Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 38
Hugmyndir Gorbatséffs
hafa vakið hrifningaræði á
Vesturlöndum, sem
stundum hefur verið nefnt
Gorbomanía eða Gor-
basmi. Kastró er hins veg-
ar ekki jafnhrifinn af
þeim og Francois Mitter-
and, Helmut Kohl og
Margrét Thatcher. I des-
ember 1988 tóku þeir
Ronald Reagan og Geor-
ge Bush á móti honum í
New York. í desember
1989 ræddu þeir páfinn
um stjórnmál og siðferði
og altæk mannleg siðferð-
isgildi.
víkka. Perestrojka byrjaði sem kjörorð
fyrir efnahagslega umbyltingu sem átti
að gera út af við miðstýrt forræðishag-
kerfi Stalínstímans. Nú notar Gorbatséff
það sem heiti á allsherjar sálrænni með-
ferð fyrir þegna ríkis síns. Skilgreiningin
breytist í takt við þær breytingar sem
gerast á honum sjálfum.
I Mílanó sagði hann mannfjöldanum
sem þyrptist kringum þau hjónin: „Á
tímum ofsalegra umbreytinga verðum
við að halda trú á sjálfsöryggi okkar og
huga að hinum jákvæðu niðurstöðum og
ákveða hvaða múrar skuli rifnir niður og
hverjir byggðir í staðinn.“ Röddin róleg
og traustvekjandi, miðjan í hringiðu at-
burðanna. Sýnilega hrærður af ofsaleg-
um ástartjáningum mannfjöldans að ít-
ölskum hætti, bætti hann við: „Eg er
sjálfur af suðlægum slóðum og kann
virkilega að meta skaphita og tilfinning-
ar í fólki. En það er aðeins hluti skýring-
arinnar. Fólk krefst breytinga." Svo end-
urtók hann til áherslu: “Fólk krefst
breytinga alls staðar . . . það heimtar að
stjórnmálaforingjar þess láti hendur
standa fram úr ermum.“
aisa vakti athygli
með því að mæta í
rauðum kjól í stað
hins skylduga og
hefðbundna svarta
klæðnaðar sem kon-
ur ganga í fyrir páf-
ann. Og ólíkt lands-
mönnum sínum sem
ævinlega kynna sig á
pólitískan hátt frem-
ur en menningarleg-
an með því að kenna
sig við Sovétríkin,
sagði Raisa: „Ég er Raisa Maximovna
frá Rússlandi. “
Samlífi Mikhails Sergeyevitsj og Raisu
Maximovnu er með sérstökum hætti.
Með öllu, sem þau segja og gera, sýna
þau að þau eru leiðtogateymi nýrra tíma,
að loknu köldu stríði og yfirvofandi
kjarnorkumartröð. Á leiðtogafundinum í
Washington sat Raisa fund með helstu
embættismönnunum og sat í tveggja
manna sófa við hlið Anatoly Dobrynins
meðan Gorbatséff talaði við George
Shultz. Og í Bonn í fyrrahaust sat hún
uppi með Gorbatséff og sérfræðingalið-
inu til klukkan tvö um nóttina, spurði
spurninga og skaut inn athugasemdum
meðan þeir fóru í gegnum árangurinn af
tímamótaheimsókn þeirra til Vestur-
Þýskalands. Bróðir Gorbatséffs sagði
blaðamönnum í Moskvu einu sinni, að
Raisa væri leynivopnið, sem hefði knúið
Mikhail til valda. Hvort sem það er satt
eða ekki þá eru þau samstiga í fram-
göngu sinni, þrátt fyrir þær eitruðu til-
finningar sem margir Rússar veita útrás
þegar þeir fást til að ræða sína þjóðhöfð-
ingjafrú og vestræna hætti hennar.