Heimsmynd - 01.04.1990, Side 19

Heimsmynd - 01.04.1990, Side 19
filmulager sem talin er nema 9 milljón- um króna. Þá standa eftir 92 milljónir króna. Þær eru lækkaðar í 89 milljónir króna. Ljóst er að hér er ekki um að rœða faglega nálgun á verðmati stofn- kostnaðar í tímaritaútgáfu. (Leturbreyt- ing HEIMSMYND.) Þessi skýring er samt lögð fram til upplýsinga". í sjálfu sér er sjálfsagt erfitt að meta fjölmiðil til fjár. Hann er í rauninni ekki mikið annað en sá orðstír sem hann hef- ur getið sér og kemur á áþreifanlegan hátt fram í áskrifendahópi, lausasölu- möguleikum og aðdráttarafli fyrir aug- lýsendur. Eign hans er í rauninni sá starfshópur sem að honum stendur og sá starfsandi sem er ríkjandi í honum. Leggi fjölmiðillinn upp laupana er sára- lítil eigti sem hægt er að selja, nema skrifborð, stólar og ritvinnslutæki. Oft ganga tímarit aðeins í ákveðinn tíma. Dæmi um slíkt eru Tölvublaðið og Iðn- aðarblaðið, sem nú hafa verið sameinuð Frjálsri verslun. Sjávarfréttir komu í fyrstu út í tólf tölublöðum, fóru síðan í sex og nú í fjögur á ári. Gestgjafinn er dæmi um tímarit, sem upphaflega byggð- ist á spennu sem var kringum einn mann, Hilmar Jónsson, á ákveðnum uppgangs- og velgengnistíma. Alls óvíst verður að telja að til langframa takist að halda vinsældum þess með öðrum mann- skap á öðrum tíma. Tímarit rísa þegar þau hitta á þörf, sem er fyrir hendi á markaðnum, en missa gildi sitt þegar að- stæður breytast. Öfugt við það sem gerist erlendis er mjög auðvelt að stofna tímarit hér á landi og útheimtir ekki mikinn stofn- kostnað. Á stærri mörkuðum erlendis þarf dýrt og umfangsmikið dreifingar- kerfi sem gerir stofnun tímarits mjög fjárfreka. Hér getur góð hugmynd, sem skírskotar til þarfar í samtímanum, mjög auðveldlega skotið rótum, að minnsta kosti um sinn. Nýlegt dæmi um þetta er tímaritið Bleikt & blátt. Verðmæti tíma- rita er því ekki síður undir því komið hvað hinir gera og mótast að verulegu leyti af samkeppninni. Það er því engan veginn víst að þeir fjármunir sem f það eru lagðir skili sér aftur. Þar sem þetta mat er slíkt álitamál var því ríkari ástæða til að fá óhlutdrægan aðila til að meta fyrirtækið og arðsemi þess, ef raunverulega átti að skapa traust á starfseminni og hvetja almenning til að festa fé sitt í hlut í því. Undirtektirnar benda heldur ekki til þess að tekist hafi að skapa traust á markaðnum á þessu mati eigandans á fyrirtækinu. Þrátt fyrir ágenga söluherferð, þar sem viðskipta- fræðinemar voru fengnir til að hringja eftir úrtaki úr íbúaskrá sem gert hafði verið yfir þá sem áttu 200 fermetra hús- næði og þar yfir, hafði um áramót ekki selst nema fyrir 25 milljónir, samkvæmt opinberum skýrslum (tæpar 30 milljónir, segir Magnús Hreggviðsson) og alls fyrir 35 milljónir nú nýlega. Kunnugir telja að kaupendur séu aðallega fyrirtæki, sem tengist núverandi eiganda og frammá- mönnum Frjáls framtaks. Magnús Hreggviðsson segir að menn hafi farið sér hægt í sölunni meðan umræðan um Stöð 2 hafi verið að ganga yfir en nú muni menn taka aftur til óspilltra mál- anna og setja hlutabréfin í umboðssölu hjá verðbréfasölum. m rekstrarreikningi áranna 1987, 1988 Iog 1989, sem nýlega var lagður fram og HEIMSMYND fékk aðgang að með eftirgangsmunum, kemur fram að rekstrarhagnaður milli áranna 1989 og 1988, án fjármagnsliða, hef- ur aukist um 57 prósent úr liðlega 20 milljónum í liðlega 32 milljónir (samsvarandi tala milli áranna þar á undan var úr 18,1 milljón í 20,7 eða um 13,8 prósent). Þar á stærstan hlut að máli að liðirnir beinn út- gáfukostnaður og annar útgáfu- kostnaður hafa lækkað milli ára um 200 þúsund krónur, sem verður að teljast vel af sér vikið á sama tíma og framleiðslu- kostnaður almennt í landinu eykst um 20 til 25 prósent. Þessum árangri hefur hugsanlega mátt ná með því að minnka prentað upplag, steypa saman tímaritum og minnka blaðsíðufjölda annarra, eins og gert hefur verið. Hins vegar hefur vakið eftirtekt að birtum auglýsingasíð- um í útbreiddustu ritunum hefur fækkað hlutfallslega enn meir. Því vekja nær óbreyttar auglýsingatekjur að krónutölu milli tveggja síðustu ára nokkra undrun. Heimildir sem HEIMSMYND telur áreiðanlegar telja að skýringin kunni að VOR — SUMAR ’90 IILSANDER COLOUR PURE

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.