Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 90

Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 90
GUCCI ATIME FOR GUCCI ð»rl GARÐAR ÓLAFSSON Úrsmiður - Lœkjartorgi. KGB, æðsta ráðsins og varnarmálaráðu- neytisins. Sá sem er í forsvari fyrir slíku hvíldar- og hressingarsvæði sem ritarinn á staðn- um getur gert æðstu mönnum margt til hæfis. Utvegað þeim konur, áfengi, betri íbúðir, og ekki bara fyrir manninn sjálf- an, heldur alla „mafíuna“ hans, frændur, frænkur, ástkonur, því að allt í Sovét- ríkjunum gerist í gegnum „sambönd", „mafíur“, „ættbálka“. Parna mætti Gor- batséff Súsloff, hugmyndafræðingi Flokksins, Andrópoff KGB-foringja og sjálfum Brésneff. Árið 1978 kom Súsloff honum að sem ritara miðstjórnar Flokksins og þannig til Moskvu. Skömmu síðar dó hann og 1982 fór Brésneff sömu leið og Andrópoff tók við. Saman stóðu þeir að víðtækri her- ferð gegn spillingarkerfi Brésnefftímans og reyndu að blása nýju lífi í iðnað og landbúnað. En Ándrópoff varð skammær. Hálfandvana hræinu af Tsérn- enkó gamla var tyllt á valdastól. Einnig með því var tjaldað til einnar nætur. Á meðan hafði Gorbatséff búið um sig í þeirri stöðu sem Andrópoff hafði lyft honum í, sem æðsti stjórnandi efnahags- mála. Þegar röðin loks kom að honum var hann tilbúinn. Samt stökk hann ekki eins og Pallas Aþena, alskapaður úr höfði Seifs. Rót- tækni hans hefur vaxið og dýpkað smám saman. „Það var ekki fyrr en eftir valda- töku sína að hann skildi að efnahagsum- bætur gátu ekki heppnast nema samfara væru gerðar grundvallarumbætur á hinu pólitíska skipulagi," segir bandaríski vís- indamaðurinn Zbigniew Brzezinski. „Ég held að það hafi verið sársaukafull sjálfs- menntun sem breytti honum úr umbóta- manni í einlægan endurskoðunarsinna." Hann er búinn að vera við völd um fimm ára skeið og meira en 90 prósent þegna hans líta á efnahags- ástandið sem slæmt eða uggvænlegt. Kerfið hefur brotnað niður og almenn- ingur verður sárari og reiðari með degi hverjum yfir skorti algengustu nauðsynja - sykri, sápu, salti, kaffi, brauði. Hann á formælendur fáa heima fyrir og aðdá- endahópur hans er á Vasturlöndum. Meðan leiðtogi þeirra hefur farið hrað- fari fram og aftur um hnöttinn, hefur meðaljóninn í Sovét verið skilinn eftir milli tveggja trúarkerfa, en með aukið frelsi til að kvarta um sinn hag. Frá ívari grimma til Stalíns og sona hafa Rússar ekki kynnst frjálslyndu lýðræði eða efna- hagslegri samkeppni nema um einstaka stutt skeið. Uppsöfnun auðs hefur alltaf í þeirra augum verið fylgifiskur spillingar og kúgunar. Jöfnun fátæktarinnar er greypt djúpt í sinni þjóðarinnar. Mark- aður er þeirn framandi fyrirbæri og vek- ur ugg um stjórnleysi og óvissu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rússn- eskur umbótasinni réttir faðminn mót vestri til bjargar landinu. Hingað til hef- ur þeim alltaf verið steypt af harðstjórn- aröflum sem hafa dregið landið aftur inn í myrkur og flæðistregðu. Mikhail Gor- batséff ætlar sér að verða frelsari hugar- farsþrælanna, eins og Alexander II var frelsari hinna ánauðugu bænda. Kannski er það of seint. En kannski endist hon- um tími til að rífa niður svo marga veggi, sem hingað til hafa skilið lönd hans frá vestrinu, að þeir verði ekki endurbyggð- ir. Hann mun halda ótrauður áfram þar til yfir lýkur, hvetja, mennta, prédika þá hugsjón sem hann trúir á af öllum sínum sannfæringarkrafti. Nýlega sagði hann um starfsbræður sína í Austur-Evrópu, sem boðið höfðu birginn þeim öflum sem ólguðu undir stirðnuðu yfirborði al- ræðisvalds: „Sagan refsar þeim sem koma of seint.“ Kannski á Mikhail Gor- batséff í vonlausu kapphlaupi við tím- ann. En hann reynir. □ Primadonna... framhald af bls. 60 skemmtilegt kúltúrió\k og var beinlínis hugfangið af eigin ágæti. Á þessum árum urðu til mennta- og listaklíkur sem litu niður á okkur sem ekki höfðum meðtek- ið boðskapinn. Þetta fólk talaði alltaf eins og það væri málsvarar fátækling- anna og í þeirra hópi. Lifnaðarhættir þess voru ekki í neinu samræmi við yfir- lýsingarnar og á engan hátt frábrugðnir lifnaðarháttum smáborgaranna, það er að segja allra hinna. Ég hef aldrei verið trúuð frá pólitísku sjónarmiði og mér leiðist pólitískt yfirlæti og hroki. Við er- um svo fá að við verðum að berjast sam- an og leggja okkur öll fram ef við eigum að ^eta haldið áfram að vera þjóð.“ Eg spyr Þuríði hvort hún hafi áhuga á að hella sér alveg út í pólitíkina. „Ég er nú ekkert viss um að allir yrðu hrifnir af því,“ segir hún og brosir, „en mér finnst skipta miklu að konur láti til sín taka í pólitík. Þori að hafa skoðanir og standa við þær. En það er alltaf svo mikið að gera. Ég er búin að kenna í yfir tuttugu ár og ég er orðin svolítið þreytt á því, þótt mér finnist það alltaf jafnskemmti- legt. Konur vinna yfirleitt allt of mikið. Það er svo lítill tími aflögu til að hugsa. Konur á þingi eru mjög flokkshollar og mættu láta meira til sín taka. Þær eru miklar jásystur flokksbræðranna og skortir sjálfstæði. Kvennalistakonurnar hafa visst mottó en það er spurning hvort þær eru ekki komnar of langt út á hinn vænginn, farnar að vera í andstöðu við karlaflokkana andstöðunnar vegna. Þær tala um málin út frá eigin skoðunum og tilfinningum en málflutningur þeirra er oft á skjön við þá umræðu sem er í gangi. Og er ekki lögfræðingastéttin að verða full fjölmenn á þingi? Þar er allt svo fast í forminu og steinrunnið. Það er alveg tímabært að breyta þar um tals- máta og áherslur. Og okkur konum á að koma allt við sem gerist í þjóðfélaginu. Við eigum ekki endalaust að þegja og láta karlana taka ákvarðanir fyrir okkur. Konur eru aldrei viðurkenndar nema sem kynverur. Það sést best í leikhúsinu. 90 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.