Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 83

Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 83
varð það stórfrétt. Connally sem hafði ekkert viljað við Caro tala las fyrstu bókina um Johnson og varð svo hrif- inn að hann bauð Caro til sín í einkaþotu sinni og veitti honum fjögurra sólarhringa viðtal á einkaheimili sínu. Hann sagði honum hvernig Johnson hefði komist að sem varaforseti Kennedys 1960 og hvernig hann hefði sjálfur talið sig hafa tapað 40 þús- und dollurum úr kosninga- sjóði í óhreinum þvotti sem sendur var í þvottahús en fann þá loks inn á milli skyrt- anna sinna. Margir lokuðu þó öllum dyrum þegar þeir komust að því að Caro vissi meira en þoldi dagsbirtu og að sú mynd sem dregin yrði upp myndi síst fegra minningu þeirra. Engu að síður segir Caro það sterkt í fólki að vilja tala sögunnar vegna. En hann talar ekki bara við þá sem skópu söguna heldur einnig alla þá sem urðu fyrir barðinu á gerendunum. Sag- an virkar á báða vegu. í ítarlegum rannsóknum sínum og viðtölum við hundruð manna í áranna rás hefur Caro oft orðið vonsvik- inn og einnig reiður. Fólk hefur viljað halda í upplýs- ingar sem hann telur aðra eiga rétt á að fá. Þegar hann komst að því við smíð þeirrar bókar sem nú er í vændum að Lyndon Johnson hefði stolið þúsundum atkvæða sagði hann: „Við höldum að við vitum hvað kosningar eru. Enginn veit þá sögu alla. Enginn veit hversu mikið svínarí er þar á ferð. Enginn veit það! En ættum við ekki að vita það?“ LAXNESSÁ PÁSKUNUM Tvær skáldsagna Hall- dórs Laxness eru nú komnar á markað í endurútgáfum frá Vöku- Helgafelli, Salka Valka og Brekkukotsannáll. Eru þetta fyrstu mánaðarbækur Lax- nessklúbbsins, en það er bókaklúbbur sem var stofn- aður í tilefni af sjötíu ára rit- höfundarafmæli Halldórs Laxness. Salka Valka var fyrsta bók Halldórs Laxness sem aflaði honum vinsælda utan Is- lands. í bókinni er rakin saga Sölku Völku sem kemur með móður sinni til Óseyrar við Axlarfjörð. Ferðinni er heitið suður, en fararefnin eru á þrotum. Þær setjast að í þessu litla plássi og mæta ör- lögum sínum. Brekkukotsannáll er í hópi ástsælustu skáldverka Hall- dórs Laxness. Sagan er frá- sögn . Alfgríms af afa og ömmu í Brekkukoti og stór- söngvaranum Garðari Hólm. Álfgrím langar að læra að syngja og finna hinn hreina tón sem Garðari hefur vísast ekki tekist. Álfgrímur og Garðar eru sprottnir úr sama jarðvegi en þeir vaxa og þroskast á ólíkan hátt. Endurútgáfurnar eru bundnar með þeim sígilda svip sem verið hefur á rit- safni Halldórs Laxness en nýjar kápur prýða bækurnar. Jón Reykdal hannaði kápuna á Sölku Völku en Halldór Baldursson gerði kápumynd Brekkukotsannáls. □ • TRYGGVAGATA 22 • 101 REYKJAVIK • SIMI 91-11556 • GAUKUR Á STÖNG er elsti og vinsælasti ,,pub“ landsins. Annálaður fyrir magnaða stemningu og dáður fyrir frábæra matreiðslu sem er ógleymanleg maga og mönnum. Staður þar sem góður matur og góð stemning eiga saman. Matur er Gauksins met>in HEIMSMYND 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.