Heimsmynd - 01.05.1990, Page 47

Heimsmynd - 01.05.1990, Page 47
Helga hefur mjög gaman af því að ferðast og er á leiðinni út úr dyrunum í páskafrí til London sama dag og við er- um að ræða saman. Ferðalög eru snar þáttur í hennar tilveru og hún er óhrædd við að skella sér út í flakk þegar svo ber undir: „Ég vann í mörg ár sem flug- freyja hjá Flugleiðum og síðastliðið sum- ar skellti ég mér til Parísar og vann sem flugfreyja hjá Air France. Það var mjög eftirminnilegt sumar og svalaði ágætlega ævintýraþránni sem er svo rík í mér. Eg heimsótti marga fjarlæga staði sem ég þekkti ekki áður, til dæmis Afríku, Egyptaland, Karíbahafið og Grikkland og fékk tækifæri til að skoða mig um þar. Ég nýtti sumarið vel til að skoða París fara á söfn og kanna nýjar bygging- ar og hafði mjög gaman af. Það er margt merkilegt að gerast í frönskum arkitekt- úr núna og það er alveg lífsnauðsyn að komast annað slagið til annarra landa og hlaða rafhlöðurnar, því þótt ég reyni að fylgjast sem best með og lesa fagtímarit er ákveðin hætta á því að staðna héma heima ef maður fær ekki ný sjónarhorn og nýja strauma frá öðrum löndum." Helga er á milli vita í húsnæðismálum, býr í leiguhúsnæði eins og er, en er að festa kaup á sérhæð í vesturbænum og hlakkar til að flytjast þangað: „Þegar ég var yngri var ég ákveðin í að komast í einbýlishús en með aldrinum fer maður að slá af kröfunum og draumurinn um að eignast sitt eigið einbýlishús hefur fallið í skuggann. Það getur þó vel verið að ég eigi eftir að teikna mitt eigið hús, en það er ekkert meginmarkmið í lífinu lengur. Ég hef með árunum þróað annað gildismat og keppi ekki eins mikið og áð- ur eftir veraldlegum gæðum. Ég viður- kenni þó að það er erfitt að slá af kröf- unum og sætta sig við að sleppa ein- hverju sem maður er orðinn vanur, en það er ekki ómögulegt." Það er auðséð á heimili Helgu að listin spilar stóran þátt í lífi hennar. Mikið af myndverkum á veggjum og listmunir til skrauts á borðum og bekkjum. Það er þó tónlistin sem skipar æðsta sessinn á heimilinu. Helga hefur mikinn áhuga á tónlist, lærði á píanó í mörg ár og hefur gaman af því að syngja: „Ég og maður- inn minn erum bæði í Dómkómum og förum á æfingar tvisvar í viku. Oft er ég svo þreytt eftir vinnudaginn að ég ætla ekki að hafa mig af stað, en kem alltaf endumærð heim. Jónas var atvinnumað- ur í tónlist í mörg ár og mikið af vinum okkar er tónlistarfólk svo tónlistin skipar stóran sess í okkar lífi. Við reynum að fylgjast með sem flestu sem gerist í tón- listarlífinu. Myndlistin er líka áhugamál hjá mér. Ég fer mikið á sýningar, en því miður hef ég sjaldan efni á því að kaupa mynd- Amerísku „Sealy '-rúmin eru alveg ómótstæðileg. Þau eru hönnuð í samráði við færustu beinasérfræðinga Bandaríkjanna. Tvær þykkar dýnur, undir- og yfirdýna, sem fjaðra saman og ná þannig að gefa þér góðan nætursvefn án bakverkja að morgni. 15 ára ábyrgð. Marco hf., Langholtsvegi 111, 2. hæð sími 680690. HEIMSMYND 47

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.