Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 70

Heimsmynd - 01.04.1990, Blaðsíða 70
APRIL EF Magnús Þór Jónsson dægurlagasöngvari ' hefði ekki fæðst í Reykjavík þann sjöunda apríl 1945 hvar og hvenær hefði hann þá viljað fæðast? „I Tælandi um miðbik síðustu aldar.“ Inn í hvernig aðstæður? „Mjög ofarlega í stéttapíramýdanum. Inn í aðalinn eða konungsfjölskylduna. Helst sem einn af prinsunum.“ Hvaða persóna í sögunni hefðir þú helst viljað vera? „Friðrik mikli Prússakeisari. Hann var tónlistarmaður og samdi tónlist auk þess sem hann átti í miklu stríði við pilsin þrjú.“ Hverjum vildirðu helst líkjast í útliti? „Spegilmynd minni. Ég er langbestur eins og ég er.“ Hvernig húsgögn viltu hafa í kringum þig? „Eins og ég bý núna hentar mér best að hafa þetta eins og það er, gamlan sófa og stól frá tímabilinu í kringum sextíu. En ef ég byggi í stærra húsnæði vildi ég hafa meiri fjölbreytni. Sofa í vatnsrúmi, hafa einn djúpan og mjúkan hægindastól og annan harðan. Svo vildi ég gjarnan hafa eitthvað fyrir augað en aðallega þó húsgögn sem eru góð fyrir aðra líkamshluta.“ Hvaða matur finnst þér bestur? „Vel sterk Tom-yam-gung-súpa.“ Hvernig fatnaði viltu helst klæðast? „Silkifatnaði í skærum litum og úr misgrófu silki eftir því hver flíkin er.“ Hvaða kvenmaður í sögunni heillar þig mest? „Marie Antoinette á yngri árum, það er að segja fyrir bylt- ingu.“ Hvernig slapparðu af? Ég leggst út af í gamlan götóttan sófa sem ég á, sem lekur hálminum, og hlusta á kantötur eftir Jóhann Sebastian Bach undir stjórn Nicholai Harnoncourt, fluttar á sama hátt og gert var upphaflega með upprunalegum hljóðfærum og allar kven- raddir sungnar af drengjakór.“ Hver er besta kvikmynd sem þú hefur séð? „Næturvörðurinn (The Nightporter) með Dirk Bogart og Charlotte Rampling." Hver er besta hljómplatan sem þú hefur heyrt? „Hljómplatan mín sem kemur út um mánaðamótin apríl maí og heitir Hœttuleg hljómsveit og glœpakvendið Stella og er einungis seld í áskrift í síma 616766“ Hverju sérðu mest eftir? „Ég sé ekki eftir neinu. Það er tímasóun að sjá eftir hlut- um.“ TÍMAMÓT Ekki er vitað um upp- runa þess að þann 1. apríl ár hvert er orð- in hefð að leika á fólk með ýkjufregnum eða öðrum brellum. Talað er um að fólk hlaupi apríl. Þessi siður er aldagamall og tíðkast víða um lönd. Sumir telja að upp- runa þessa siðs megi rekja til þess að skjót umskipti verði í náttúrunni og veðurfari um þetta leyti. Á þessum degi eru allir löglega afsakaðir sem vilja haga sér fíflalega eða reyna að hafa aðra að fíflum. Á ensku er talað um April Fool og á frönsku er talað um poisson d’avríl, aprílfisk og er uppruni þess heitis heldur ekki kunnur. Aðalsmærin Lucrezia Borgia fæddist 18. aprfl 1480 í Rómar- borg. Hún var af hinni al- ræmdu Borgia-fjölskyldu sem var áberandi á endurreisnar- tímanum. Lucrezia var dóttir spænska kardínálans Rodrigo Borgia, sem síðar varð Alex- ander VI páfi, og ítalskrar ástkonu hans Vanozza Cat- anei. Lucrezia hefur legið undir ámæli í sögunni fyrir þátt sinn í glæpum og mun- aðarlífi þessarar illræmdu fjölskyldu. Þó líta fleiri svo á að hún hafi verið notuð af HRÚTURINN Hrúturinn er merki aprílmánaðar (20. mars - 19. Hann er fljótfær og hættir til að takast á við hlutina af apríl). Á vorin er birta vaxandi og veður fer meira kappi en forsjá. Hann er ekki sérlega gefinn fyrir batnandi. Mesti athafnatími ársins er fyrir hönd- reglufr-aga og höft og er oft óheflaður, á það til að missa um. Eðli hrútsins endurspeglar þetta og það birtist meðal stjórn á skapi sínu og ráðast á fólk eða sýna fullkomið til- annars í bjartsýni hans og þeirri vissu að lífið sé jákvætt og litsleysi. honum hagstætt. Hrúturinn er því yfirleitt kraftmikill og Hrúturinn hefur lifandi og örar tilfinningar. Hann er drífandi, hress, einlægur og fljótur að frgmkvæma ætlunar- fljótur að bregðast við áreiti, einlægur og vill vera heiðar- verk sín, enda er honum illa við alia bið. Hann vill gera legur. I ástum vill hann vera gerandinn og er lítið fyrir að það strax sem hann fær áhuga á, annars |r hætt við að láta ganga á eftir sér. Hann hefur gaman af áskorunum og hann missi fljótt áhugann. mátuleg óvissa og keppni örva tilfinningar hans. Stundum Hrúturinn er eldsmerki og líður best ef um einhverja gerir hann áhlaup á ástvininn, er sjóðheitur og ástleitinn, keppni eða áskorun er að ræða. Hann er fæddur brautryðj- en kólnar niður þess á milli. Ástin kemur og hverfur hratt. andi, hellir sér út í þá hluti sem hann fær áhuga á en á það Hrúturinn stjórnar höfðinu og því eru sjúkdómar hans til að missa áhugann á miðri leið. Hann lifimyrir daginn í oft tengdir þeim líkamshluta. Þar má nefna veik augu, höf- dag og er lítið gefinn fyrir að horfa um öxl. Éf erfiðleikar uðverkjK mígreni, heyrnarskerðingu, heilahimnubólgu og í steðja að er hann fljótur að hrista þá af sér. Lífið býður raun flesta kvilla sem tengst geta höfði. alltaf upp á ný tækifæri. Hinn dæmigerði hrútur er opin- Meðal þekktra Islendinga í hrútsmerkinu má nefna frú skár, lifandi, einlægur og allra manna duglegastur’, jtð því Vigdísi Finnbogadóttur, Jón Sigurðsson, Megas og Gyrði tilskildu að ekki sé um of mikla vanabindinguí að ,ræða. /-Pfj^cAw 70 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.