Heimsmynd - 01.05.1990, Qupperneq 86

Heimsmynd - 01.05.1990, Qupperneq 86
Kona bjargar barni úr klóm þekkts kynferðisofbeldis- manns. Eitthvað á þessa leið hljóðaði fyrirsögnin. Konan þekkti manninn vegna myndbirtingar í DV og lét sér ekki nægja að hringja á lögregluna heldur greip strax til sinna ráða og sótti dreng- inn heim til hans, þar sem hann hafði afklætt drenginn undir því yfirskini að hann væri að þurrka fötin hans. Myndir birtast í sjónvarpinu þar sem verið er að leiða hinn grunaða til yfirheyrslu í fylgd lög- reglumanna. Hann skýlir andliti sínu með því að bera hönd fyrir höfuð sér. Næsta stig er að lögreglumaðurinn verður að láta taka við sig viðtöl í sjón- varpi og í Morgunblaðinu ásamt mynd. Hann hefur ítrekað orðið fyrir aðkasti á almannafæri frá fólki, sem hefur misskil- ið hver var hvað í fréttamyndinni í sjón- varpinu. Það hrópar að honum ókvæðis- orð og hvæsir að þetta sé nú meira rétt- lætið, að svona ofbeldismenn skuli ganga lausir, fæst ekki til að hlusta á skýringar, verður að fá niðurbældum reiðitilfinn- ingum sínum útrás. Myndbirtingar af lögreglumanninum eru nauðsynlegar til að rétta hlut hans. I síðasta mánuði var þrítugur maður dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga tólf ára stúlku og hafa kynferðis- lega tilburði í frammi við fimm aðrar stúlkur á aldrinum tólf til fimmtán ára. Málið var flutt fyrir luktum dyrum í Hæstarétti og í dómsniðurstöðum var fullrar nafnleyndar gætt varðandi stúlk- urnar. Nafn afbrotamannsins var hins vegar birt. Hann á einn alnafna á Reykjavíkursvæðinu og sá maður hefur orðið fyrir ýmsu aðkasti og fengið heift- úðug símtöl. Þar geldur saklaus maður fyrir afbrot þessa alnafna síns. Fá afbrot vekja eins miklar geðshrær- ingar, þegar upp komast, og ofbeldi, ágengni eða átroðningur gagnvart sak- lausum börnum. Traðkað er á barnslegu trúnaðartrausti og einfeldni og skilin eft- ir djúp sár sem stundum svíður undan ævilangt. Margir fullorðnir bera menjar slíkrar reynslu, hafa byrgt með sér reiði sína, sársauka og niðurlægingu og veita þessum tilfinningum útrás, þegar uppvíst verður um slík tilfelli og þau verða fjöl- miðlamatur. Þá getur orðið skammt í að þessar tilfinningar snúist upp í rang- hverfu sína, verði að móðursýki sem bitnar á saklausu fólki, eins og dæmin hér að ofan sýna glögglega. Síðar í grein- inni verður rakið dæmi frá Bandaríkjun- um sem sýnir að grípi slík móðursýki um sig og nái inn á fjölmiðlana, getur hún orðið að faraldri sem lagt getur líf fjölda saklauss fólks í rúst, foreldra jafnt sem annars umsjárfólks ungbarna. A síðasta áratug hefur allur hinn vest- ræni heimur vaknað til vitundar um að afbrot af þessu tagi eru miklu algengari en áður var talið. í langflestum tilfellum eiga þau sér stað innan vébanda fjöl- skyldunnar, eru sjaldan kærð heldur 86 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.