Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 76
við miklar vinsældir á Broad-
way og voru síðar kvikmynd-
uð. A stríðsárunum varð hún
fulltrúadeildarþingmaður fyr-
ir Connecticut og áhrifamikil
innan Repúblíkanaflokksins.
Eisenhover forseti skipaði
hana sendiherra 1953 en hún
lét af því starfi þremur árum
seinna vegna heilsubrests.
Sem ritstjóri varð hún
þekkt fyrir stundum háðug-
leg skrif sín um þá ríku og
frægu. Hún missti einkadótt-
ur sína Ann í bílslysi árið
1944 og náði sér aldrei eftir
þann missi. Dóttir hennar
var við nám í Stanfordhá-
skóla þegar slysið varð en í
uppeldi hennar hafði Clare
Boothe Luce verið störfum
hlaðin á öðrum vígstöðvum.
Sektarkenndin fylgdi henni
alla ævi og á efri árum sneri
hún til kaþólskrar trúar.
Hjónaband hennar og Henry
Luce var ekki gott og hann
leitaði á náðir annarra
kvenna. í ítarlegri úttekt um
Clare Boothe Luce í gamla
blaðinu hennar, Vanity Fair
sem var endurvakið árið
1983, segir að þrátt fyrir erf-
iðleika í hjónabandinu hafi
Clare Boothe og Henry Luce
gengið vel að starfa saman að
pólitískum hugðarefnum sín-
um, sérstaklega á efri árum.
Henry Luce hætti sem rit-
stjóri á Time árið 1964 og lést
þremur árum síðar. Clare
Boothe Luce fékk heilaæxli
84 ára gömul og lést árið
1987.
Mannfræðingurinn mikli.
Einn virtasti mann-
fræðingur 20. aldar-
innar, Bronislaw
Maiinowski fæddist í Kraká í
Póllandi 7. apríl 1884. Hann
er talinn upphafsmaður fé-
lagsfræðilegrar mannfræði og
er sérstaklega þekktur fyrir
rannsóknir sínar á þjóðum
Eyjaálfu, Astralíu, Melenes-
íu, Nýja Sjálands, Míkrónes-
íu og Pólýnesíu.
Faðir hans var prófessor
við háskólann í Kraká og
móðir hans var af efnuðum
og menntuðum landeigend-
um. Hann var strax heilsu-
laus sem barn og fylgdi það
honum alla ævi. Hann lauk
doktorsprófi í heimspeki 1908
með framúrskarandi árangri
og tók efnafræði og stærð-
fræði sem aukagreinar. Eftir
það fór hann til náms við
London School of Econom-
ics en þar var nýhafin
kennsla í mannfræði. Hann
vakti athygli fyrir skrif sín
um frumbyggja Astralíu og
nokkrum árum síðar hófst
eiginlegt lífsstarf hans þegar
hann fór til Eyjaálfu. Um líkt
STRÍÐ GEGN ÖLDRUN
Frá örófi alda hafa menn þráð að
finna æskubrunninn. Tímaritið
Newsweek greindi frá því nýlega
að þann brunn væri líkast til að finna hið
innra með okkur, í frumum og genum
líkamans. Sú spurning sem vísindamenn
velta fyrir sér nú er ekki hvort hægt sé að
fjölga æviárum umfram það sem nú
þekkist heldur hvernig megi auðvelda
fólki að búa við betri heilsu á efri árum.
Til að ná þessum árangri hafa vísinda-
menn gefið fólki sérstök lyf sem eiga að
snúa rás dagatalsins við með fikti við
genin í þeirri von að seinka öldrun. Aðr-
ir vísindamenn rannsaka áhrif viðhorfs,
mataræðis og hreyfingar á öldrunarferil-
inn og eru flestir sammála um að þessir
þættir auk heppni hafi sín áhrif.
