Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 93

Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 93
PYRIT GULLSMIÐJA ÖNNU MARIU VESTURGATA 3 - 101 REYKJAVIK SÍMI 20376 Kannski er ég að gera henni óleik, en hún veit fullvel að ég hef ekki hugsað mér að skilja við konuna og sættir sig al- veg við það. Ég er bara hræddastur um að hún hitti einhvern strák á sínum aldri, verði ástfangin og yfirgefi mig. Ég veit að ég hef engan rétt til að hugsa svona, ég ætti að gleðjast yfir því ef hún fyndi sér félaga sem gæti veitt henni það sem ég er ekki tilbúinn til að veita henni, en ég vil ekki missa hana. Ég vil halda þeim báðum, en veit líka að það gengur ekki til lengdar. Sennilega endar þetta með því að ég missi þær báðar.“ LEIT AÐ STAÐFESTINGU Á EIGIN ÁGÆTI Eitt af því sem fólk gerir til að lappa upp á hjónabönd sín eða reyna að ná sér eftir erfiðan skilnað er að leita til sál- fræðings. Guðfinna Eydal sálfræðingur tekur fólk bæði í einstaklings og para- tíma og hennar sérgrein er fjölskyldu- mál. Hún segir engan vafa á því að fram- hjáhald sé mjög algengt og að það hafi færst í vöxt á undanförnum árum. Ástæðurnar séu margvíslegar, en þó fyrst og fremst þær þjóðfélagsbreytingar sem átt hafa sér stað á undanförnum fimmtán til tuttugu árum. Hjónabandið sé ekki lengur binding í augum fólks og auk þess hafi freistingunum fjölgað með jafnari skiptingu kynjanna á vinnustöð- um, auknum ferðalögum og meira sjálf- stæði einstaklinga fjárhagslega og félags- lega. „Pað er einkenni á nútímanum að fólk er grunnt tilfinningalega og á erfitt með að rækta djúp tilfinningaleg tengsl," segir hún. „Þetta rótleysi í þjóðfélaginu veldur því að börn skortir oft tilfinninga- tengsl við foreldra sína og til þess að geta myndað djúpstæð tilfinningaleg tengsl við aðra manneskju á fullorðins- aldri þarftu að hafa upplifað þau sem barn. Margir karlmenn sem nú eru á kynvirkum aldri, tuttugu og fimm til fimmtíu ára, efast um sjálfa sig og stöðu sína og hafa auk þess veika kynímynd vegna þess að þeir þekktu svo lítið feður sína. Þessir menn þurfa stöðugt að fá sönnun fyrir kynhlutverki sínu með því að njóta aðdáunar kvenna. Það er þó ekki svo að skilja að framhjáhald sé al- gengara hjá konum en körlum, það virð- ist vera nokkurn veginn jafnalgengt. Og það er heldur ekki rétt sem margir halda að framhjáhald sé algengara á einu ald- ursskeiði en öðru. Flest fólk í langvar- andi samböndum lendir í aðstæðum og tímabilum þar sem það er næmara fyrir áhrifum frá hinu kyninu en ella. Það verður kannski ástfangið af einhverjum öðrum í einhvern tíma, en það fer eftir því hversu traust hjónabandið er hvort sú ást leiðir til framhjáhalds." Guðfinna skiptir framhjáhöldum niður í þrjá flokka: „í fyrsta lagi þegar aðili sem er í hamingjusömu sambandi lendir í því að vera með einhverjum öðrum í eitt skipti. Pað getur hent hvern sem er og fyrir því liggja engar sérstakar ástæður. Það hefur yfirleitt engar afleiðingar. Fólk kvelst af samviskubiti og gerir það upp við sig að þetta komi ekki fyrir aft- ur. I öðru lagi eru það þeir sem stunda framhjáhald, ef svo má segja. Halda oft framhjá og ekkert endilega með sama aðila. Það er fólk sem er mjög upptekið af sjálfu sér og sjálfmiðað. Á erfitt með að setja sig í spor annara, getur ekki myndað djúp tilfinningaleg tengsl og hef- ur lítið þol gagnvart því að vera í hjóna- bandi, getur ekki axlað þá ábyrgð sem því fylgir. Oft hefur þetta fólk mjög óljósa kynímynd, vantar fastan innri kjarna og leitar út fyrir sjálft sig að stað- festingu á kynímynd sinni. Oft verður framhjáhald að áráttu hjá þessu fólki. Því finnst þetta lítið mál og á mjög erfitt með að skilja að makinn geti ekki sætt sig við þetta. í þriðja lagi eru það þeir sem eru í föstu sambandi við annan aðila en mak- ann í lengri eða skemmri tíma. Það er oftast merki þess að eitthvað sé að í hjónabandinu og sá aðili sem heldur framjá sé að reyna að knýja fram breyt- ingar á því eða finna sér útgönguleið. Oft endar þetta sem varanleg ást, fólk tengist viðhaldinu meira og meira, skilur við makann og hefur nýtt hjónaband með viðhaldinu." Guðfinna segir að flestir upplifi fram- hjáhald makans mjög sterkt: „Þegar fólk er í sambúð líta flestir svo á að það sé samningur um það að eiga ekki í ásta- sambandi við aðra. Framhjáhald er litið alvarlegum augum og sá sem fyrir því verður upplifir það sem niðurlægingu, svik, hnekki á sjálfstrausti og finnst vera trampað á tilfinningum sínum. Fólk get- ur jafnvel lent í alvarlegri tilvistarkreppu og fundist allri tilveru sinni ógnað. Ef það tekur þá ákvörðun að halda hjóna- bandinu áfram verður fólk að gera sér grein fyrir því að framhjáhald grípur á svo afgerandi hátt inn í sambönd fólks að mikilvægt er að takast á við þau í fullri hreinskilni. Sá sem finnst hann vera svikinn vill fá að vita nákvæmlega alla málavexti og það er nauðsynlegt að ræða þau mál hreint út í eitt skipti fyrir öll ef hægt á að vera að byggja samband- ið upp aftur. Sá sem haldið hefur fram- hjá verður að skilja þörf hins aðilans fyr- ir að fá nákvæmar upplýsingar og veita þær, ef hann hefur áhuga á að byggja sambandið upp. Hann verður líka að sætta sig við það að búa við ákveðna tor- HEIMSMYND 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.