Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 32

Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 32
an hann var í námi og hefur algjörlega fórnað sjálfri sér fyrir frama hans. Honum finnst hann skuldbundinn henni. Tvisvar hefur hann þó fært það í tal við hana að þau skildu og í bæði skiptin hefur hún endað á gjörgæsludeild eftir að dælt hafði verið upp úr henni miklu magni af svefntöflum. Hún veit að ástæðan er önnur kona, veit hvaða kona það er og hefur margoft komið blaðskellandi um miðjar nætur heim til hennar og gert uppistand. Hin konan er orðin langþreytt á þessu og hefur margoft sett honum stólinn fyrir dyrnar: Annaðhvort hún eða ég. En hún hefur ekki staðið á því og ennþá tekst honum að halda í horfinu, eiga sitt ástarsamband án þess að þurfa að setja líf sitt á annan endann eða hafa það á samvisk- unni að konan hans stytti sér aldur. Hversu lengi honum tekst að halda bæði kökunni og éta hana veit hann ekki og hann forðast að hugsa um það. Hann vill ekki missa viðhaldið, en heldur ekki eyðileggja líf konunnar sem þrátt fyrir allt hefur staðið við bakið á honum í tuttugu og fimm ár. Svo hann siglir milli skers og báru, lifir fyrir einn dag í einu og vonar að allt haldist óbreytt eins lengi og mögulegt er. EIN NÓTT OG LÍF í RÚSTUM „Líf mitt einfaldlega hrundi í rúst,“ segir þrjátíu og sjö ára gamall maður sem fyrir tæpu ári varð fyrir því að konan hans kom heim að morgunlagi, eftir að hafa verið að skemmta sér með vinkonum sínum, og tilkynnti honum að hún hefði sofið hjá öðrum um nóttina og héldi að hún væri ástfangin. „Mér hafði aldrei dottið í hug að hún mundi halda framhjá mér,“ segir hann og lítur á mig ásökunaraugum. „Það var ég sem var daðrarinn í sambandinu, hún leit aldrei á annan karlmann, að minnsta kosti ekki þegar ég var með henni. Svo kemur hún bara eins og ekkert sé sjálfsagðara og segist hafa sofið hjá öðr- um. Manni sem ég þekki vel og hafði oft komið til okkar, án þess að ég gæti séð að þau hefðu nokkurn áhuga hvort á öðru. En kannski hafði þessi samdráttur staðið lengi án þess að ég tæki eftir því. Við eigum tvö börn, svo auðvitað var ekkert um það að ræða að hún flytti út og ég pakkaði niður í tösku strax þarna “Kynlífið er ekkert aðalatriði og ég held ekki að karlmenn sem eru með yngri konum séu að leita að fjörugra kynlífi fyrst og fremst.11 um morguninn og flutti heim til mömmu. Þér finnst það kann- ski harkaleg viðbrögð, en ég gat ekki hugsað mér að vera ná- lægt henni eftir þetta. Mér fannst hún hafa svikið mig svo gíf- urlega. Og ekki bara mig heldur allt sem við áttum saman, allt sem við höfðum byggt upp í átta ára sambúð, heimilið okkar og börnin. Hún hafði með köldu blóði drepið það dýrmætasta sem ég átti. Og ég sem hafði alltaf treyst henni og fundist hún mér svo miklu fremri hvað snerti heiðarleika og tillitssemi. Hún hafði oft kvartað yfir tilfinningakulda mínum og því að ég gæti ekki séð kvenmann án þess að reyna við hann. Mér finnst gaman að horfa á fallegar konur, ég viðurkenni það og hafði aldrei séð neitt rangt við það að daðra smávegis á böll- um og í samkvæmum, en mér hafði aldrei dottið í hug að sofa hjá þeim konum. Sambúðin við hana og börnin okkar var mesta upplifelsi lífs míns, ég hafði aldrei áður tengst neinum svo sterkum böndum. Og henni var það ekki meira virði en svo að hún hætti því fyrir eina nótt með öðrum! Ég get ennþá ekki skilið þetta.