Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 22

Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 22
um í Skipholti 50 og víðar. í framhaldi af því fór það svo út í verkefnið í Smára- hvammi í Kópavogi, sem að tillögu ís- lenskrar málnefndar hefur verið kallað „landvinnsla". Þar tekur fyrirtækið að sér að skipuleggja land frá grunni, gatna- gerð, byggingar, sölu lóða og fasteigna. Framkvæmdakostaður þessa verkefnis er áætlaður sex miljarðar króna. Skipulagn- ing og þróun verkefnisins er í höndum Frjáls Framtaks hf. Síðan taka verktakar og fyrirtæki við og framkvæma að mestu fyrir eigin reikning. Þess vegna þótti mér eðlilegt að skipta fyrirtækinu upp og breyta starfseminni í almenningshlutafé- lag. Eg taldi vænlegt til árangurs að þekkt fyrirtæki með vel þekkta og af- markaða starfsemi og rekstur byði upp á eignaraðild í formi hlutabréfasölu á markaði. Eftir verður þá Frjálst Fram- tak, sem verður í fasteignastarfsemi og landvinnslu, en mun áfram eiga 20 til 25 prósent í Fróða. Fróði verður með alla útgáfustarf- semina og ég geri ráð fyrir að dreifing á hlutum verði mikil. Ég held að nauðsyn- legt sé í almenningshlutafélögum að nokkrir aðilar myndi kjarnahóp sem gefi starfseminni og rekstri festu og tryggi góða stjórnun, en síðan dreifist 30 til 40 prósent hlutafjárins meðal almennings sem vill fjárfesta í fyrirtækinu til að fá arð af sínu fé. Auk þess tel ég eðlilegt, að jafnstórt fjölmiðlafyrirtæki og Fróði hf. sé í höndum fjölda manna, en ekki fárra aðila, til að koma í veg fyrir óeðli- leg áhrif manna. Ég hef ekki gefið mig út fyrir að hafa mikið vit á fjölmiðlun og hef látið ágætu samstarfsfólki mínu þann þátt eftir, en einbeitt mér sjálfur að rekstrinum. Nú er það gjarnan það fyrsta sem ís- lendingum dettur í hug við stofnun al- menningshlutafélags, að eigandinn sé í erfiðleikum og því fús að gefa öðrum hlutdeild í fyrirtæki sítiu. „Það er kannski ekkert óeðlilegt við það eins og þessum málum hefur verið háttað hér á landi. Ýmsir hafa haft uppi vangaveltur um gang mála í Smára- hvammi, þegar fasteignamarkaður dett- ur niður í eitt og hálft ár eins og verið hefur undanfarið. En það eru engin tengsl milli þessara tveggja þátta. Ég er að vinna í Kópavoginum eftir átta ára plani. Skammtímasveiflur í markaðsað- stæðum breyta ekki öllu til eða frá. Ég hef unnið með sérfróðum mönnum að undirbúningi að stofnun Fróða í tvö ár. Akvörðun um stofnun félagsins var tekin í febrúar í fyrra - fyrir ári. Þetta er því engin skyndiákvörðun, tekin vegna stundarerfiðleika. Það er of seint að koma slíku fyrirtæki á laggirnar, þegar komið er í kröggur. Það þarf að geta sýnt fram á arðsemi í upphafi. Það tel ég okkur hafa gert.“ En hefði ekki verið eðlilegra og meira traustvekjandi að fá utanaðkomandi, óhlutdræga, aðila til að meta fyrirtækið til verðs? “Það verð sem meðal annars liggur í fjölmiðlafyrirtækjum af þessu tagi er út- gáfurétturinn og stofnkostnaður. Ég hef meðal annars dvalið við bandarískan há- skóla og þá lagt mig eftir að kynna mér mat á fyrirtækjum, sem þar er sérgrein og mörg fyrirtæki sem sérhæfa sig á þessu sviði. Það sem skiptir mestu máli við slíka verðlagningu er arðsemin. Ég tel góðar líkur á því að hluthafar í Fróða fái 10 til 14 prósent arðsemi af sínu hluta- fé, sem er allmiklu betra en býðst á þess- um markaði - íslenski verðbréfamarkað- urinn gefur 7 til 8 prósent - og til viðbót- ar þessu koma skattaleg fríðindi þeirra, sem kaupa hlutabréf. Ég er búinn að kaupa fimm