Heimsmynd - 01.05.1990, Qupperneq 76

Heimsmynd - 01.05.1990, Qupperneq 76
Fyrst bjuggu þau niðri í bænum en árið 1896 festu þau kaup á erfðafestulandi sunnan í Skólavörðuholtinu þar sem hét í Mó- húsum. bau vildu hafa börn sín á grasi en ekki láta þau velkj- ast á sóðalegum götum Kvosarinnar. Þau skírðu kotið upp og kölluðu Laufás. Séra Þórhallur var mikill bóndi í eðli sínu og bráðlega rak hann eitt af blómlegustu búum landsins á býli sínu. Þar voru tuttugu kýr í fjósi og heyjað á túnum í kring, meðal annars þar sem núverandi Hljómskálagarður er. Jafnframt var hann lífið og sálin í búnaðarframförum landsins, var til dæmis aðalstofn- andi Búnaðarfélags Islands og lengi formaður þess. A hverju kvöldi fór hann í fjósagallann og þegar hann gekk út á tún og kallaði: „Strákar!" þá komu reiðhestarnir hlaupandi til að sækja bitann sinn. Sú saga hefur farið víða, að dóttir biskups hafi, nýtrúlofuð, komið það seint heim að hún þurfti að kveðja dyra í Laufási, enda lykillaus. Þegar hún hafði barið drykklanga stund án þess að ansað væri, greip hún til þess ráðs að baula svo hátt sem hún gat. Var þá ekki að sökum að spyrja; biskup vaknaði með andfælum og kom til dyra að vörmu spori. Þegar byggðin þettist í kringum Laufás voru allir krakkar í nágrenninu velkomnir í heyskap á Laufástúninu. Guðrún, dóttir Þórarins B. Þorlákssonar listmálara, sem ólst upp í ná- lægu húsi, sagði eitt sinn í viðtali að krakkarnir hefðu borið afar mikla virðingu fyrir biskupnum og jafnvel álitið að hann væri sjálfur guðdómurinn. Nú eru öll tún horfin við Laufás en íbúðarhús biskupsins stendur enn, virðulegt og fallegt, á horni Laufásvegar og Bragagötu. Þar búa ennþá barnabörn hans. GLÆSIMENNI OG FORSÆTISRÁÐHERRA Biskupshjónin í Laufási eignuðust fjögur börn. Einn sonur þeirra, Björn Þórhallsson (1891-1916) dó ungur en nú verða hin talin upp og afkomendur þeirra: Elstur var Tryggvi Þórhallsson (1889-1935). Hann ólst eins og þau systkini upp við þjóðernislegan eldmóð og framfara- hug. Þegar hann var 18 ára gamall var Ungmennafélag Reykjavíkur stofnað og brátt var enginn maður með ungum mönnum í Reykjavík nema hann væri félagi í því, það varð öflugasta ungmennafélag landsins. Tryggvi var kappsamur og hverjum manni vinsælli og tók því snemma forystuna og varð formaður félagsins en nánustu samherjar hans voru ungir eld- hugar sem síðar áttu eftir að mynda kjarnann í svokallaðri Tímaklíku sem var hin eiginlega stjórn Framsóknarflokksins um árabil. Má þar nefna Jónas frá Hriflu og Guðbrand Magn- ússon. Tryggvi Þórhallsson lauk embættisprófi í guðfræði vor- ið 1912 og ári síðar kvæntist hann Önnu Guðrúnu Klemens- dóttur (1890-1987), dóttur Klemensar Jónssonar landritara, síðar ráðherra. Hann varð prestur að Hesti í Borgarfirði 1913 til 1916, var um eins árs skeið settur dósent í guðfræði við Há- skólann, en tók þá boði um að verða ritstjóri Tímans og gegndi því starfi allt þar til hann varð forsætisráðherra árið 1927. Eftir að Tryggvi tók við Tímanum sást fljótt að þar var nýr foringi kominn á vettvangi íslenskra stjórnmála. Nánasti sam- starfsmaður hans var Jónas frá Hriflu og voru þeir ákaflega ólíkir en bættu hvor annan upp. Þeir voru dúett í íslenskum stjórnmálum, líkt og Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson síð- ar. Tryggvi var glæsilegur á velli, drengilegur, mælskumaður og áhugamikill að hverju sem hann gekk. Hann var kjörinn á þing fyrir Strandasýslu 1923 og þegar Framsóknarflokkurinn vann stórsigur í kosningunum 1927 vafðist ekki fyrir flokks- mönnum hver ætti að vera forsætisráðherra. Tryggva Þórhalls- syni var þegar falin stjórnarmyndun. Kosningasigurinn var einkum talinn verk hans og Jónasar frá Hriflu. ALÞINGISHÁTÍÐIN OG ÞINGROFIÐ Tryggvi Þórhallsson var forsætisráðherra í fimm ár og há- punkti náði ferill hans á alþingishátíðinni 1930 þegar hann kom fram sem ótvíræður þjóðarleiðtogi íslendinga. Eftir það fór að halla undan fæti enda kreppan skollin á. Umdeildasta atvikið á stjórnmálaferli Tryggva var þingrofið 1931. Þá var yf- irvofandi vantraustsyfirlýsing á stjórnina vegna breytinga á kjördæmaskipan sem sjálfstæðismenn og alþýðuflokksmenn Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra á alþingishátíðinni 1930. 76 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.