Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 50

Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 50
skyldunnar hefur gengið eins hreint til verks í ástarmálum sínum og Játvarður, hertoginn af Windsor, sem afsalaði sér krúnunni til að kvænast ástinni sinni. Ef til vill hefur breska konungdæmið ekki enn náð sér eftir þann atburð. John Jun- or, ritstjóri Sunday Express í London, sagði að sú ákvörðun hertogans af Wind- sor að ganga að eiga hinu fráskildu, am- erísku Wallis Simpson árið 1936 hefði skaðað breska konungdæmið um ókomna framtíð. í>að er erfitt að ímynda sér breskt Fyrirtækið. Þrjár kynslóðir Windsorfjölskyldunnar á svölum Buckinghamhallar. Kvennamál Karls og Andrews tilheyrðu piparsveinsárunum. A efstu myndinni er Karl í hestvagni með Davinu Sheffield og fyrir neðan í fylgd Sabrinu Guinness. Andrew sóttist eftir félagsskap ungfrú Bretlands, hinni átján ára gömlu Carolyn Seaward, en allt ætlaði vitlaust að verða þegar uppvíst varð að ástkona hans, Koo Stark, hafði leikið í klámmyndum. Nú eru prinsarnir báðir fjölskyldumenn og bernskubrekin fyrirgefin. samfélag án konungsfjölskyldunnar sem þrátt fyrir allt virðist eiga óhemju ítök í þjóðinni. í hugum Breta er kóngafjöl- skyldan almenningseign sem þeir hampa öðrum þræði en vilja líka vera í þeirri aðstöðu að geta fylgst náið með hverju hennar fótmáli og gagnrýnt um leið. Sú mynd sem dregin er upp af konungsfjöl- skyldunni í fjölmiðlum er greinilega kynskipt. Karlmennirnir birtast sem leið- togar, í einkennisbúningum í störfum fyrir herinn, á hestbaki eða í ræðustól. Konurnar eru í drögtum, kjólum með hatta og blómvendi við móttökur eða í sjúkrahúsheimsóknum í hlutverki eigin- kvenna og mæðra. En stundaskrá þeirra er strembin. í ofanálag bætast þær ströngu kröfur sem gerðar eru til þeirra um að vera óaðfinnanlegar. Fyrstu sex mánuði ársins 1989 þurfti Díana prinsessa af Wales að vera við- stödd níutíu og átta opinberar athafnir, allt frá opinberum heimsóknum til borðaklippinga fyrir utan bréfaskriftir, ræðuhöld og stöðug ferðalög. Þess utan er hún stöðugt undir smásjá fjölmiðla og þarf að líta óaðfinnanlega út. Fergie, svilkona hennar, lýsti því svo að hlutverk þeirra væri átján stunda vinnudagur og jafnvel þegar þær slöppuðu af þyrftu þær að gera það á réttan hátt. Þær eru aldrei lausar undan þeim væntingum sem til þeirra eru gerðar. Victoria Lockwood, fyrrum ljós- myndafyrirsæta sem nýlega giftist bróður Díönu prinsessu, Charles Viscount Al- thorp, sagði við það tækifæri að það eina sem skipti hana máli væri velferð eigin- manns hennar. Þetta er í anda þeirra væntinga sem gerðar eru til eiginkvenna breska aðalsins. Díana prinsessa er orðin nokkuð sjóuð í sínu hlutverki. Hún hefur mátt þola harðan aðgang press- unnar í tæp tíu ár. Blöð hafa ekki hikað við að birta af henni myndir við alls lags tækifæri, ófrískri í bikini, í fylgd myndar- legs karlmanns að kvöldlagi og allt þar á milli. Hún hefur mátt þola fréttir af því tagi að hún væri með anorexíu, að hún væri hætt að sænga hjá manninum sínum, að þau væru skilin, að hún héldi framhjá, að hún væri illa gefin, hvað hún borðaði og hverja hún hitti. Jafnvel áður en hún gifti sig lýsti ritstjórinn John Junor því yfir að hún yrði að vera hrein mey. Ann- að kæmi ekki til greina fyrir brúði krónprinsins. Enginn talaði um þörfina á því að Karl prins væri hreinn sveinn við sama tækifæri. Varla var eina ástæðan sú að hann var eldri. Fergie fékk skammir alþjóðar yfir sig þegar hún fór í langt ferðalag frá nýfæddu barni sínu og nú hefur hún tekið við hlutverki Díönu sem anorexíusjúklingur kóngafjölskyldunnar þar sem blöðin fylgjast grannt með þyngd hennar nú þegar hún gengur með sitt annað barn. Fyrir þær þjóðir sem búa við þingræði en ekki konungdæmi er erfitt að skilja þá hollustu sem þegnar nútímaríkja sýna konungum sínum og drottningum. Ahuginn á þessu fólki nær þó langt út fyrir ríki þess. Um það vitnar allur ara- grúinn af vikublöðum með myndum af kóngafólki á forsíðunni. Af öllum kóngafjölskyldum heims nýtur sú breska mestra vinsælda og er það ekki síst að þakka nýliðunum tveimur sem kallaðir eru gælunöfnunum Di og Fergie. Þessar vinsældir eru konungdæminu breska afar mikilvægar. Þótt umfjöllun bresku blað- anna gangi stundum fram úr hófi er hætt við því að almenningur í Bretlandi færi að velta fyrir sér réttmæti krúnunnar og þeim fjáraustri sem hún krefst ef þetta sjónarspil fylgdi ekki með í kaupunum. Þær Di og Fergie gera það sama fyrir breskan almenning og Hollywoodstjörn- urnar fyrir þann bandaríska. James Whitaker, breskur blaðamaður sem skrifar eingöngu fréttir um meðlimi kon- framhald á bls. 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.