Heimsmynd - 01.05.1990, Page 12

Heimsmynd - 01.05.1990, Page 12
egar nafn Lýðs Friðjóns- sonar ber á góma verða sumir svolítið einkenni- legir á svipinn. Hann er aðeins 34 ára gamall og stjórnar einu ríkasta fyr- irtæki landins, Vífilfelli, sem framleiðir Kóka kóla fyrir íslenskan markað. Hann hefur ögrandi framkomu að sumra mati, aðrir mundu kalla það hroka. Hann er rekstrarhag- fræðingur að mennt, lauk framhaldsnámi frá Imedeviðskiptaskólanum í Sviss. í öllu falli er ljóst að menn hafa skoðanir á þessum unga stjórnanda, hvort sem um er að ræða keppinauta í drykkjarvöru- iðnaðinum eða aðra í atvinnulífinu. Lýður Friðjónsson er nýkominn til valda í íslensku viðskiptalífi. Þegar hann var ráðinn framkvæmdastjóri hjá Vífil- felli fyrir nokkrum árum var allt logandi í málaferlum milli eigendanna og það var ekki fyrr en dómur var upp kveðinn í þeim málum, forstjóranum Pétri Björns- syni í vil, en hann er tengdafaðir Lýðs, sem sá síðarnefndi gat siglt undir fullum seglum sem skipstjórinn á þeirri skútu sem hvað mestan meðbyr hefur á mark- aðinum. „Við stöndum með pálmann í höndunum núna,“ segir hann. Undanfarna mánuði hefur borið mikið á Lýði Friðjónssyni. Sjálft ríkissjónvarp- ið kallaði þennan unga stjórnanda úr einkageiranum til liðs við sig til að lýsa yfir gildi þess að auglýsa í sjónvarpi. Það er staðreynd að Kóka kóla er einn stærsti auglýsandinn á markaðinum og það er líka staðreynd, þótt hún sé kann- ski umdeildari, að Lýður kemur vel fyrir og þar spillir útlitið ekki. Um það leyti sem andlit hans var áberandi á skjánum var hann ásamt fjór- um öðrum fyrirtækjastjómendum á kafi í viðræðum við forsvarsmenn Stöðvar 2 um kaup á sjónvarpsstöðinni. Fimm- menningamir, forsvarsmenn Hagkaups, Odda, Heklu, Kók og bíókóngurinn Ami Samúelsson, keyptu ekki Stöðina eins og flestum er kunnugt en nokkrir þeirra fjárfestu í þess stað í nýrri sjón- varpsstöð, þeirri þriðju sem á að tröll- ríða íslenskum markaði og hefur útsend- ingar innan skamms. Þá kom það eins og þruma úr heið- skíru lofti, ekki fyrir öllum þó, þegar Lýður Friðjónsson tilkynnti á útmánuð- um að hann gæfi kost á sér í formanns- kjör í Félagi íslenskra iðnrekenda gegn sitjandi formanni, Víglundi Þorsteins- syni. Víglundur vann kosninguna með yfir 70 prósentum atkvæða en báðir lýstu yfir sigri. Lýði fannst sínu markmiði hafa verið náð með því að sýna fram á að fjórðungur félaga styddi ekki núverandi formann. „Það að halda utan um peningakass- ann hjá Kók gefur manni vægi í við- .< skiptah'finu en bjóði sá hinn sami sig þi fram til forystu iðnrekenda er annar ^ eftir HERDÍSI ÞORGEIRSDÓTTUR o 12 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.