Heimsmynd - 01.05.1990, Side 69

Heimsmynd - 01.05.1990, Side 69
inn Evrópubúi komist. Þcgar hann sneri til Tanganyika stöðuvatnsins í átt að austur- ströndinni 1871 var hann orð- inn alvarlega sjúkur og þar fann fréttaritarinn Henry M. Stanley Livingstone en blað- ið New York Herald hafði sent Stanley til að skrifa um 'r Livingstone. Stanley færði honum vistir og lyf en Liv- ingstone neitaði að fara með honum til Bretlands. Hann hélt þess í stað í suðurátt og í Zambíu fundu afrískir þjónar hans hann látinn í maí 1873. Þeir skáru úr honum hjartað og grófu í afrískri mold. Lík- ið báru þeir til strandarinnar en sú ferð tók nokkra mán- uði. Davíð Livingstone var jarðsettur með mikilli við- höfn í Westminster Abbey ári síðar. A ferðum sínum um Afr- íku í þrjá áratugi kannaði Livingstone slóðir sem eng- inn hvítur maður hafði áður gert. Án efa hefur hann haft meiri áhrif á viðhorf Evrópu- búa til Afríku en nokkur annar fyrr og síðar. Rann- sóknir hans voru slíkar að enn er byggt á þeirri vitn- eskju sem hann aflaði. Þrátt fyrir að hann væri þjóðernis- sinni og barn Viktoríutímans trúði hann innilega á mátt Afríku og sjálfstæði álfunnar í framtíðinni. Einangrunarsinninn Lodge. Henry Cabot Lodge fæddist 12. maí, 1850 í Boston. Hann var öldungadeildar- þingmaður repúblíkana í meir en þrjátíu ár og barðist harðast gegn því í þinginu að Bandaríkjamenn tækju þátt í Þjóðabandalaginu í kjölfar fyrri heimsstyrjaldarinnar. Lodge var fyrsti nemandi Harvardháskóla sem hlaut doktorsnafnbót í stjórnmála- fræði og skrifaði mikið um stjórnmál og stjórnmálamenn allt sitt líf. Hann barðist fyrir samein- uðu átaki Bandaríkjamanna í fyrri heimsstyrjöldinni en varð einnig fyrstur til vekja máls á alþjóðlegri friðar- stofnun 1916. Þegar Woodr- ow Wilson forseti kvatti til stuðnings við Þjóðabandalag- ið óttaðist Lodge að sjálf- stæði Bandaríkjanna gæti beðið hnekki í slíku banda- lagi og sem formaður utan- ríkismálanefndar Bandaríkja- þings var hann í aðstöðu til að móta andstöðu Banda- ríkjamanna við Versalasamn- inginn og þar með Þjóða- bandalagið. Hann var því í hópi hörðustu einangrunar- sinna og fékk sínu fram- gengt. Þegar Warren G. Harding forsetaefni repúblík- ana vann sigur í forsetakosn- ingunum 1920 varð Cabot Lodge einn fjögurra sendi- fulltrúa Bandaríkjanna á ráð- stefnunni um takmörkun víg- búnaðar í Washington 1921. Barnabarn hans, Henry Cabot Lodge, varð einnig öldungadeildarþingmaður en hann tapaði í kosningunum um varaforsetaembættið 1960. Fjölhæf leikkona. / rska leikkonan Siobhan McKenna, en uppruna- legt nafn hennar var Siobhan Giollamhuire Nic Cionnaith, fæddist í Belfast 24. maí 1923. Hún var ein- — og Marshall-áætlunarinnar. Árið 1952 barðist hann um sæti í öldungadeildinni við Henry Cabot Lodge yngri og sigraði hann. Robert bróðir hans stjómaði kosningabaráttu þeirri en móðir hans Rose og systurnar Eunice, Patricia og Jean héldu teboð út um allt til að afla honum fylgis. Öldungadeildarþingmaðurinn John F. Kennedy hóf starf sitt á því að hafa skrif- stofudyrnar ætíð opnar. Það orðspor fór því af honum strax að hann væri opinn og móttækilegur fyrir hugmyndum og vandamálum fólks. Flokksbræður hans létu það fara í taugarnar á sér að Kenn- edy skyldi ekki vera á móti Joseph McCarthy sem frægur var