Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 18
boð og sölu hlutabréfa sinna með þeim
skilyrðum að fylgja reglum Seðlabank-
ans um gerð útboðsgagna og eftir að þau
væru lögð fram væru þau opinber gögn
og ættu að vera öllum aðgengileg. Starfs-
menn verðbréfafyrirtækja sögðu að það
fyrsta sem menn yrðu að gera sér grein
fyrir við stofnun almenningshlutafélaga
væri að með því væri verið að opna fyrir-
tækin upp á gátt, reikningar og aðrar
upplýsingar yrðu að liggja frammi og
menn yrðu að taka því að um þau væri
fjallað opinberlega. Þetta sagði blaða-
maður Magnúsi Hreggviðssyni og stóð
þá ekki lengur á því að hann fengi út-
boðslýsinguna og raunar í nýrri útgáfu
eins og hún liggur nú fyrir leiðrétt eftir
ársuppgjöri ásamt árituðum rekstrar-
reikningum áranna 1987, 1988 og 1989,
þó með sama fyrirvara og áður fyrir
rekstrarreikning 1987.
Það hlýtur svo aftur að teljast álitamál
hvort efnahags- og ársreikningur gefi svo
glögga mynd af hag fyrirtækisins að
menn geti með athugun á þeim myndað
sér skoðun um hversu vænlegur fjárfest-
ingarkostur kaup á hlutabréfum í fyrir-
tækinu séu. Starfsmaður verðbréfafyrir-
tækis sagðist fyrir sitt leyti telja þá full-
nægjandi sem slíkan grundvöll. Hann
hefði ekki þurft að líta á þá nema laus-
lega til að ákveða að kaupa ekki hluta-
bréf og hefði hann þó enga sérþekkingu
á þeirri starfsemi sem fyrirtækið ræki.
Það vekur hins vegar strax athygli
þeirra, sem til reksturs íslenskra tímarita
þekkja, að bæði í skýringum með stofn-
efnahagsreikningi og margendurtekið í
kynningarbæklingi, er staðhæft að útgáfa
Frjáls framtaks nái yfir 70 prósent af ís-
lenska tímaritamarkaðnum. Engin til-
raun er gerð til að skilgreina við hvað er
átt. Magnús Hreggviðsson hefur verið
ófáanlegur til að taka þátt í upplagseftir-
liti á vegum Verslunarráðs, sagði Her-
bert Guðmundsson sem þar hefur haft
með upplagseftirlit og lesendakannanir
að gera. Hann hefur reiknað út mark-
aðsútbreiðslu sinna tímarita eftir les-
endakönnunum og notað til þess eigin
formúlu sem tæplega mundi standast al-
mennar kröfur um gerð slíkra útreikn-
inga. Sjálfur segist Magnús fara eftir til-
finningu sinni fyrir þessu með því að
skoða tuttugu og fimm tímarit, það er að
segja tíu til viðbótar sínum fimmtán.
Þessi staðhæfing verður því að teljast af-
ar hæpin að ekki sé meira sagt. Meðal
annars ber að hafa í huga að Frjálst
framtak hefur séð um útgáfu á tveimur
tímaritum samkvæmt skammtímasamn-
ingum, annars vegar Sjónvarpsvísi fyrir
Stöð 2, hins vegar Við sem fljúgum fyrir
Flugleiðir. Hvort tveggja er gefið upp í
stórum upplögum til ókeypis dreifingar
meðal viðskiptamanna þessara fyrir-
tækja. Það er því villandi að telja upplag
þeirra með í markaðshlutdeild, og sér-
staklega þegar þess er gætt að í báðum
tilfellum hefur hvað eftir annað komið til
tals að fyrirtækin tækju þessa útgáfu í
sínar hendur sjálf. Um önnur atriði þess-
arar fullyrðingar verður ekki staðhæft.
en það segir sína sögu að ekki er reynt
að sanna hana með þátttöku í upplags-
eftirliti.
Ymsir aðrir liðir í reikningunum hljóta
að orka tvímælis, þótt bókhaldslega sé
sjálfsagt ekkert við þá að athuga. Af
veltufjármunum undir eignalið má nefna
eftirfarandi: Þannig er lager gamalla
tímarita metinn á 3 milljónir og skal
mönnum eftirlátið að gera sér í hugar-
lund hvernig ná mætti þeirri upphæð við
sölu þeirra. Filmulager er í áætluðum
stofnefnahagsreikningi metinn á 19 millj-
ónir en færður niður í 9 milljónir í nýju
útgáfunni. Kunnugur maður í þessum
rekstri, sagðist efast um að slíkur lager
yrði metinn til nokkurs verðs þar sem
bæði mynda- og auglýsingafilmur úreld-
ast fljótt. Bókabirgðir á 10,5 milljónir
eru sagðar metnar til 16,8 prósenta smá-
söluverðs. Það hefur einmitt vakið at-
hygli við yfirtökur alþjóðlegra stórfyrir-
tækja á stærstu forlögum austan hafs og
vestan að eitt þeirra fyrsta verk er að
taka gamla bókalagera og stinga þeim í
pappírstætara. Þeirra sjónarmið er að
bækur séu orðnar neysluvara sem aðeins
standi við í sölu skamma stund. Eftir það
hlaði þær aðeins á sig kostnaði við
geymslu, umsjón og umstang. Sjálfsagt
heimila bókhaldsreglur að færa birgðir af
bókum og tímaritum til verðs. Markað-
urinn segir hins vegar annað.
