Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 72

Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 72
SMYN D 1990 þekkt fyrir hraða, fimi og fyrir að fullkomna dansspor- in þar sem dansarinn stekkur upp og víxlleggur fæturna í loftinu. Aður höfðu karl- dansarar eingöngu stokkið. Til að auðvelda hreyfingar sínar á sviðinu varð Marie Camargo fyrst dansmeyja til að stytta pils sitt upp á miðja kálfa. Hún tók einnig hælana af ballettskónum sínum og var í þröngum bol sem síðar urðu fyrirmynd hefðbund- inna ballettbúninga. Camargo byrjaði sem ball- erína í Brussel og dansaði einnig í Rúðuborg áður en hún steig á svið í Parísar- óperunni í fyrsta sinn 1726. Hún varð fyrst verulega fræg fyrir dans sinn þegar hún komst að í sólóhlutverki vegna forfalla annarrar dans- meyjar. Upp frá því varð hún nafn í samkvæmislífi borgar- innar og hafði mikil áhrif á klæðnað og hárgreiðslu ann- arra kvenna. Hún hætti að dansa um fertugt en hafði áð- ur tekið sér hlé og var þá í sambúð með aðdáanda sín- um, Clermont greifa. Kona sem skrifaöi um ást. Enski skáldsagnahöf- undurinn Charlotte Bronte fæddist í Yorkshire, Englandi þann 21. aprfl, 1816. Hún notaði dul- nefnið Currer Bell og varð þekkt fyrir bók sína Jane Eyre (1874) um konu sem barðist við eðlislægar þrár sínar heft af félagslegu um- hverfi. Varð bókin alveg nýtt innlegg inn í skáldskap Vikt- oríutímans, þar sem ást konu var í fyrsta sinn lýst út frá hennar eigin sjónarhóli. Hún var prestsdóttir, ein af sex börnum Patricks Bron- te sem var af írsku bergi brotinn og konu hans Maríu 72 HEIMSMYND Eldhestur á ís Leikhópurinn Eldhestur mun frumsýna leikritið Eldhestur á ís eftir Elísabetu Jökulsdóttur í kring- um tuttugasta apríl. Þetta er fyrsta leikrit Elísa- betar, skrifað fyrir samkeppni Pjóðleikhússins og Listahá- tíðar kvenna 1985 og hlaut þar önnur til þriðju verðlaun ásamt leikriti Kristínar Bjarnadóttur Gœttu þín. „Ég hafði aldrei reynt að skrifa leikrit fyrr,“ segir Elísa- bet, „og auk þess er það skrifað á mjög stuttum tíma, svo á því voru margir hnökrar sem við í leikhópnum erum núna að plokka af.“ Auk Elísabetar eru í leikhópnum Eldhesti leikkonurnar Sólveig Halldórsdóttir, Vilborg Halldórsdótt- ir og Bryndís Petra Bragadóttir, leikstjórinn Hlín Agnars- dóttir, leikmyndateiknarinn Daníel Þorkell Magnússon og ljósameistarinn Elísabet Ronaldsdóttir. f leikritinu eru þrjár persónur, þrjár konur: sú í glerinu, hún og hin. Elísa- bet er treg til að upplýsa um hvað verkið fjallar, segir öll góð leikrit hafa marga fleti og áhorfendur yrki í þau sína merkingu eftir hugarástandi hvers og eins. En: „Það er um ástina. Hvernig ástin breytir manneskjunni. Opnar hana og lokar henni. Lætur hana verða til. Ég veit að þetta er hættuleg niðurstaða þar sem við búum stöðugt við svo mikla afskræmingu á ástinni í dægurlagatextum, sápuóper- um og reyfurum þar sem dregnar eru upp billegar glans- myndir og ástin þannig útjöskuð. En ástin er sterkt skap- andi afl, flæði sem kemur ýmsu af stað og lætur fólk kynn- ast sjálfu sér. Ástin er ákveðinn þroski sem þarf að ganga í gegnum, fær okkur til að spyrja hver er ég? áður en leiðin til annarra manna tekur við. Fyrst kemur ástin og löngu seinna frelsið.