Heimsmynd - 01.05.1990, Side 48

Heimsmynd - 01.05.1990, Side 48
verk. Ég las mikið áður fyrr og meðan ég var í námi, en nú les ég aðallega það sem tengist arkitektúr. Annar lestur hef- ur orðið útundan hjá mér í seinni tíð, ég stefni að því að lesa það sem ég hef misst af undanfarin ár í ellinni. Leikhúsið hef ég því miður fjarlægst og hef ekki lengur eins gaman af því að fara í leikhús og áð- ur en ég fer þeim mun meira í bíó.“ Lífsstíll Helgu mótast fyrst og fremst af vinnu og hún segir að sér leiðist ef hún sé ekki alltaf á fullu. Um það hvort hún sé hin dæmigerða framakona segist hún ekki vita neitt: „Mér finnst eðlilegt að kona sem búin er að leggja á sig margra ára háskólanám vilji fá að starfa að sínu fagi og ef það heitir að vera framakona þá er ég það. Ég hef líka verið svo hepp- in að geta leyft mér að stunda vinnuna á fullu, þar sem ég á ekki nema eitt barn. Ég dáist að konum sem geta sinnt mörg- um börnum og heimili, en samt komið sér áfram í sinni vinnu. Ég er ekki viss um að ég hefði getað það.“ ún býr í fallegu einbýlishúsi með eiginmanni og tveimur börnum, rekur eigin teikni- stofu í kjallaranum, stundar líkamsrækt og hugrækt og reynir að innrétta líf sitt þannig að hún geti bæði stundað sitt fag og sinnt fjöl- skyldunni sem mest. Elín Kjartansdóttir heitir hún og hefur frá blautu barnsbeini alist upp við að virða fegurð- ina í umhverfinu, listina og lífsins gæði. „Lífsstfll manns breytist með aldrin- um,“ segir Elín. „Þegar ég var við nám í Listaakademíunni í Kaupmannahöfn á árunum 1976 til 1982, lifði ég og hrærðist í listaheiminum og fannst að heimilið ætti að endurspegla það. Þá átti allt að vera svo listrænt og æðislegt, lá við að maður vildi hafa heimilið uppraðað eftir formúlu og öllu stillt upp í nákvæmlega réttri línu við hvað annað. Eftir að ég eignaðist börnin hafa áherslurnar breyst. Ég hef farið að meta það meira að útlit hlutanna og notagildi þeirra fari saman. Það er ekki hægt að búa með börn á heimili þar sem dýrum munum er raðað í níutíu gráðu horn og ekkert má hreyfast án þess að heildarsvipurinn raskist.“ Arkitektúr hefur alltaf skipað stóran sess í lífi Elínar, allt frá því að foreldrar hennar hófu að byggja hús eftir teikn- ingu Manfreðs Vilhjálmssonar, þegar hún var átta ára gömul: „Það hefur sjálf- sagt haft mikil áhrif á mig að fylgjast með þeirri byggingu allt frá því að hún var á teikniborðinu og þar til húsið var fullfrágengið. Foreldrar mínir eru líka miklir fagurkerar, finnst gaman að safna í kringum sig fallegum húsgögnum og listaverkum og ég lærði að meta gildi þess að hafa fallega hluti í kringum mig strax í æsku. Ég hrífst af fallegri hönnun á hlutum, hvort sem um er að ræða hús. húsgögn, listmuni eða fatnað, en útlitið og formið má ekki taka völdin af nota- gildinu. Með aldrinum hef ég líka farið að huga meira að hinum innri gildum. Það er ekki nóg að smíða sér fallegan ramma, maður verður að passa upp á sinn innri mann, vera heil og gefandi manneskja." Elín stundar líkamsrækt í líkamsrækt- arstöðinni Mætti, þar sem hún hannaði sjálf allar innréttingar, og segir lífsstfl sinn vera að breytast í samræmi við þá heildrænu lifnaðarhætti sem þar eru kenndir: „Ég er nú tiltölulega nýbyrjuð hjá honum Guðna, en þetta prógramm er að breyta lífi mínu. Ég er farin að hugsa meira um það hvað ég læt ofan í mig og börnin, hvernig ég lifi og hvað ég geri fyrir sjálfa mig. Það skiptir máli að efla það besta í sjálfum sér, bæði andlega og líkamlega og ég finn það hvað ég hef miklu meiri orku og er miklu glaðari eft- ir að ég er búin að vera í líkamsrækt í tvo tíma. Áherslan á að rækta hugann til jafns við líkamann endurspeglast í þjóð- félaginu. Fólk er sem óðast að hverfa frá hinum efnislegu gæðum, það er að verða meiri mýkt í öllu og það á jafnt við um arkitektúr sem annað. Ég er þó engin öfgamanneskja og þetta líkamsræktar- prógramm mitt er allt innan ramma skynseminnar. Ég er hætt að reykja en ég neita mér ekki um góðan mat eða gott vín. Við hjónin erum í matarklúbbi með nokkrum vinum okkar, skiptumst á um að koma heim til hvers annars og borða. Þetta eru engar sex rétta glæsi- veislur, það er í lögum klúbbsins, en við borðum góðan mat og skemmtum okkur saman. Mér finnst líka gaman að fara með góðum vinum á gott veitingahús og uppáhaldsstaðurinn minn núna er Jóna- tan Livingston Mávur. Þar helst allt í hendur, góður og vel fram borinn matur, góð þjónusta og vel hannað umhverfi. Annars er ekki mikið af góðum veitinga- húsum hér, því miður. Það er allt í lagi með þau flest, en þau eru ekkert sér- stök. Á skemmtistaðina kem ég varla nokkurn tíma. Maður átti sitt diskótíma- bil áður en börnin fæddust, en var orð- inn hundleiður á því og saknar þess ekki neitt. Núna miðast allt við það að byggja upp gott fjölskyldulíf og skapa börnun- um þær aðstæður að þau geti orðið heil- ar og góðar manneskjur. Ég valdi að fara af stað með eigin teiknistofu hér í kjall- aranum til þess að geta lagað minn vinnutíma að þörfum þeirra. Það kemur stelpa og passar þá á morgnana, en ég er alltaf til taks ef eitthvað bjátar á. Svo eru þeir á leikskóla eftir hádegið. Við reyn- um að sinna þeim eins mikið og við get- um og skiptumst á um það eftir því hversu mikið vinnuálag er á hvoru okkar um sig í það skiptið. Ég hef þá með mér í öllu sem ég geri á heimilinu og þeim framhald á bls. 97. 48 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.