fyrirtæki í greininni, þar af fjögur nærri gjaldþrota. Úr þessu er orð- ið stórt, vel rekið og arðbært fyrirtæki. í matinu er gert ráð fyrir að sama verð fá- ist og greitt var fyrir þessi fyrirtæki. Sá sem kaupir hlut vill fá arð af sínum pen- ingum. Þetta mat sameinar bæði sjónar- miðin. Ég held einfaldlega að með menntun mína, starf og reynslu og þekk- ingu á mati fyrirtækja erlendis, sé ég bet- ur fallinn til að meta þetta rétt en margir aðrir. Síðan kemur í ljós gegnum gengi hlutabréfanna í Fróða, hvort þetta mat er rétt, eða of hátt eða lágt. Ég vil ekki gera lítið úr hæfni manna í hlutlausum fyrirtækjum, en ég fullyrði að til að búa til þann gagnagrunn, sem hér er inni, þyrfti að minnsta kosti 200 til 250 millj- ónir. En hann er hins vegar aðeins met- inn á 122 milljónir króna.“ Pú margítrekar það í kynningum á fyr- irtækinu, að Fróði hafi 70 prósent af markaðnum. Á hverju byggist þetta mat? „Það er mín tilfinning, að þannig sé þetta. Ég veit að á skrá Landsbókasafns- ins er að finna milli 400 og 500 tímarit. Mín skoðun, sem ekki er fagleg heldur byggð á tilfinningu, er að það séu raun- verulega um það bil 25 tímarit sem keppa á markaðnum og að Fróði hafi 70 prósent hlutdeild þar af.“ Nú er HEIMSMYND kunnugt um að þú leitaðir til tveggja viðskiptavaka um að annast útboð og sölu hlutabréfanna, en af því varð ekki. Hvers vegna? „Það er rétt að við ræddum við við- skiptavaka í fyrra haust um að þeir tækju þetta að sér með beinni sölu og fylgdu eftir með öflugu kynningarstarfi. Niður- staðan varð sú að við önnuðumst þetta sjálfir. A tveimur mánuðum, í nóvember og desember, seldum við fyrir tæpar 30 milljónir og höfum selt nú fyrir 35. I des- ember varð hins vegar ljóst að afkoman yrði mjög góð, betri en búist var við og ákváðum við þá að bíða með söluátak, þangað til reikningar lægju fyrir. í öllu umrótinu sem varð á fjölmiðlamarkaði vegna umbrota á Stöð 2 töldum við ekki heppilegt að vera með beinar aðgerðir á sama tíma. Núna munum við hins vegar setja hlutabréfin í umboðssölu hjá verð- bréfafyrirtæki. Fimmtíu starfsmenn af sextíu og fimm hafa keypt hlut í fyrirtæk- inu og að því er bæði móralskur og fjár- hagslegur stuðningur. Við gerum ráð fyrir að selja á almennum markaði 25 til 35 prósent á þessu ári og fram yfir næstu áramót. Síðan gerum við ráð fyrir að selja 30 til 40 prósent til ýmissa stærri að- ila, og þegar hafa nokkrir sýnt áhuga. Almenningshlutafélög þurfa þrennt: hæfa stjórnendur; samstæðan forystuhóp stærri aðila með þekkingu á rekstrinum og hagsmuni í húfi, og síðan dreifingu eins og hægt er utan um þetta. Þetta er í fyrsta sinn hér á landi, að fyrirtæki í eigu eins manns er opnað almenningi. Það er hins vegar mjög algengt í Bandaríkjun- um og víðar, að þeir sem byggja upp fyr- irtækin, opni þau þegar árangri hefur verið náð. Ein ástæðan fyrir því að við opnum ekki upp fyrirtækin held ég að sé sú, að Bjartur í Sumarhúsum er sterkur í okkur öllum. Það veldur sálrænni kreppu að deila ákvörðunum með öðr- um. Þegar ég er spurður að þessu svara ég því til að ég líti á þetta sem breytta vinnuaðstöðu. Ég hef alltaf unnið náið með mínum samstarfsmönnum og hugsa gott til þess að vinna á sama hátt með sameignaraðilum. En ég held að það þurfi alltaf að vera einn skipstjóri á skút- unni. I þessu tilfelli þarf það ekki endi- lega að vera Magnús Flreggviðsson. Ef hluthafar vilja einhvern annan þá verð ég að vera undir það búinn.“D 22 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.