“ Leikrit um ást þar sem allar persónurnar eru konur? „Já, en grunntónninn er ástin milli karls og konu og von- andi tekst að koma til skila ósýnilegri nálægð karlmanns- ins. Þetta eru tvær konur, hún og hin. Hún er ástfangin en hin er búin að gefast upp á ástinni. í rás leiksins gerist eitt- hvað og undir lokin er ekki ljóst hvaða hlutverk hvor þeirra hefur. Glerbúinn er ekki beinn þátttakandi í leikn- um. Hún er einhvers konar alheimsvitund. Alviturt og al- heimskt ævafornt ungbarn, sem kemur með sínar vanga- veltur og sínar útleggingar ótilkvatt, leggur út af orðum hinna og setur þau í nýtt samhengi.“ Þetta er þá framúrstefnuleikrit? „Mér er illa við svona merkimiða. Þetta er bara Eldhestur á ís. Ekkert flókið og háfleygt. Heldur hrátt og barnslegt og vekur vonandi barnslegar tilfinningar hjá áhorfendum. Það væri óskandi að áhorfendur gengju svolftið ástfangnir út. Því ástin er afl sem steypir manni í glötun í þeim skilningi að hún fær fólk til að kanna áður óþekkt svið.“ Annað leikrit eftir Elísabetu verður frumflutt í Ríkisút- varpinu f tengslum við Listahátíð í júní og auk þess er hún að vinna í stóru leikriti með tuttugu til þrjátíu persónum. Hún hefur framundir þetta aðallega birt ljóð og sendi fyrir tæpu ári frá sér ljóðabókina Dans í lokuðu herbergi, en nú hefur hún sem sagt snúið sér að leikritun, auk þess sem hún stefnir að því að senda frá sér smásagnasafn innan skamms. Hún segir ólíkt að fást við leikritun og ljóðagerð: „Leikrit eru dramatík og hreyfing en ljóðin kyrrstaða. Það er þó líkt að því leyti að formið er knappt. Það verður að passa sig á að segja ekki of mikið.“D Branwell. Charlotte missti móður sína kornung sem og tvö elstu systkinin. Faðirinn hélt heimili fyrir Charlotte, Emily og Anne sem allar urðu síðar þekktar fyrir skáldverk sín og soninn Patr- ick Branwell. Uppeldi þeirra var sérstakt. Systurnar sóttu heimavistarskóla þar sem vistin var æði ströng og lýsti Charlotte því síðar í Jane Eyre: Sjálfsœvisaga (sem hún er aðeins að hluta). Þau bjuggu við einangrun heima á prestssetrinu og sögðu hvert öðru sögur, margt af því sem þau skálduðu sjálf. Charlotte varð kennslu- kona tæplega tvítug en líkaði starfið illa þótt hún þyrfti á laununum að halda til að geta stutt fjölskyldu sína. Hún hafnaði tveimur hjú- skapartilboðum og gerðist barnfóstra um skeið til að hjálpa bróður sínum Patrick að greiða niður skuldir sem hann hafði stofnað til. Við Patrick voru bundnar miklar vonir sem listamann en hann var í eðli sínu veiklundaður, drykkfelldur og háður óp- íumi. Árið 1842 fóru systurnar Charlotte og Emily til Bruss- el til að æfa frönskuna sína en þær hugðust stofna skóla saman. I Brussel kynntust þær virtum kennara, Const- antin Héger, sem sá hvaða hæfileikum þær voru búnar. Eitthvað fór vinskapur hans og Charlotte fyrir brjóstið á frú Héger en í honum kynnt- ist hún í fyrsta sinn manni sem hvatti hana áfram í rit- störfum. Hún hreifst af vits- munum hans og kímnigáfu en hann bægði allri tilfinn- ingasemi frá og segja margir að þetta samband hafi verið nauðsynlegur liður í þroska Charlotte sem skáldkonu. Á árunum í Brussel lagði hún grundvöllinn að framtíð sinni og ritstörfum. Árið 1845 gáfu hún og Emily út ljóðabók undir dul- nefnum af ótta við að gagn- rýnendur brygðust öðruvísi við þar sem um kvenhöfunda var að ræða. Aðeins tvö ein- tök seldust. Utgefandinn neitaði að gefa út fyrstu bók- ina hennar, Professor: A Ta- le. en bauð henni að gefa út verk ef um meiri spennu væri að ræða. Jane Eyre kom út árið 1848 og varð metsölu- bók, ólíkt Wuthering Heights sem Emily systir hennar gaf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.