Heimsmynd - 01.05.1990, Page 79

Heimsmynd - 01.05.1990, Page 79
Tveir afkomendur____________________ Tryggva Þórhallssonar, dætur Þórhalls sonar hans, systurnar Þóra Ellen og Anna Guðrún, sem báðar hafa lokið doktorsnámi. Dönsku konungshjónin og íslensku forsetahjónin í Kristjánsborgarhöll f954. Forsetahjónin í Alþingishúsinu f960 með séra Friðriki Friðrikssyni. Steindóri Valdimarssyni. Auður Bjarnadóttir (.f 1961) kennari og Unnur Bjarnadóttir (f. 1963) bankamaður. HÚSFREYJAN Á HVANNEYRI Annað barn biskupshjónanna í Laufási var Svava Pórhalls- dóttir (1890-1979). Hún var, eins og systkini hennar í fylking- arbrjósti í ungmennafélagshreyfingunni en ungmennafélag kvenna í Reykjavík hét Iðunn. Svava lauk prófi í Kennara- skólanum 1909 en stundaði síðan nám í Svíþjóð og Dan- mörku. Hún lærði postulínsmálun, fyrst íslenskra kvenna og fékkst síðan jafnan við hana. Svava giftist árið 1911 náfrænda sínum, Halldóri Vilhjálmssyni, skólastjóra Bændaskólans á Hvanneyri. Þau voru bræðrabörn (sjá síðar). Tók hún 21 árs gömul við Hvanneyrarheimilinu sem þá var talið stærsta heim- ili landsins. Auk þess var hún potturinn og pannan í félags- málum á staðnum. Sambúð þeirra hjóna endaði þó með dramatískum skilnaði sem mun hafa orðið þeim báðum þung- bær. Svava flutti til Reykjavíkur og bjó þar til dauðadags. Hún málaði jafnan á postulín og munir hennar voru seldir í verslunum í Reykjavík. Nú nýlega var opnuð sýning á verkum hennar í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg í tilefni af hundrað ára afmæli hennar. Börn þeirra Halldórs voru þessi: 1. Valgerður Halldórsdóttir (1912-1990) húsmæðrakennari, skólastjóri á Laugalandi í Eyjafirði 1937 til 1940. Maður henn- ar var Runólfur Sveinsson sandgræðslustjóri. Hann tók við skólastjórastöðu á Hvanneyri eftir að tengdafaðir hans lést 1936 og gegndi henni til 1947. Þá var hann skipaður sand- græðslustjóri en lést á besta aldri árið 1954. Börn þeirra eru Pórhallur Runólfsson (f. 1944) kennari, kvæntur Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Sóknar, Sveinn Runólfsson (f. 1946) landgræðslustjóri í Gunnarsholti á Rangárvöllum síðan 1972 en hann hefur meistarapróf í landgræðslu frá Cornell- háskóla og Halldór Runólfsson (f. 1948) dýralæknir, deildar- stjóri hjá Hollustuvernd ríkisins. 2. Sigríður Halldórsdóttir (1914-1956), kona Páls Þorkels- sonar verkamanns í Reykjavík. Börn þeirra eru Halldóra Pálsdóttir (f. 1935) fótnuddkona og Tryggvi Pálsson (1941- 1971) bifvélavirki. 3. Svava Halldórsdóttir (1916-1988). Hún nam meðal annars á íþróttaskóla Nielsar Bukh í Danmörku á yngri árum og ferðaðist um með úrvalsfimleikaflokki hans víðs vegar um Danmörku. Hún var gift Gunnari Bjarnasyni, þeim umdeilda hrossaræktarráðunauti sem meðal annars var kennari á ættar- setrinu Hvanneyri um árabil. Þau skildu 1962 og varð Svava þá um hríð ráðskona hjá Dóru Þórhallsdóttur, móðursystur sinni, á Bessastöðum en starfaði síðast sem matráðskona á Barnageðdeild Hringsins. Börn þeirra Gunnars eru Halldór Gunnarsson (f. 1941) prestur í Holti undir Eyjafjöllum og Bjarni Gunnarsson (f. 1948) byggingaverkfræðingur í Reykja- vík. 4. Björn Halldórsson (1918-1983) hagfræðingur. Hann lauk meistaraprófi frá Harvard í Bandaríkjunum 1946 en var síðan lengst af framkvæmdastjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna. Kona hans var Marta Pétursdóttir. Börn þeirra eru Pét- ur Björnsson (f. 1949) framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofunnar Sögu og Svava Björnsdóttir (f. 1952) myndlistarmaður í Reykjavík. 5. Pórhallur Halldórsson (f. 1922) forstöðumaður heilbrigð- Valgerður Halldórsdóttir og Runólfur Sveinsson sandgræðslustjóri með syni sína Svein, t>nrha11 no T-Tallrlnr Synir Valgerðar Halldórsdóttur með börnum sínum.

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.