fyrir „norna- veiðar“ sínar á þessum árum en hann leitaði uppi alla þá sem hann grunaði um að vera kommúnista í opinberum em- bættum. Jósef gamli Kennedy borgaði í sjóði McCarthys og voru þeir ágætir kunningjar. Þegar þingið fordæmdi að- gerðir McCarthys 1954 var John hvergi nærri og gerðu biaðamenn óspart grín að því. Árið 1956 sendi John F. Kennedy frá sér bókina Profiles in Courage sem fjall- aði um átta bandaríska stjórnmálaleið- toga sem þorðu að fylgja sannfæringu sinni í trássi við almennar vinsældir. Bókin hlaut Pulitzerverðlaunin 1957. Hann barðist fyrir auknum mannrétt- indum í þinginu og fjárhagsaðstoð við nýsjálfstæðar þjóðir Afríku og Asíu. Hann hneykslaði marga þegar hann ákallaði Frakka um að veita Alsír sjálf- stæði. í janúar 1960 lýsti John F. Kennedy því yfir að hann hygðist bjóða sig fram til forseta. Hann var þegar orðinn lands- frægur en myndir af honum og Jacquel- ine konu hans höfðu prýtt ótal tímarita- forsíður. Hann var fyrsti kaþólikkinn sem náði kjöri í forsetaembætti enda lagði hann ríka áherslu á aðskilnað ríkis og kirkju í ræðum sínum. Hann valdi Lyndon B. Johnson sem varaforsetaefni sitt en Johnson hafði sjálfur stefnt að út- nefningu. Kennedy sagði forsetakjör sitt marka nýtt landnám en nýi stfllinn sem hann innleiddi í embætti fór ekki framhjá neinum. Hann var glæsilegri en nokkur annar lifandi stjórnmálamaður. Hann var vellauðugur, Harvardmenntaður með fjölskyldu sem sópaði að á bak við sig. Eiginkona hans fylgdi nýjustu París- artískunni og tilheyrði gamalli banda- rískri yfirstéttarætt. Rúsínan í pylsuend- anum voru hámenntaðir ráðgjafar sem hann safnaði í kringum sig, rjóminn í landinu. Hann var yngsti forseti Bandaríkjanna fyrr og síðar. Valdatíð hans stóð í eitt þúsund þrjátíu og sjö daga. í innsetning- arræðu sinni ákallaði hann þjóðina að berjast gegn sameiginlegum óvini mann- kyns: harðstjórn, fátækt, sjúkdómum og styrjöldum. Hvert ólánið rak annað í utanríkismál- um Kennedystjórnarinnar: Misheppnuð innrás í Svínaflóa þar sem gera átti til- raun til að steypa Fidel Castro af stóli á Kúbu en innrásarmennirnir voru ýmist drepnir eða hraktir til baka og Kennedy einn ábyrgur. Næst lenti hann í útistöð- um við Krushjeff vegna Berlínarmúrsins sem reistur var 1961 og ári síðar í Kúbu- deilinni þegar það uppgötvaðist að Sov- étmenn höfðu komið kjarnorkueldflaug- um fyrir á Kúbu. Þá deilu vann Kennedy og flaugamar voru fjarlægðar. Stærsta sigur sinn vann John F. Kennedy í utan- ríkismálum þegar hann fékk Breta og Sovétmenn til að undirrita samning sem bannaði tilraunir með kjarnorkuspreng- ingar. Hann náði litlum árangri í tveimur hugðarefnum sínum sakir veikrar stöðu í þinginu: niðurskurði á tekjuskatti og mannréttindamálum. Engu að síður var hann óvenju vinsæll heima og annars staðar. Hann virtist geisla af hreysti og heilbrigði og áhersla hans á opnari stjórnsýslu vakti aðdáun manna. Hann var myrtur 22. nóvember 1963 í opinni bifreið í heimsókn í Dallas. Ekki hefur tekist að sanna að um samsæri hafi verið að ræða. Morðingi var fundinn Lee Harvey Oswald, 24 ára gamall Dallas- búi, sem var myrtur tveimur dögum síð- ar af Jack Ruby, næturklúbbseiganda. Kennedy var dáinn en goðsögnin lifir enn.D HEIMSMYND 69

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.