Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 54

Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 54
Glæsilegt úrval af úrum, klukkum og loftvogum, ennfremur gull og silfurvörum. Önnumst viðgerðir á allskonar klukkum og úrum. Sérsmíðum gler á allar tegundir úra. Póstsendum. VEUUSUNDI 31), v/Hallærisplan S: 13014 alva Ósk er meyja og segist vera óskaplega smámunasöm og jarð- bundin en námið í leiklistinni hafi þó hjálpað til að losa hana að- eins frá jörðinni. Hún er náttúrubarn og saknar Eyjanna sinna mikið, á bágt með að þola þá fólksmergð sem fylgir borgarlífinu, vill geta upplifað samruna við náttúruna án þess að annað fólk sé að flækjast fyrir henni á meðan. Þó segist hún vera mikil fé- lagsvera, enda yngst í hópi sex systkina. Hún segist nærast á vin- um og kunningjum og passa sig á því að láta kunningjahópinn ekki takmarkast við leikhúsfólk: „Leikurum hættir svo til að finn- ast það sem þeir eru að gera nafli alheimsins og gleyma að vera í tengslum við það sem er að gerast í lífinu utan leikhússins,“ segir hún. Leikhúsmál eru þó eflaust tíðrædd á hennar heimili því sam- býlismaður hennar, Andri Örn Clausen, er líka leikari. Hún kynntist honum þegar hún var í inntökuprófinu í Leiklistarskól- ann og segir það mikla stoð að búa með einhverjum sem þekki leikhúsheiminn af eigin raun, skilji hvað það er sem leggja þarf á sig til að ná árangri. „Það líta svo margir á leiklistina sem einhvers konar leik,“ segir hún, „halda að það sé minnsta mál í heimi að labba inn á svið og fara með einhvern texta. Foreldrar mínir voru mótfallnir því að ég gerði leiklistina að ævistarfi, fannst alveg nóg að hafa hana sem áhugamál. En það er ekki nóg. Leikhúsið er allt mitt líf og meðan ég fæ að leika er ég alsæl.“ Hún segist ekki eiga nein draumahlutverk, hún sé ný í greininni og óreynd og langi til að prófa allt. „Þó verð ég að viðurkenna að dramatísk hlutverk höfða meira til mín en grínhlutverk, kannski af því að ég held að ég sé færari um að takast á við þau.“ Þegar Elva Ósk var lítil dreymdi hana um að verða búðarkona, en þegar til alvörunnar kom stóð valið á milli leiklistarinnar og læknisfræði: „Ég vann eitt sumar á skurðstofum Landspítalans og varð alveg heilluð. Það er ákveðið mál að í næsta lífi ætla ég að verða skurðlæknir." Dulspeki og spíritismi heilla hana mikið og hún er nýinnrituð í Sálarrannsóknarfélagið. Hún er forvitin og vill vita hvað býr að baki hlutunum, sættir sig ekki við það svar að „þetta sé bara svona." Þessi forvitni hjálpar henni í leiklistinni, hún segist kafa ofan í pers- ónurnar, reyna að ímynda sér fortíð þeirra og lífsreynslu, fara inn í þær og gera að sínum. „Bæði Aðela og Malla eru ofsalega ólíkar mér, hvor á sinn hátt. Þær eru algjörar andstæður og minn persónuleiki liggur þar einhvers staðar mitt á milli. En það er mjög þroskandi að þurfa að lifa sig inn í svona ólíkar persónur, maður verður víðsýnni og skilur manneskjurnar betur." argir ungir leikarar upplifa viðskilnaðinn við skólann sem hálfgert áfall, finnst þeir standa einir og varnarlausir í grimmum heimi, en Elva Ósk hefur ekki fundið fyrir því. „Ég hef verið heppin," segir hún, „ég hef haft nóg að gera alveg síðan ég útskrifaðist. Ég óttast ekki samkeppnina og atvinnuleysið, þótt auðvitað sé að mörgu leyti óþægilegt að vita ekkert hvort maður hefur vinnu næsta ár. En það þýð- ir ekkert að vera svartsýnn og ef mér tekst að vera heiðar- leg, einlæg og samkvæm sjálfri mér óttast ég ekkert. Það er svo auðvelt að ofmetnast í þessu starfi og margir sem koma út úr skólanum gera þá skissu að halda að þeir viti þetta allt og kunni og geti. Það er algjör misskilningur. Við erum rétt að byrja á þessari braut og ég skammast mín ekkert fyrir að þiggja ráð frá eldri leikurum og læra af því að vinna með þeim. Auðvitað byggir maður alltaf á sinni eigin persónu og það skiptir miklu að halda sínum persónuleika. Það er ekkert gaman að vera í leik- húsinu ef maður er eins og allir hinir. En leikarinn má aldrei staðna. Hann verður að vera opinn fyrir öllu og alltaf tilbúinn að þróa sig áfram. Annars verður hann klisja og það er ekkert ömurlegra en að sjá fólk endurtaka sig á sviðinu ár eftir ár.“ Enn sem komið er þarf Elva Ósk ekki að hafa áhyggjur af endurtekning- unni, en hún viðurkennir að það sé viss hætta á því að leikstjórar læsi fólk inni í ákveðnum týpum. „Ég yrði galin ef það ætti að fara að festa mig í hlutverki heimsku ljóskunnar til dæmis, en sem betur fer hafa þau hlutverk sem ég hef fengið hingað til verið mjög ólík og ég vona að það haldi áfram. En ég er opin fyrir öllu og allt kemur til greina.“D M 54 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.