Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 80

Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 80
APRIL HEIMSMYND 1990 Einhver alvinsælasti hönnuður í Banda- ríkjunum nú er feit- lagin kona að nafni Donna Karan. Hún er fjörutíu og eins árs gömul og hóf feril sinn sem aðalhönnuður hjá Anne Klein sem kölluð var guðmóðir bandarískrar tísku á áttunda áratugnum. Klein kom auga á Karan sem þá var við nám í Parsonsskólan- um í New York og réð hana til sín. Skömmu síðar rak hún hana en réð aftur rúmu ári síðar og hafði Donna Karan notað tímann vel í að afla sér reynslu og þekkingar annars staðar. Anne Klein lést úr krabbameini árið 1974 og lauk Donna Karan þá óloknu verki hennar sem að- alhönnuður fyrirtækisins. Hún var 26 ára gömul og nýorðin móðir þegar hún stóð fyrir fyrstu tískusýning- unni ein og óstudd eftir lát Anne Klein. Með bólgna ökla hneigði sig þegar gesta- fjöldinn á sýningunni stóð upp og klappaði. Tárin láku niður kinnar hennar en hún hafði unnið sigur í tískuheim- inum bandaríska. Upp frá því hefur vegur hennar farið vaxandi. Hún hélt áfram störfum sínum fyrir Anne Kleinfyrirtækið og réð til sín gamlan skólafélaga frá Par- sons, Louis Dell’Olio, sem enn starfar fyrir Anne Klein. Fyrirtækið var í eigu Japana að mestu leyti og þeir buðu Donnu Karan að setja á stofn sitt eigið fyrirtæki árið 1983 og Dell'Olio tæki við Anne Klein. Hún féllst á það eftir mikið hik og varð helmings- eigandi á móti Japönunum. A sama tíma skildi hún við eiginmann sinn og giftist æskuástinni sinni, manni að nafni Stephen Weiss. Fyrsta sýningin sem Donna Karan hélt undir eigin nafni varð sigur. Dagblaðið Wash- ington Post skýrði frá því vorið 1985 að þarna væri kominn fram hönnuður sem skildi þarfir og óskir kvenna og notaði bæði snið og efni í samræmi við það. Sama haustið lagði stórverslunin Bergdorf Goodmann í New York alla útstillingarglugga undir fatnað Donnu Karan og auglýsti í blöðum að hún yrði til staðar í versluninni. Allt seldist upp og ári síðar var hún kjörin hönnuður árs- ins af ráði bandarískra tísku- hönnuða. Þekktar konur hafa vakið athygli á fatn- aði Donnu Karan en í hópi tryggustu viðskiptavina hennar eru Blaine Trump, Dianandra Douglas og frétta- konurnar Diane Sawyer, Barbara Walters og Kathleen Sullivan. Fatnaður Donnu Karan er einfaldur en vöru- merki hennar er svokallað bodysuit, bolur eða blússa sem er eins og leikfimibún- ingur og er notað við pils og buxur. Hún notar mikið stór leðurbelti, síðar kasmírpeys- ur og vafin rúskinnspils. Hún hefur mjög næmt auga fyrir kvenlíkamanum og kvenlegum þörfum enda kona sjálf en ótrúlega margir frægir hönnuðir eru karlkyns og samkynhneigðir og hafa því tilhneigingu til að hanna fatnað sem tekur meira mið af útliti en þörfum. Donna Karan veit sjálf að flestar konur eru að berjast við nokkur aukakíló og eru ekki eins og gínur í útstillingar- glugga. Þá segir hún að kon- ur nenni ekki að fylgja tísk- unni vor og haust ár eftir ár. Hafi konan fundið sinn stíl vilji hún halda honum. Petta er ef til vill ein meginástæðan fyrir vinsældum hennar. Síð- astliðið vor hóf hún fram- leiðslu ódýrari fatnaðar með- fram þeim dýrari og heitir nýja lína DKNY (Donna Karan New York). Því miður er fatnaður hennar orðinn næstum óviðráðanlega dýr en þessi lína er ódýrari. Dragt frá Donnu Karan kostar um það bil 120 þúsund krónur en venjulegt pils frá DKNY kostar um 6 þúsund krónur. Venjulegur tébolur, sem kostar um 120 krónur í fram- leiðslu, kostar 2300 krónur. Donnu Karan er því farið eins og Calvin Klein og Ralph Lauren með fram- leiðslu á ódýrum sportfatnaði meðfram dýrum tískuvarn- ingi. En flestar konur bíða enn eftir þeim hönnuði sem tekur mið af buddunni auk alls hins því tískufatnaður er orðinn óeðlilega dýr. PONNA KARAN Donna Karan ásamt eiginmanni sínum Stephen Weiss og fyrirsætum með hatta. Dragt frá Donnu Karan vorið 1990. 4 ¥. 80 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.