Kenningum um öldrun má skipta í tvo
flokka. Önnur kenningin er sú að þær
breytingar sem verði á líkamanum með
árunum séu óhjákvæmilegur fylgifiskur
lífsins. DNA, erfðagenið, geri stundum
mistök sem í tímans rás valdi því að líf-
færi grotna niður. Hin kenningin er sú
að öldrun sé skráð í genin rétt eins og
kynþroski. Fyrir þessu öllu eru sannanir.
Ólíkar dýrategundir hafa ákveðna lífs-
lengd. Fílar lifa að meðaltali í 35 ár en
mýs í tvö ár og eineggja tvíburar með
sams konar gen eru líklegir til að lifa
jafnlengi. Öldrun er samkvæmt þessu
skráð í genin en utanaðkomandi áhrif
spila einnig stórt hlutverk. Samspil gena
og umhverfisþátta er raunverulega það
sem skiptir máli í þessum rannsóknum.
Öldrun er óhjákvæmileg þar sem sér-
hver fruma er dauðleg og eldri frumur
skipta sér mun sjaldnar en yngri frumur.
Hver fruma skiptir sér um fimmtíu sinn-
um þar til hún deyr. Blóðsykurinn kann
að vera sökudólgur í þessu efni en hann
myndar prótein inni í og á milli frum-
anna sem loðir saman eins og togleður.
Þessi viðbrögð kallast á ensku cross-link-
Markmiðið er ekki að fjölga æviárunum
heldur að lífga upp á síðustu árin.
ing og kunna að útskýra öldrun að miklu
leyti. Sykursjúkir sem hafa meira blóð-
sykurmagn en aðrir eldast einnig hraðar
en það að draga úr sykurneyslu kemur
ekki í veg fyrir þessa þróun. Þegar við
eldumst ryðgum við. Frumur eru óvarð-
ar gagnvart ýmsum tegundum af súrefni
og öðrum sindurefnum, efnahópum sem
hafa óparaðar rafeindir og eru því hvarf-
gjarnir. Þessi sindurefni vinna á frumun-
um og nýjar rannsóknir benda til að þau
hraði öldrun. Margt bendir til þess að
við höfum ákveðinn kvóta af efnaskipt-
um og þegar hann er búinn er lífinu lok-
ið. Séu efnaskiptin aukin á hinn bóginn
styttist lífið. Tegundir sem eru með hæg
efnaskipti, þar á meðal dýr sem leggjast í
vetrardvala, lifa lengur en þær sem eru
með hröð efnaskipti. Hraði efnaskipta
virðist því ákvarða öldrun að miklu leyti
auk þess sem sindurefnin eru afleiðing
efnaskiptanna. Leikfimi og líkamsrækt
hraðar efnaskiptum á meðan fólk reynir
á sig en hitt er sýnt að fólk sem er í lík-
amlega góðu ásigkomulagi hefur hægari
efnaskipti.
Þá kunna að vera öldrunargen í
mannslíkamanum sem ef til vill væri
hægt að ná stjórn á. Eitt barn af hverjum
milljón sem fæðast er með svokölluð
Werners-einkenni þar sem þau eldast
óeðlilega og eru orðin ellihrum upp úr
fertugu lifi þau svo lengi. Jafnvel frumur
þeirra eru gamlar og skipta sér helmingi
sjaldnar en hjá heilbrigðu fólki. Ef kjarni
þessa sjúkdóms yrði skýrður mundi það
varpa auknu ljósi á ástæður venjulegrar
öldrunar.
Rannsóknir á músum og rottum sem
hefur verið haldið í við með því að
minnka hitaeiningaskammtinn um 40
prósent, sýna að lífslengd þeirra eykst
um helming. Líkamshiti þeirra lækkar og
sindurefnum fækkar. Vísindamennirnir
sem hafa staðið fyrir þessum rannsókn-
um í Bandaríkjunum hafa sjálfir tekið
upp á því að neyta aðeins sextán hundr-
uð hitaeininga á dag (venjulegur dag-
76 HEIMSMYND