Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 40

Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 40
Diplómatískur tvígengishreyfill: Raisa, félagi eiginkona, „hershöfðinginn minn“. Hér eru Gorbaæðið í algleymingi.---- þau að stíga um borð í flugvél eftir fundinn í Höfða. Heimsókn til Bonn í júní 1989. 7þjóðfélagi, þar sem maður get- ur séð ungan mann á frama- —braut snýta sér í pilsfald konu sinnar, þykir Raisa Gorbatséva ■ jafnvel meiri ógnun við þjóðfé- lagið en perestrojkan. Konur flestra sovétleiðtoga hafa hing- að til verið ósýnilegar þangað til þær fleygja sér társtokknar á líkbörur bónda síns. Þá kemur þessi berorða og hispurslausa Raisa, nýtir sér tækifæri til að halda fyrirlestra um menningu í sjónvarpinu - og er í nýjum —— klæðnaði í hvert skipti sem hún kemur fram. „Við konurnar veitum ýmsu athygli sem þið karlanir sjáið ekki,“ skrifar sov- éskur borgari og notfærir sér nýfengið frelsi. „Hún skiptir um föt nokkrum sinnum á dag, meðan við höfum ekki einu sinni efni á að kaupa okkur kjól af einföldustu gerð. Hvaðan koma pening- arnir til að borga fyrir allt þetta?“ Blað Arkady Vaxbergs fær bréf af þessu tagi í tugatali og segir: „Maðurinn á götunni fellst á að nærveru hennar sé krafist á ferðalögum erlendis, en enginn skilur hvers vegna í andskotanum hún ætti sí- fellt að vera á hælum hans á innanlands- ferðalögum.“ Hún gerði allt vitlaust með því að fara um borð í kjarnorkukafbát í Múrmansk. Samkvæmt rússneskri þjóðsögu steig keisaraynja eitt sinn um borð í beitiskip og það sökk í næstu ferð sinni. Sam- kvæmt heimildum í Pentagon var kafbát- urinn tekinn úr notkun. Upp á síðkastið hefur hún reynt að fá á sig mýkri mynd í almenningsálitinu. Hún sætti ásökunum fyrir að borða með Estée Lauder í Bandaríkjaheimsókninni og óviðeigandi vinahót við Yves Saint Laurent í París, sem gaf henni silkiprent- sjal, svo hún hætti við áætlaða heimsókn til Valentínós í Róm en var þess í stað viðstödd opnun sýningarinnar Perestr- ojka í framkvœmd. Eftir að hafa sætt harkalegri gagnrýni fyrir að hafa farið pelsklædd til jarðskjálftasvæðanna í Ar- meníu, þar sem fólk átti yfirleitt engar yfirhafnir, gætti hún þess að vera í mjög einfaldri kápu þegar hún flaug til Mess- ína á Sikiley sem varð fyrir jarðskjálftum fyrir nærri 20 árum. Þar baðaði hún sig í ljósi sjónvarpsmyndavélanna, hélt stutta og snjalla lofræðu um menningu íbú- anna, tók stjórnina í sínar hendur þegar forráðamenn ætluðu að slíta samkom- unni áður en hún hafði komið gjöfum sínum á framfæri og hvarf síðan á brott með glæsibrag þjóðhöfðingja í svartri ZIL límúsínu með tvær þyrlur svífandi fyrir ofan. Einn frammámanna staðarins blístraði af undrun: „Ég held það sé hún sem er capó (höfuðpaurinn) - ég meina Raisa, ekki Mikhail." Mikhail og Raisa eru engan veginn ókunnug Vesturlöndum. Fyrstu ferðina fóru þau til Frakklands 1966, rúmlega þrítug. Aður en Gorbatséff komst til valda höfðu þau farið saman einar fimm eða sex ferðir vestur á bóginn. Skömmu eftir að Gorbatséff varð flokksforingi á Stavrópol-svæðinu fékk hann sæti í lítilli sendinefnd sem heimsótti ítalska Komm- únistaflokkinn, var þriðji í virðingarröð- inni í nefndinni. Þau heimsóttu hvíldar- og hressingarheimili nærri Palermó á Sikiley, sem raunar var heilt þorp rekið af samvinnufélögum sósíalista og komm- únista í Bologna. Þar busluðu þau í sjón- um í viku og skröfuðu og skeggræddu við félagana. ítölsk menning og þessi einkennilegi Kommúnistaflokkur höfðu djúp áhrif á þau. Fjölræðið og fjölhyggj- an í Kommúnistaflokknum og óformleg og hispurslaus samskipti forystumanna og óbreyttra liðsmanna vöktu undrun. Adalberto Minucci, þá foringi kommún- ista í Tóríno, segist strax hafa séð að Gorbatséff hjónin hafi verið frábrugðin hinum venjulega sovétskriffinni og pólit- íska frammámanni. „Hann var líflegur þótt hann væri varkár“ og varaðist alla gagnrýni á sovéska Kommúnistaflokk- inn. Ferð Gorbatséffs til Vestur-Þýska- lands 1975 er talin hafa haft veruleg og varanleg áhrif á hann. Við heimkomuna talaði hann af eldmóði og hrifningu við gamlan skólafélaga sinn, Dmitri Golov- anov, um „Þýskaland, hversu auðugt, viðkunnanlegt og siðmenntað land það væri.“ Heimsókn Gorbatséffs til Margrétar Thatcher var kannski fyrsti landvinning- ur hans á Vesturlöndum og kann að hafa haft áhrif á það sem síðar gerðist. Járn- frúin hafði þá skarpskyggni til að bera að veðja á Gorbatséff sem líklegasta arftaka hrörnandi elliglapræðisins í sovéska Kommúnistaflokknum og bjóða honum til London þremur mánuðum áður en hann varð aðalritari flokksins. „Alveg frá upphafi fann ég að ég átti mjög auð- velt með að eiga fjörugar og líflegar sam- ræður og orðasennur við Gorbatséff án þess að hvorugt okkar gæfi eftir um þumlung,“ sagði Thatcher síðar. Henni fannst unun að deila með sleggju og exi við þennan mann. Hann þurfti ekki minnismiða, skýrslur, ágrip eða jafnvel ráðgjafa. Hún uppgötvaði að hann var reiðubúinn að draga viðurkennda stefnu og afstöðu fullkomlega í efa. En jafnvel drottning vestursins var ekki undir það búin hvaða stefnu viðræður þeirra mundu taka. Hvernig ætti að dreifa ákvarðanatöku - það var umræðuefni þeirra við fyrsta málsverðinn í Chequers. Án vafa var Gorbatséff að sækjast eftir að leiða fram reynslu járnfrúarinnar í þessu efni. Hann reyndi að fá fram hvernig ætti að draga úr miðstýringu og spurði einnig í þaula um reynslu Breta af því að gefa nýlend- um sínum sjálfstjórn, leysa upp heims- 40 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.