Heimsmynd - 01.04.1990, Qupperneq 13

Heimsmynd - 01.04.1990, Qupperneq 13
ODD STEFÁN Aukið upplýsingaflœði er helsta forsenda fyrir áframhaldandi þróun hlutabréfamarkaðs. Almenningshlutafélög verða að opna meira rekstur sinn, birta milliuppgjör ársfjórðungslega, birta lista yfir stœrstu hluthafa, greina frá framtíðarhorfum og markmiðum, segir Svanbjörn Thoroddsen verðbréfasali. Til skamms tíma voru hlutafélög nán- ast upp á grín á Islandi. Það var hand- hæg aðferð til að takmarka ábyrgð sína á rekstri fyrirtækja, þannig að þótt illa færi héldu menn persónulegum eignum sín- um og fjölskyldu sinnar. Nánast engin takmörk voru á lágmarki hlutafjár og ekkert eftirlit með að uppgefið hlutafé væri raunverulega innborgað. Oft voru hluthafar ekki aðrir en nánasta fjöl- skylda raunverulegs eiganda, enda oft grínast með að stjórnarfundir færu fram í svefnherberginu, óformlegir og án þess að haldin væri gerðabók um tillögur, samþykktir eða synjun. í aídarfjórðung hefur verið skrafað og skeggrætt um nauðsyn þess að opna ís- lenskan atvinnurekstur fyrir almenning án þess að það hafi borið mikinn sjáan- legan árangur. Á þær fáu tilraunir, sem voru gerðar til að stofna hlutafélög með þátttöku almennings var litið sem hreina ævintýramennsku og þær lognuðust út af fljótlega. Raunar vantaði öll ytri skilyrði til þess að þær gætu heppnast svo sem raunávöxtun sparifjár og virkan markað með hlutabréf. Sparnaðarform almenn- ings var eitt stykki íbúð með innan- stokksmunum, bíll og síðan utanlands- ferðir til sólarstranda eða í sumarhús á meginlandinu. Leiðin var að steypa sér í skuldir með neikvæðum vöxtum og treysta því að verðbólgan sæi um afgang- inn. Með verðtryggingu fjárhagsskuldbind- inga á árunum eftir 1979 byrjaði þetta að breytast. Skriðan fór þó ekki af stað fyrr en með lagabreytingu á árinu 1984 sem heimilaði einstaklingum, sem fjárfesta í hlutabréfum, að draga kaupverð þeirra frá tekjuskattsstofni að vissu hámarki. Þetta á þó einungis við hlutabréf þeirra félaga sem uppfylla skilyrði skattstjóra um almenningshlutafélög. Þau skilyrði eftir ÓLAF HANNIBALSSON HEIMSMYND 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.