Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 57

Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 57
„Konur halda sinni lífsorku lengur en karlar og við höfum í fullu tré við þá ef við gefum okkur í það.“ Það gustar af Þuríði Pálsdóttur hvar sem hún fer. Hún er sterk kona og afger- andi. Hávaxin og ber sig vel og yfir henni er mikil reisn. Hún er ófeimin við að láta skoðanir sínar í ljós og hefur ým- islegt að athuga við uppbyggingu þjóðfé- lagsins. Hún er þekkt fyrir skorinorða gagnrýni á því sem henni þykir miður fara í samfélaginu og berst ótrauð fyrir sínum hugðarefnum. Þrátt fyrir að hún sé orðin sextíu og þriggja ára finnst henni hún ekkert hafa elst og ef ekki kæmi til slæm bakveiki sem þjáð hefur hana árum saman segist hún ekki geta fundið að sér hafi neitt hrakað. Hún var ein virtasta söngkona þjóðarinnar ára- tugum saman, ein aðaldriffjöðrin í stofn- un Söngskólans í Reykjavík og hefur frá upphafi verið yfirkennari þess skóla. Hún er líka formaður Þjóðleikhúsráðs og húsmóðir, en virðist þó alltaf hafa tíma til að koma fram og berjast fyrir hugðarefnum sínum. Hún hefur mikinn áhuga á málefnum kvenna og þykir þær ansi trauðar við að berjast fyrir sínum málum: „Það þarf að hrista upp í kon- um. Þær hugsa ekki nógu sterkt þjóðfé- lagslega. Vinna gjarnan ókeypis og láta lítið til sín taka. Sjáðu bara muninn á kvennaklúbbum og karlaklúbbum. Kon- urnar baka og sauma til að skaffa pen- inga til góðgerðarstarfsemi. Karlarnir a selja perur og súkkulaði, sem við kon- urnar kaupum af þeim, og svo skemmta þeir sér þess á milli.“ Þuríður braut á sínum tíma þagnarmúrinn hérlendis um breytingaskeið kvenna. Það hafði verið algjört feimnismál, meira að segja í flest- um fjölskyldum. Hún kynnti sér erlendar bækur og rannsóknir á þessu sviði og flutti síðan um það erindi á fundi hjá Málfreyjum. Það varð til þess að ekki linnti óskum um fyrirlestrahald um þetta efni árum saman. Loks unnu þær Þuríð- ur og Jóhanna Sveinsdóttir í sameiningu bókina Á besta aldri, sem margar konur tóku sem frelsun, því þær höfðu haldið að sú vanlíðan sem breytingaskeiðinu fylgdi væri óhjákvæmileg og ólæknanleg. Þuríður hefur alltaf vitað hvað hún vill og ekki látið kynferðið aftra sér frá því að fá sínu framgengt. Hún ólst upp í Reykjavík hjá foreldrum sínum Kristínu Norðmann og Páli ísólfssyni, ólst upp við söng og hljómlist frá blautu barns- beini, byrjaði í söngnámi hjá Sigurði Birkis sextán ára, en segist þó ekki hafa ætlað sér að verða söngkona. Sama ár fór hún í Handíðaskólann og ætlaði að verða auglýsingateiknari. „En svo datt ég í sönginn og hætti eftir einn vetur í Handíðaskólanum,“ segir hún hlæjandi. Hún hefur þó alltaf haft gaman af því að mála og veggir íbúðarinnar eru prýddir mörgum myndum eftir hana sjálfa. Þegar hún var sextán ára kynntist hún líka tilvonandi manni sínum og lífsföru- naut í fjörutíu og eitt ár, Erni Guð- eftir FRIÐRIKU BENONYS HEIMSMYND 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.