Heimsmynd - 01.11.1990, Síða 64

Heimsmynd - 01.11.1990, Síða 64
Flugums]0narmenn „DC9 vélin frá Glasgow og BAC 1-11 • , ■ vélin frá Gatwick komu í samhliða stefnu iil miSSU íOlitll á ratsjánni með fimm mílna millibili. Báðar voru á sömu ratsjárstefnu og í klifri upp í hæð 280. Tvisvar sinnum rugluðust kallmerkin og röng vél svaraði, þegar ég kallaði þær upp.“ „Byrjendur koma til starfa án nokkurrar reynslu af þéttri umferð. Á tíma- skeiði með sæmilega þéttri umferð, sem við reyndum að nýta til þjálfunar nýliða, varð að leysa úr fjórum tilfellum, sem hefðu getað þróast á hættu- legan veg.“ „Á gífurlegum annatíma beindi ég vél frá Brussel inn á hæð 290 og annarri frá Manchester á sömu hæð. Vélarnar komu mjög náiægt hvor annarri og ég fékk aðeins viövörun frá starfsbróður úr annarri deild, sem kom hlaupandi til mín. Athygli mín hafði hvað eftir annað verið rofin þar sem ég varð að sjá um að bæði ratsjárumsjónarmennirnir og aðstoðar- menn fengju hvíldarpásur, þar sem ekki var gert ráð fyrir afleysingarfólki til að sjá um að þeir fengju nauðsynlega hvíld.“ þúsund keyrslustundum á vél, og mögu- leikinn á að missa báða hreyfla út í einu er um það bil einn á móti hundrað millj- ónum.“ Flugmenn eru ekki jafnsannfærðir. Mike Wallace flugstjóri, formaður breska atvinnuflugmannasambandsins, bendir á: Ef flugmaður á tveggja hreyfla vél drepur á öðrum hefur hann bara einn hreyfil eftir. Vélin hefur líka misst 50 prósent af stjórnkerfum sínum. Hún missir hæð og verður að berjast við að- stæður í mun erfiðari loftlögum. Við er- um ekkert hrifnir af þessu, alls ekki hrifnir.“ eir hafa líka áhyggjur af því sem þeir sjá sem tilslökun öryggisyfir- valda á reglum, sem taki óeðlilegt mið af fjárhagshagsmunum flugfélag- anna. Bandarísk félög hafa fengið leyfi til að fljúga tveggja hreyfla vélum á leið- um þar sem næsti varaflugvöllur mundi vera í þriggja flugstunda fjarlægð, ef eitt- hvað kæmi fyrir. Með því móti var hægt að hefja rekstur tveggja hreyfla véla á flugleiðum frá vesturströndinni til Hawa- ii. Bresku reglurnar varðandi leiðina yfir Atlantshafið leyfa að leiðin sé 120 eða 138 mínútur frá næsta varaflugvelli, en breska flugmálastjórnin er með í athug- un að breyta því í 180 mínútur. „Við er- um harðir á móti þeirri breytingu,“ segir Wallace. „Okkur finnst flug á tveggja hreyfla vélum yfir Atlantshafið hæpið því að varaflugvellirnir eru á stöðum eins og íslandi og Grænlandi, sem eru þekkt veðravíti.“ Meðal íslenskra flugmanna er skoðan- ir um þetta skiptar eins og annars staðar. Þeir sem hafa mestan hluta starfsævi sinnar flogið fjögurra hreyfla vélum hafa vissar efasemdir um öryggi tveggja hreyfla vélanna. Hinir hafa ekki af því stórar áhyggjur. Ekki virðast heldur stórar áhyggjur af fækkun í áhöfn í tvo menn. Islensku flugmennirnir fara sjald- an í einum áfanga yfir hafið og telja þreytu flugliða nær óþekkt vandamál. Ný og fullkomin tæki í mælaborðið komi fyllilega í stað þriðja mannsins við okkar aðstæður. Hins vegar taka þeir að nokkru undir áhyggjur starfsbræðra sinna handan hafsins um Atlantshafsflug á tveggja hreyfla vélum, þar sem tækni- búnaður á Keflavíkurflugvelli hafi ekki verið efldur að sama skapi til að taka við nauðlendingum véla í hvaða veðri sem er. Um tveggja ára skeið hefur FIA, Fé- lag íslenskra atvinnuflugmanna, einmitt átt í viðræðum við utanríkisráðuneytið, sem fer með mál Keflavíkurflugvallar, og yfirmenn hersins, sem kostar fram- kvæmdir þar, um uppsetningu ILS blind- lendingarkerfis við braut 29. Þessi braut er einkum notuð í vestlægum vindáttum, þegar gera má ráð fyrir lágskýjuðu veðri, þokulofti og skúra- eða éljaveðri og get- ur aðflugsbúnaður skipt sköpum um það hvort lending næst eða flugvél þarf að bíða eða hverfa brott. IFALPA, Al- þjóðasamband atvinnuflugmanna í áætl- unarflugi, hefur eindregið stutt þessar kröfur og staðfest áhyggjur sínar bréf- lega til FIA: „Keflavík hefur vaxandi þýðingu fyrir flug í einum áfanga yfir Atlantshafið með tveggja hreyfla vélum. Ef þið óskið eftir því að þessi flugvöllur verði flokkaður sem ófullnægjandi sam- kvæmt kröfum IFALPA (Annex 19, 3. hluta), vinsamlega látið okkur vita.“ Það virðist þannig aðeins muna hársbreidd TÍU IERSTU FLUGIEILIR HEIMS „Meingallaðir" flugvelllr samkvæmt lista IFALPA, Alþjóðasambands atvinnuflugvalla. Þótt Keflavíkur- flugvöllur hafi gott orð á sér fyrlr flugumsjón, veðurþjónustu, eldvarna- og björgunarþjónustu og tæknilegan aðbúnaö, á hann á hættu að komast á þennan lista vegna skorts á nákvæmnilendingar- tækjum á braut 29. 64' HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.