Heimsmynd - 01.05.1990, Qupperneq 79

Heimsmynd - 01.05.1990, Qupperneq 79
Tveir afkomendur____________________ Tryggva Þórhallssonar, dætur Þórhalls sonar hans, systurnar Þóra Ellen og Anna Guðrún, sem báðar hafa lokið doktorsnámi. Dönsku konungshjónin og íslensku forsetahjónin í Kristjánsborgarhöll f954. Forsetahjónin í Alþingishúsinu f960 með séra Friðriki Friðrikssyni. Steindóri Valdimarssyni. Auður Bjarnadóttir (.f 1961) kennari og Unnur Bjarnadóttir (f. 1963) bankamaður. HÚSFREYJAN Á HVANNEYRI Annað barn biskupshjónanna í Laufási var Svava Pórhalls- dóttir (1890-1979). Hún var, eins og systkini hennar í fylking- arbrjósti í ungmennafélagshreyfingunni en ungmennafélag kvenna í Reykjavík hét Iðunn. Svava lauk prófi í Kennara- skólanum 1909 en stundaði síðan nám í Svíþjóð og Dan- mörku. Hún lærði postulínsmálun, fyrst íslenskra kvenna og fékkst síðan jafnan við hana. Svava giftist árið 1911 náfrænda sínum, Halldóri Vilhjálmssyni, skólastjóra Bændaskólans á Hvanneyri. Þau voru bræðrabörn (sjá síðar). Tók hún 21 árs gömul við Hvanneyrarheimilinu sem þá var talið stærsta heim- ili landsins. Auk þess var hún potturinn og pannan í félags- málum á staðnum. Sambúð þeirra hjóna endaði þó með dramatískum skilnaði sem mun hafa orðið þeim báðum þung- bær. Svava flutti til Reykjavíkur og bjó þar til dauðadags. Hún málaði jafnan á postulín og munir hennar voru seldir í verslunum í Reykjavík. Nú nýlega var opnuð sýning á verkum hennar í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg í tilefni af hundrað ára afmæli hennar. Börn þeirra Halldórs voru þessi: 1. Valgerður Halldórsdóttir (1912-1990) húsmæðrakennari, skólastjóri á Laugalandi í Eyjafirði 1937 til 1940. Maður henn- ar var Runólfur Sveinsson sandgræðslustjóri. Hann tók við skólastjórastöðu á Hvanneyri eftir að tengdafaðir hans lést 1936 og gegndi henni til 1947. Þá var hann skipaður sand- græðslustjóri en lést á besta aldri árið 1954. Börn þeirra eru Pórhallur Runólfsson (f. 1944) kennari, kvæntur Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formanni Sóknar, Sveinn Runólfsson (f. 1946) landgræðslustjóri í Gunnarsholti á Rangárvöllum síðan 1972 en hann hefur meistarapróf í landgræðslu frá Cornell- háskóla og Halldór Runólfsson (f. 1948) dýralæknir, deildar- stjóri hjá Hollustuvernd ríkisins. 2. Sigríður Halldórsdóttir (1914-1956), kona Páls Þorkels- sonar verkamanns í Reykjavík. Börn þeirra eru Halldóra Pálsdóttir (f. 1935) fótnuddkona og Tryggvi Pálsson (1941- 1971) bifvélavirki. 3. Svava Halldórsdóttir (1916-1988). Hún nam meðal annars á íþróttaskóla Nielsar Bukh í Danmörku á yngri árum og ferðaðist um með úrvalsfimleikaflokki hans víðs vegar um Danmörku. Hún var gift Gunnari Bjarnasyni, þeim umdeilda hrossaræktarráðunauti sem meðal annars var kennari á ættar- setrinu Hvanneyri um árabil. Þau skildu 1962 og varð Svava þá um hríð ráðskona hjá Dóru Þórhallsdóttur, móðursystur sinni, á Bessastöðum en starfaði síðast sem matráðskona á Barnageðdeild Hringsins. Börn þeirra Gunnars eru Halldór Gunnarsson (f. 1941) prestur í Holti undir Eyjafjöllum og Bjarni Gunnarsson (f. 1948) byggingaverkfræðingur í Reykja- vík. 4. Björn Halldórsson (1918-1983) hagfræðingur. Hann lauk meistaraprófi frá Harvard í Bandaríkjunum 1946 en var síðan lengst af framkvæmdastjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna. Kona hans var Marta Pétursdóttir. Börn þeirra eru Pét- ur Björnsson (f. 1949) framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofunnar Sögu og Svava Björnsdóttir (f. 1952) myndlistarmaður í Reykjavík. 5. Pórhallur Halldórsson (f. 1922) forstöðumaður heilbrigð- Valgerður Halldórsdóttir og Runólfur Sveinsson sandgræðslustjóri með syni sína Svein, t>nrha11 no T-Tallrlnr Synir Valgerðar Halldórsdóttur með börnum sínum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.