmenn létu sig sumar dreyma um að fá þá til að skilja við eiginkonurnar og giftast sér, þótt flestir karlmennirnir hefðu lýst því yfir strax í upphafi sambands að það ætluðu þeir sér alls ekki að gera. Ástæðurnar sem konurnar gefa fyrir þessum ástarævintýrum eru meðal annarra þær að þau séu spennulosandi eftir eril dagsins, að það geri þetta allir og að líkamlegt aðdráttarafl hins aðilans sé ómótstæðilegt. Framhjáhald virðist vera mál málanna í bandarískum kvennablöðum þessa dagana og í marshefti Cosmopolitan er grein um það hvort og hvenær viðhaldinu sé óhætt að setja elskhuganum stólinn fyrir dyrnar: annaðhvort ferðu frá konunni eða sambandi okkar er lokið. Þar er konum ein- dregið ráðið frá því að setja slíka úrslitakosti nema þær séu vissar um að hafa sigur og áv- inna sér eiginmann í stað þess að tapa elskhuga. Ekki koma fram neinar efasemdir um rétt- mæti þess að splundra fjöl- skyldu mannsins, rétturinn virðist vera viðhaldsins og ást- arinnar. Ást, rómantík og gott kynlíf hafa verið hafin í æðra veldi. í nafni ástarinnar er réttlætan- legt að ganga á rétt hvers sem er, hvort sem það eru makar eða börn. Hann eða hún varð ástfangin er næg skýring á því þegar áratuga hjónaböndum er slitið, oft með alvarlegum fé- lagslegum og fjárhagslegum afleiðingum fyrir báða aðila, svo ekki sé minnst á börnin. Réttur einstaklingsins til að vera hamingjusamur og haga lífinu að eigin geðþótta er einnig of- arlega á blaði í réttlætingum fólks fyrir framhjáhöldum sínum eða skilnuðum. Margir virðast telja að ást sé það sama og að vera ástfanginn og að þegar mesta nýjabrumið og spennan er farin úr sambandinu sé það merki þess að ástin sé horfin. Til- finningaleg nálgun, hlýja, væntumþykja og virðing sem fylgja langvarandi sambúð eru vegin og léttvæg fundin á móti þeirri spennu sem nýju ástarsambandi fylgir, ekki síst ef það er í fel- um. Konur sem komnar eru á miðjan aldur uppgötva að þær hafa aldrei upplifað þá spennu sem þær lesa um hjá söguhetj- um reyfaranna og sjá í sápuóperunum og fara að leita að týndri æsku með því að stofna til nýs ástarsambands. Samt heyrum við mun oftar sögur af miðaldra giftum mönn- um sem elta hvert pils, að minnsta kosti ef sú sem því klæðist er innan við þrítugt. Yfirgefnu, bitru konurnar sem fórnað hafa bestu árum ævinnar fyrir einhvern karlhlunk, sem síðan gerir sér lítið fyrir og yngir upp, njóta ómældrar samúðar kyn- systra sinna. Margar miðaldra konur upplifa allar ungar konur sem ógnun við hjónabandið og tortryggnin og afbrýðisemin eitra samskiptin við eiginmanninn, sem kannski hugsar þá sem svo að það sé eins gott að vera skammaður fyrir eitthvað áþreifanlegt heldur en tóman hugarburð og fer að líta í kring- um sig eftir bráð. Heimilismunstrið hefur riðlast, enginn er lengur öruggur um sína stöðu í samskiptum við maka og fjölskyldu og í kjöl- farið siglir aukið virðingarleysi fyrir makanum og tilfinningum 26 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.