Heimsmynd - 01.04.1990, Side 28

Heimsmynd - 01.04.1990, Side 28
hans. Skilnaður er orðinn viðurkennd útgönguleið úr leiðind- um hversdagsins. Allt á að verða betra ef aðeins er skipt um skrokk í hjónarúminu og þess vegna stökkva margir til og skilja ef eitthvað kemur uppá, án þess að gera nokkra alvar- lega tilraun til að vinna úr vandamálunum. í sumum tilfellum er skilnaður of flókinn vegna sameiginlegra hagsmuna hjón- anna og þá er lífið kryddað með hliðarhoppum úti í bæ eða þá að fólk kemur sér upp föstu viðhaldi. Slík sambönd geta varað árum saman og þess eru dæmi að menn hafi eignast tvö til þrjú börn með viðhaldinu án þess að skilja við konuna. Um það bil helmingur þeirra sem náð hafa fertugsaldri hefur átt í ástarsamböndum utan hjónabands um lengri eða skemmri tíma. En þótt framhjáhöld séu að sumu leyti viðurkennd sem eðlilegur hlutur, gætir mikillar skinhelgi í umræðum um þessi mál. Stjórnmálamenn og aðrir áberandi menn í þjóðlífinu eru bitbein kjaftasagna mánuðum saman ef einhver hefur nasa- sjón af því að þeir haldi framhjá en opinber umræða um þessi mál er ennþá tabú. Erlendis eru slík mál forsíðuefni blaða og almenningur fylgist spenntur með yfirlýsingum aðila um „bara vinskap'1 eða „örlitla hrösun“. Skemmst er að minnast útreið- arinnar sem Gary Hart fékk þegar upp komst um samband hans við fyrirsætuna Donnu Rice og nýlega voru skilnaðar- og framhjáhaldsmál viðskiptajöfursins Donalds Trump á forsíð- um blaða um allan heim. Hann skildi við konu sína Ivönu vegna ástarsambands við fyrirsætuna Mörlu Maples, og skreyta myndir af henni hálfnakinni gjarnan þessar umfjallan- ir. Virt tímarit eins og Newsweek og Time birtu greinar um málið þar sem hafðar eru eftir yfirlýsingar aðila um „besta kynlíf sem ég hef upplifað1' og „Hún er bara vinkona“ á víxl. Time birtir vikulega dálk sem nefnist Milestones eða áfangar þar sem tíundað er hverjir hafi gift sig, dáið, eða sótt um skilnað. Á íslandi er slíkt flokkað undir skerðingu á friðhelgi einkalífsins og þeir örfáu sem gengið hafa fram fyrir skjöldu og talað hreinskilnislega um ástamál sín í viðtölum við fjöl- miðla hafa orðið fyrir aðkasti sem sýnifíklar. Þetta kemur engum við, segir fólk, en er svo á fullu í því að breiða út slíkar sögur og reyna að gera þær eins krassandi og mögulegt er. Nýlega var einn af mest áberandi stjórnmálamönnum þjóðar- innar mikið milli tannanna á fólki vegna skilnaðar og sögu- sagna um framhjáhald. Allir þóttust vita allt um málið og upp- undir tíu útgáfur af sögunni voru í gangi. Sannleikurinn skiptir oft sáralitlu máli í þeim söguburði og fjöðrin verður gjarnan að heilu hænsnabúi. Margir hafa farið illa út úr þessum kjafta- gangi og sumir jafnvel flúið úr landi. Aðrir hafa hrökklast úr stöðum sínum, eða orðið að láta sér nægja lægri sess á vegum stjórnmálaflokkanna en þeir áður höfðu. En auðvitað er stranglega bannað að tengja slíkan álitshnekki framhjáhaldi eða skilnaði opinberlega. Níundi áratugurinn var áratugur neyslu og efnislegra gæða og svo virðist sem neysluæðið hafi einnig færst yfir á neyslu á fólki. Að vera ungur, ríkur og fallegur, lifa hátt og berast mik- ið á voru boðorðin. Stöðutákn eins og hús og bíll af réttri teg- und urðu mikilvægari en nokkru sinni fyrr og ung og glæsileg kona varð fyrir suma sams konar stöðutákn. Kjörorðið var „meira, meira“ og það náði ekki aðeins til efnislegra hluta heldur krafðist fólk meira af öllu: Meiri spennu, meiri losta, meiri fjölbreytni, meira „líf“. Afþreyingariðnaðurinn og aug- lýsingar ýta undir þessa þörf. Þar eru allir ungir, fallegir og ríkir. Konur eru kynæsandi, ungar og spennandi. Karlar harð- ir af sér og ósvífnir. Tilfinningatengsl og gagnkvæm virðing fyrirfinnast varla í slíkum iðnvarningi, nema þá hjá einhverj- um hallærispörum sem enginn vill líkjast eins og Ray og Donnu í Dallas. Hversdagsleiki, kyrrstaða og rólegheit eru Ást, rómantík og gott kynlíf hafa verið hafin í æðra veldi. Sjö goðsagnir um framhjáhald - og réttu svörin 1 • goðsögn: Það halda allir framhjá. Rétt svar: Framhjáhald er ekki eðlileg hegðun heldur merki um að eitthvað sé að. 2 • goðsögn: Framhjáhald hressir upp á hjónabandið. Rétt svar: Framhjáhald er hættulegur leikur og getur auðveldlega, án þess að það sé ætlunin, eyðilagt hjónabandið. 3 • goðsögn: Framhjáhald sýnir bara að ástin er ekki lengur til staðar í hjónabandinu. Rétt svar: Framhjáhald getur hent í hjónaböndum sem voru áður í mjög góðu lagi. 4 • goðsögn: Hin konan eða karlmaðurinn er meira kynæsandi en makinn. Rétt svar: Það er kynlíf meðfylgjandi framhjáhaldi, en oftast er það ekki megintilgangurinn með því. 5 • goðsögn: Framhjáhaldið er makanum að kenna. Rétt svar: Það getur enginn fengið annan til að halda framhjá. 6 • goðsögn: Það er öryggi í því að vita ekki af fram- hjáhaldi makans. Rétt svar: Leyndin heldur lífinu í framhjáhaldinu og uppljóstrun setur það í hættu. 7 • goðsögn: Eftir að framhjáhald kemst upp er skilnað- ur óumflýjanlegur Rétt svar: Með miklu átaki geta hjónabönd lifað framhjáhald af, ef makinn játar hreinskilnislega að hafa haldið framhjá. (Ur bókinni Private Lies: Infidelity and the Betrayal of Int- imacy, eftir sálfræðinginn Frank Pittman) 28 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.