“ Hann býr ennþá í einu herbergi hjá móður sinni, konan fékk húsið og börnin, hann bílinn og skuldirnar. Börnin eru hjá honum aðra hverja helgi, þess á milli sér hann þau lítið. Þau hafa eignast nýjan „föður“. Nóttin eina sem olli skilnað- inum varð að fleirum og nú er hinn maðurinn fluttur inn á gamla heimilið hans. „Það er ótrúlega sárt,“ viðurkennir hann, „ég skil ekki hvernig hún getur búið þar með öðrum. Yfirleitt skil ég alls ekkert í þessum nútímakonum. Þær tala endalaust um tilfinningalega dýpt og fyrirlíta okkur karlmenn- ina fyrir það hvað við séum grunnir tilfinningalega, en virðast svo sjálfar geta kippt tilfinningum upp með rótum þegar það hentar þeim.“ Hann er óöruggur gagnvart konum og vantreystir þeim mjög: „Ég þori ekki fyrir mitt litla líf að hætta mér út í náið tilfinningasamband við konu aftur. Sársaukinn er ennþá svo mikill og þetta ár er búið að vera hreint helvíti. Ég fer ekki oft á skemmtistaðina en þegar ég fer þá líður mér illa. Ég er alltaf að hitta giftar konur sem eru í leit að skyndikynnum og það rífur gamla sárið upp aftur. Ég hugsa um mennina þeirra og börnin og ég fæ ógeð. Konur virðast halda að það að karl- “Oft verður framhjáhald að áráttu hjá þessu fólki. Því finnst petta lítið mál og á erfitt með að skilja að makinn geti ekki sætt sig við þetta.“ menn hafi kúgað konur í gegnum aldirnar gefi þeim fullkom- inn rétt til þess að traðka á tilfinningum karlmanna sem elska þær. Þær eru svo uppteknar af eigin ágæti, eigin frelsi, að þær eru steinhættar að hugsa um hjónabönd sín, hvað þá börnin. Þær virðast halda að það að þær verði hrifnar af einhverjum manni gefi þeim rétt til þess að umturna tilveru barnanna sinna. Samt halda þær því fram að þær eigi börnin, séu tengd- ari þeim tilfinningalega og að ef þau fylgi föðurnum við skiln- að muni það leggja framtíð þeirra í rúst. Ég vil aldrei framar eignast börn. Það er svo ótrúlega erfitt að lenda svona út úr lífi þeirra. Ég hef ágætt samband við börnin mín, það er ekki það, en samt er ég ekki lengur þátttakandi í þeirra lífi. Ég kem aldrei inn á heimilið til þeirra, gæti ekki afborið þann sársauka sem því fylgdi að sjá hann þar í mínu hlutverki. Það er nógu slæmt að vita af honum þarna þótt ég þurfi ekki að horfa upp á það.“ SJÁLFSVIRÐINGIN FARIN FYRIR LÍTIÐ Hún er mjög stressuð. Keðjureykir og fitlar þess á milli við hárið á sér. Stendur upp og gengur um gólf. Sest niður og fær sér sígarettu. Stendur aftur upp. „Ég veit að ég er bölvaður aumingi,“ segir hún afsakandi, „en ég get ekki hætt að elska þennan mann.“ Hún er þrítug, býr ein með tveimur börnum sínum og hefur í tvö ár staðið í ástarsambandi við giftan mann á svipuðum aldri. „Það er nú varla einu sinni hægt að kalla þetta samband,“ segir hún bitur, „hann bankar upp á hjá mér á nóttunni þegar hann er fullur og ég hleypi honum alltaf inn. Þegar við byrjuðum að vera saman unnum við á sama stað og fórum heim saman eftir partí í vinnunni. Ég vissi auðvitað að hann er giftur og á tvö börn, en mér fannst ég ekki vera að gera neitt af mér þótt ég væri með honum eina nótt.“ En næturnar urðu fleiri og hún varð ástfangin. I vinnunni töluðust þau varla við og enginn vissi af sambandi þeirra. Það fannst henni óþolandi ástand og eftir hálft ár hætti hún og fékk sér vinnu annars staðar: „Ég hélt ég myndi hætta að vera hrifin af honum ef ég sæi hann ekki á hverjum degi,“ segir hún, „en það breytti engu. Hann hélt áfram að koma til mín á nóttunni, þegar honum hentaði og var alltaf að tala um að þetta væri óþolandi ástand og að hann yrði að skilja við kon- una sína. Hann þóttist vera löngu hættur að sofa hjá henni og að henni væri alveg sama þótt hann væri með öðrum konum. En svo varð hún ófrísk og hann neyddist til að viðurkenna að þeirra samband væri í rauninni ágætt og að hún héldi bara að hann væri á fylliríi með vinum sínum þegar hann kæmi seint heim á nóttunni. Og nú er sem sagt þriðja barnið á leiðinni og framhald á bls. 92 32 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.