Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 71

Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 71
HEILSA bróður sínum Cesare og föð- ur en þeir voru metorða- gjarnir með afbrigðum og svifust einskis til að fá vilja sínum framgengt. Hún gekk þrívegis í hjónaband og voru eiginmennirnir allir af þekkt- um og valdamiklum fjöl- skyldum sem hjálpaði Borg- ia-fjölskyldunni að auka um- svif sín og áhrif. Þegar faðir hennar varð páfi árið 1492 ákvað hann að ná tengslum við hina valda- miklu Sforza-fjölskyldu í Míl- anó til að spyrna við áhrifum Aragónska ættarveldisins í Napólí. Lucrezia gekk því að eiga Giovanni Sforza árið 1493 sem var greifinn af Pes- aro. Þegar Alexander náði að mynda bandalag við Nap- Hin spillta aðalsmær. ólí ásamt Mílanó með Frökk- um flúði Giovanni, af ótta við að missa líf sitt, frá Róm og varð hatrammur fjand- maður Borgia-fjölskyldunn- ar. Hélt hann uppi ásökunum um að um sifjaspell væri að ræða milli Lucreziu og föður hennar. Aftur reyndi páfinn að styrkja tengsl sín við Napólí árið 1498 með því að gifta Lucreziu hinum sautján ára gamla Alfonso hertoga af Bisceglie en hann var óskil- getinn sonur Alfonsos II, konungs af Napólí. Þegar Cesare myndaði bandalag með Lúðvík XII Frakkakon- ungi 1499 og fór að ógna Napólí en þar vildi hann setja á fót sitt eigið konungdæmi. flúði Alfonso en sneri aftur skömmu síðar með Lucreziu og var þá gerð tilraun til að myrða hann á tröppum Pét- urskirkjunnar af fjórum leigumorðingjum. Um það leyti sem hann var að ná sér Hreyfing er alveg nauðsynleg til að vinna á fitunni. STRIÐ GEGN FITU Samkvæmt nýjum rannsóknum Jack H. Wilmores prófessors í hreyfingarfræði við háskólann í Austin, Texas, bæta bandarískar konur á sig rúmu hálfu kílói af fitu árlega frá tuttugu og fimm ára aldri. Þetta þýð- ir að um fjörutíu og fimm ára aldur eru þær að meðaltali þrettán og hálfu kíló þyngri en þær voru á þrítugsaldrinum. Samfara þessari fituaukningu hefur verið leitt í ljós að vövðaþyngdin minnkar um hálft kfló á ári. Vísindamenn við læknamiðstöð Massachusettsháskólans hafa rannsakað áhrif megrunarkúra, líkamsæfinga og al- mennrar heilsuræktar þar sem mataræði og hreyfing fara saman hjá konum sem þjást af offitu. Niðurstaðan leiddi í ljós að konur sem fóru í megrunarkúra eingöngu og konur sem fóru í megrun samfara líkamsrækt töpuðu flestum kflóunum en þær sem fóru eingöngu í megrun misstu minni fitu en hinar sem stunduðu leikfimi og var munurinn tíu prósent. Vísindamennirnir ályktuðu því að hreyfing væri alveg nauðsynleg ef konur ætluðu að megra sig þar sem æf- ingar brenna upp fitu um leið og þær byggja upp vöðvana. í ofanálag bættu þeir því við að viðhald vöðva væri alveg nauðsynlegt til að halda þyngdinni í skefjum um ókomna framtíð þar sem heilbrigðir vöðvar hjálpa til við að brenna upp hitaeiningum ólíkt því sem gerist í líkama sem er feitur og vöðvarýr. Aðrar nýjar rannsóknir hafa beinst að því hversu mikið konur þurfi að æfa til að brenna upp fitu og ná af sér kíló- um. Við Wisconsinháskólann í Madison voru tveir saman- burðarhópar kvenna í megrun látnir vera í ólíkum æfing- um. Konurnar voru allar á mataræði sem leyfði ekki meira en tólf hundruð hitaeiningar á dag. Annar hópurinn var í erfiðum æfingum en hinn í auðveldari æfingum sem stóðu yfir lengur í hvert sinn. Niðurstaðan var sú að konurnar í báðum hópum náðu svipuðum árangri sem gengur þvert á þá almennt ríkjandi skoðun að lengri og auðveldari æfing- ar beri meiri árangur. Þó benda læknar á að slíkar æfingar dragi úr hættu á meiðslum. Enn aðrar rannsóknir hafa beinst að því hvaða æfingar séu heppilegastar til að brenna upp líkamsfitu. Við háskól- ann í Missouri beindust sjónir vísindamanna að tvenns konar hreyfingu, hlaupum og sundi og báru saman áhrifin á of feitt fólk af báðum kynjum. Niðurstaða þeirra var sú að ef fólk eyddi jafnmikilli orku í sund og hlaup varð minna fitutap við sundið. I ljós kom að hlaupararnir drógu úr þeim hitaeiningafjölda sem þeir innbyrtu á hverri viku, minnkuðu við sig að meðaltali um fjögur hundruð hitaein- ingar. Þeir sem stunduðu sundið héldu ekki í við sig á sama hátt og hlaupararnir og komust vísindamenn að þeirri niðurstöðu að kalt sundlaugarvatnið virkaði öfugt á líkamann en hlaupin sem auka hitastig hans og settu fram þá tilgátu að aukið hitastig líkamans drægi úr matarlyst. Loks má geta þess að hægt er að komast að því hversu mikið hlutfall fitu af líkamsþyngd er með því að vigta sig í vatni. Tvær konur getið vegið hið sama á venjulegri vigt en þar sem fita flýtur vegur feitari konan minna í vatni en hin sem hefur meiri vöðvaþyngd. var hann kyrktur af einum þjóna Cesare, bróður Lucreziu. Morðið hafði til- ætluð álirif í því að koma af stað friðrofi við Napólí. Lucrezia fluttist til Nepi og skömmu síðar sást fyrst til hins dularfulla Infans Rom- anus, Rómarbárnsins svo- nefnds. Þessi þriggja ára son- ur Lucreziu var sagður sonur Alexanders föður hennar. Síðar urðu menn vitni að því að Lucrezia var viðstödd næturlangt kynsvall í Vatí- kaninu og vakti það aftur upp grunsemdir um sifjaspell innan Borgia-fjölskyldunnar. Lucrezia gekk að eiga Al- fonso d’Este, son Ercoles hertoga af Ferrara, árið 1501 þótt hann forðaðist hana um tíma vegna þess orðspors sem fór af hinni illræmdu fjölskyldu hennar en það var Cesare bróðir hennar sem hafði komið hjónabandinu á til að styrkja stöðu sína. Þegar Alexander páfi dó árið 1503 losnaði Lucrezia undan pólitískum skyldum sínum og gat lifað eðlilegu lífi við hirðina í Ferrara. Þar varð hún mikill menningar- forkólfur í þessum miðdepli endurreisnarinnar. Síðustu æviárin gerðist hún trúrækin og dó 39 ára gömul. Níutíu gráður frá mjööm. Marie-Anne de Cupis Camargo ballerína við Parísaróperuna sem þekkt er fyrir tæknilegar nýjungar í dansinum. fæddist í Brussel þann 15. apríl, 1710. Það var hún sem byrjaði á því að beita fótleggjunum markvisst með því að snúa fætinum 90 gráður frá mjöðm. Hún varð HEIMSMYND 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.