Meðal fastafjármuna er tölvubúnaður
verðlagður á 9 milljónir og hugbúnaður á
7 milljónir. Tölvubúnaðurinn er metinn
til kaupverðs á 11 milljónir og síðan færð-
ur niður um tvær. Kunnugur maður á
þeim markaði sagði að það væri kalt mat
manna að framfarir á þessu sviði væru
svo örar að allgott væri að fá 10 til 20
prósent af núverandi kaupverði fyrir þó
tiltölulega nýlegan vélbúnað. Enn örari
væru framfarirnar á sviði hugbúnaðar.
Meðal eigna, sem væntanlegir hluthaf-
ar kaupa sér hlutdeild í, er Mitsubishi
Pajero jeppabifreið, metin, á 2.270 þús-
und, „sem notuð er af stjórnarfor-
manni“, eins og segir í skýringu með
stofnefnahagsreikningi.
eðal eigna er líka talinn
samningur um húsbygg-
ingu, sem Frjálst framtak
byggir yfir starfsemi
Fróða í Smárahvammsl-
andi í Kópavogi, samtals
1.465 fermetrar, og er tal-
inn jafnvirði 47 milljóna
króna. Samkvæmt auglýs-
ingabæklingi á að afhenda
húsnæði þetta haustið
1990 tilbúið undir tréverk
og starfsemi fyrirtækisins
að flytja í húsið í árslok. Skuldabréf
vegna byggingarinnar eru með gjalddög-
um 1992. Hins vegar mun ekki enn vera
byrjað á byggingunni. Þetta mundi verða
eitt fyrsta húsið í Smárahvammslandinu
og menn geta ímyndað sér hversu næðis-
samt muni verða að vinna þar að ritstörf-
um næstu árin meðan hverfið er í upp-
byggingu. Með þessu er auðvitað búið
að binda hendur væntanlegra kaupenda
hlutabréfa Fróða fyrirfram og beina fjár-
festingum og þar með hlutafé sem inn
kemur inn á ákveðna braut. Sú spurning
hlýtur að vakna hvort ekki séu í þessu
ákveðnar hagsmunamótsetningar. Nú er
yfirfljótandi framboð af atvinnuhúsnæði
á Reykjavíkursvæðinu, hvort sem er til
leigu eða sölu. Er það þá vænlegur kost-
ur fyrir útgáfufyrirtæki að kaupa nýbygg-
ingu á þessum stað og stendur það undir
nærri 50 milljón króna fjárfestingu í því
skyni? Hins vegar er ótvíræður kostur
fyrir Frjálst framtak að fá aðila til að
ríða á vaðið í húsnæðiskaupum í Smára-
hvammslandi. Er þessi samtvinnun fyrir-
tækjanna Fróða og Frjáls framtaks svo
heppileg sem Magnús Hreggviðsson vill
vera láta?
Meðal skulda eru einnig í áætluðum
stofnefnahagsreikningi talin handhafa-
skuldabréf vegna prentkostnaðar með
gjalddögum 1991 til 1993. Sú skýring er
hins vegar felld niður í stofnefnahags-
reikningnum, eins og hann nú liggur fyr-
ir, enda ekki beinlínis til þess fallin að
vekja trú á þeirri miklu arðsemi sem for-
ráðamenn fyrirtækisins annars guma af í
auglýsingum sínum. Magnús taldi það þó
varla tiltökumál þótt fyrirtæki þyrfti einu
sinni á nokkurra ára ferli að skuldbreyta
einhverjum rekstrargjöldum til lengri
tíma.
Þá er komið að lið sem heitir stofn-
kostnaður tímarita. I skýringum með
stofnefnahagsreikningi er þetta útskýrt
þannig: „Hér er um að ræða viðskipta-
vild og ýmsan stofnkostnað við að koma
tímaritum á laggirnar og í arðbært
ástand. Mjög er erfitt að feta sig á þeirri
braut að meta verðmæti tímaritaútgáf-
unnar. Hér er farinn sá vegur að taka
samanlagt kaupverð viðskiptavildar/
stofnkostnaðar í þeim fimm fyrirtækjum
í tímaritaútgáfu, sem steypt hefur verið í
tímaritaútgáfu Frjáls framtaks á undan-
förnum árum, og reikna hana upp til
verðlags í september 1989. Nemur hún
nálega 120 milljónum. Frá henni er dreg-
in viðskiptavild/stofnkostnaður vegna Is-
lenskra fyrirtækja, 19 milljónir, eign í
18 HEIMSMYND