Heimsmynd - 01.05.1990, Blaðsíða 91

Heimsmynd - 01.05.1990, Blaðsíða 91
ferðislega áreitni og ofsóknir á hendur börnum. Breytingar á lögum um sönn- unarskyldu leyfðu að börn bæru vitni. Vel má vera að ásakanir í sumum þess- um tilfellum hafi verið fáránlegar, en kynferðislegur öfuguggaháttur birtist líka í fáránlegum myndum. Pað kemur glögglega fram við lestur skýrslna um mörg þessara mála að marg- ir hinna fullorðnu, sem lögðu fram kærur eða stóðu að saksókn, blönduðu sér af innlifun í þessi mál. I Buckey málaferl- unum varð það meiriháttar mál, hvort sumir helstu aðila þess hefðu sjálfir orðið fyrir misnotkun sem börn. En jafnljóst er hitt að margir urðu að ósekju fyrir svívirðilegri rangleitni og þarf ekki að fara í neinum smáatriðum út í afdrif hinna ákærðu í Jordan því til sönnunar. í mörgu var æsifréttum blað- anna um að kenna og metorðagjarnir saksóknarar lögðu sitt af mörkum til að koma nafni sínu á framfæri. avid Shaw, fastur greinahöf- I ^ undur Los Angeles Times um ■ ■^fjölmiðlaumfjöllun, skrifaði I .^Blangan greinaflokk dagana eft- lir úrskurð kviðdómsins í HBuckey málinu um meðferð Bblaðanna á því máli. Þetta var Bóvægin frásögn um hvernig ■ fjölmiðlarnir létu dæla í sig I frásögnum eftir að fyrstu ásak- ■ anirnar komu upp á yfirborðið Wt og hann leiddi glögg rök að WLJr því að flestir fjölmiðlarnir hefðu komið sér í það hlutverk að vera bara rás fyrir málflutning saksóknara. Þetta samrennsli hagsmuna - saksókn- ari fús til að leka smáatriðum sakamáls til sjálfsfrömunar í pólitík og skriffinnskukerfi, blaðamaður í leit að stórfyrirsögnum - er vel þekkt fyrirbæri í ameríska dómskerfinu, en í misnotkun- armálaferlum þessa áratugar hafði það óvenju djúp og illkynja áhrif. í þessu móðursýkiandrúmslofti fannst saksóknurunum að þeir gætu komist upp með hvað sem var og blaðamenn löptu upp ákærur þeirra hráar. í gagnrýni sinni á umfjöllun eigin blaðs nefnir Shaw sem dæmi hvernig einn hinna opinberu ákær- enda, Lael Rubin, lét orð falla utan rétt- arsala á þá leið að amma Buckeys hefði skrifað hjá sér í dagbók, að Ray hefði fengið ráðgjöf um „kynferðisvandamál, sem snertu smábörn“. Asökunin komst til skila inn í upphaf fréttar í Los Angeles Times daginn eftir. Fréttamaðurinn hafði ekki samband við ráðgjafann, kaþ- ólskan prest, sem sagði að ekki væri minnsti fótur fyrir ásökuninni. En ef frækornið að öllu þessu var víð- tækari félagsleg meðvitund um raun- veruleika og tíðni kynferðisafbrota gagn- vart börnum og fúsleiki til að taka vitnis- burð barna of alvarlega vegna þess að áður hafði hann ekki verið tekinn nógu alvarlega, þá féll það í frjóan jarðveg fyrstu valdaára Reagans. Sú er að minnsta kosti helsta skýring breska blaðamannsins Alexanders Cock- burns í nýlegri grein um þessi mál, sem hér hefur verið stuðst við. Reagan hafði hafist í pólitík á öldufaldi móðursýki Mccarthyismans og raunar leikið lykil- hlutverk í ofsóknum þeirra ára gegn leik- urum og rithöfundum Hollywood. Ýmsir ofstækisfyllstu áhangendur hans gerðu vanburðugar tilraunir til að endurvekja nornaveiðar þeirra ára með árásum á vinstri sinnaða útsendara Satans. Sú til- raunin sem beinlínis beindist að því að endurvekja yfirheyrslur í McCarty stíl - rannsókn öldungadeildarþingmannsins Jeremy Bentons á „hryðjuverkastarf- semi“ og bolsevískum undirróðri - rann út í sandinn eins og ærslakenndur gam- anleikur. En jarðvegurinn í þjóðfélaginu virðist samt hafa verið orðinn vel undirbúinn fyrir nornaveiðar af einhverju tagi og undir niðri voru samansafnaðir kraftar tilbúnir að veita sér útrás í baráttu dyggðarinnar gegn syndinni. Betri og réttlátari málstað er vart unnt að hugsa sér en að verja saklausan barnslíkamann gegn ágengni og saurgun. Svo að þjóðin hellti sér út í baráttuna gegn Satan og leitin að útsendurum hans tileinkaði sér fljótlega hið alþýðlega haf- urtask slíkra herferða - prestar að fremja svartar messur í dimmum kjöllurum, svelgjandi ungbamablóð og iðkandi hvers konar önnur viðurstyggileg töfra- brögð rangtrúaðra. Smábarnakennarar fóru að gæta þess að vera aldrei einir með bömunum. Myndbandaupptökuvél- ar skimuðu leikherbergin. kennurum til verndar. í þessu hreinsunaræði voru mörg mannslíf lögð í rúst, en um leið verður líka að viðurkenna að mörg böm fengu sjálfstraust og uppburði til þess að segja frá því, sem gerst hafði í laumi, þótt móðursýkin drægi svo aftur úr trú- verðugleika vitnisburða smábarna með fjörugt ímyndunarafl. Heldur verður þessi skýringartilraun Cockburns að teljast einfeldningsleg. Ekki var neinn Reagan uppi í Salem 1692 þegar þar fóru fram sögulegar nornaveiðar, sem leiddu til þess að nít- ján „nornir“ voru brenndar á báli. Or- sakir slíkra móðursýkisfaraldra eru flóknar og margslungnar og engan veg- inn einskorðaðar við bandarískt þjóðlíf. Gæti þetta gerst hér á landi? Varla. Öllum ber saman um að tími sé til kom- inn að lyfta leyndinni og pukrinu af um- ræðum um þessi mál og ræða þau hisp- urslaust fyrir opnum tjöldum. En dæmin frá Bandaríkjunum sýna, að sú umræða getur snúist upp í ranghverfu sína, hitt fyrir saklaust fólk og eyðilagt eðlilegar umgengnisvenjur, tilfinningatengsl og líkamleg atlot fullorðinna og barna. Seinni villan getur orðið jafnslæm hinni fyrri.D HEIMSMYND 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.