Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 64

Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 64
Hann kvæntist 33 ára gamall Aslaugu, dóttur eins virðulegasta embættismanns Reykjavíkur. Benediktsson rúmlega tvítugur. Glímukappinn Hallgrímur Hallgrímur með nafna sína. Gunnarsson og Geirsson. Hann fékk góða vinnu og 26 ára gamall stofnaði hann eigið fyrirtæki, innflutningsverslun, sem varð innan örfárra ára að stórveldi. Nafn hans var Hallgrímur Benediktsson og hann var í framvarðasveit þeirra galvösku kaupsýslumanna sem gripu tækifærin sem fyrri heimsstyrjöld bauð upp á. Þá rofnuðu hin gömlu og stöðnuðu verslunarsambönd við Danmörku og verslunin varð alinnlend á skömmum tíma. Hallgrímur tók þátt í stofnun ótal margra fyrirtækja eða varð meðeigandi, svo sem Eimskipafélagsins, Sjóvátrygginga- félagsins, Árvakurs, Verslunarráðs, Skeljungs og Vinnuveitendasambandsins og var áberandi í þeim öllum. Hann sat í bæjarstjórn og á þingi og var í innsta hring þeirra borgaralegu afla sem mynd- uðu kjarna Sjálfstæðisflokksins. Síðan hefur ætt hans verið ráðandi afl í ís- lensku þjóðlífi. Einn sonur hans, Geir Hallgrímsson, varð formaður Sjálfstæðis- flokksins og forsætisráðherra en annar, Björn Hallgrímsson, hefur haldið utan um hina víðtæku kaupsýslu ættarinnar. Og nú er þriðja kynslóðin farin að láta að sér kveða. Þar eru fremstir í flokki Kristinn Björnsson, nýráðinn forstjóri Skeljungs, Hallgrímur B. Geirsson, sem meðal annars er formaður Árvakurs, út- gáfustjórnar Morgunblaðsins og Hall- grímur Gunnarsson, forstjóri Ræsis ALLSLAUS TIL REYKJAVÍKUR Þó að Hallgrímur Benediktsson væri nánast allslaus þegar hann kom til Reykjavíkur var hann síður en svo ætt- laus maður. Faðir hans, Benedikt Jóns- son (1833-1925), var næstyngstur hinna þjóðkunnu Reykjahlíðarsystkina en af þeim er kominn mikill skari alþingis- manna og ráðherra. Þegar Hallgrímur kom til Reykjavíkur sátu margir frændur hans á þingi og meðal systkinabarna við hann í bænum voru þeir Krístján Jónsson, dómstjóri og alþingismaður, síðar ráð- herra, og Magnús Th. S. Blöndahl, forstjóri Völundar, einn mesti athafnamaður höfuðstaðarins um þær mundir. Er ekki að efa að Hallgrímur hefur notið nokkurs frændstyrks í upp- hafi atvinnurekstrar síns. Benedikt Jónsson frá Reykjahlíð, faðir Hallgríms, var hins vegar ekki áberandi maður. Hann hafði verið bóndi á Refstað og Rjúpnafelli og fékkst við trésmíðar ásamt búskapnum. Hann lenti í þeirri ógæfu, aðeins 55 ára gamall, að verða blindur og lifði í myrkri eftir það. Hann var lengi á Vestdals- eyri í Seyðisfirði en Iifði síðustu árin í skjóli Hallgríms, sonar síns, og varð 93 ára gamall. Benedikt var tvíkvæntur og átti fjölda barna en mörg þeirra dóu í æsku. Seinni kona hans og móðir Hallgríms var Guðrún Björnsdóttir frá Stuðlum. Þegar Hallgrímur fæddist var faðir hans kominn á sextugs aldur og varð blindur skömmu síðar. Syninum var því komið í fóstur til frænda síns, séra Björns Þorlákssonar á Dvergasteini í Seyðisfirði, og þar ólst hann upp. Þeir voru bræðrasynir. Meðal fóstursystkina Hallgríms voru Þorlákur Björnsson, sem lengi var verslunarfull- trúi hjá H. Ben. og co. og Valgeir Björnsson hafnarstjóri í Reykjavík, en hann var náinn félagi Hallgríms, fóst- bróður síns, og sat meðal annars í stjórn- um Nóa, Hreins, Síríusar og Ræsis í fjöl- mörg ár. Eins og áður sagði varð Hallgrímur Benediktsson að gefast upp á skóla- göngu vegna féleysis og gerðist þá starfs- maður Pósthússins í Reykjavík og var þar eitt ár. Þá fékk hann stöðu verslun- arþjóns hjá hinni voldugu Edinborgar- verslun. Um þessar mundir var mikill uppgangur í höfuðstaðnum og allar búð- ir fullar af dýrindisvarningi. Skútuöldin hafði hleypt miklu lífi í höfuðstaðinn og togaraöldin var að ganga í garð. Alls staðar blasti uppgangur við, innlent fjár- magn tók að myndast og samtímis varð mikil þjóðernisvakning í bænum. GLÍMUKAPPINN Ungmennafélag Reykjavíkur var stofnað 1906 og varð hið öflugasta á öllu landinu. Þar fengu þjóðernislegir straumar útrás. Þeir lýstu sér ekki síst í gríðarlegum áhugas á líkamlegri hreysti og íþróttum. Glímufé- lagið Ármann var einnig endurvakið í bænum, eftir að hafa sofið um árabil, og fræknir kappar kepptust um að verða best- ir í þjóðaríþróttinni, glímu. Hallgrímur Benediktsson, ungi og hrausti Austfirðingurinn, lét sinn hlut ekki eftir liggja. Hann tók að glíma af kappi og veturinn 1907 til 1908 varð hann fyrst- ur manna til að vinna svokallaðan Ármannsskjöld og titilinn „besti glímumaður Reykjavíkur" fyrir troðfullu húsi í Iðnó. Meðal þeirra, sem Hallgrímur bar sigurorð af, var Sigurjón Guðrún systir Hallgríms og eiginmaður hennar Christian Nielsen og Hallgrímur en sitjandi eru Áslaug Ágústsdóttir og Guðrún Björnsdóttir. 64 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.