Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 8

Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 8
FRA RITSTJORA Viðkvœm mál nixon, fyrrum forseti Banda- ríkjanna, sem þurfti að segja af sér í kjölfar Watergate- hneykslisins, er iðinn við að láta í ljósi skoðanir sínar á al- þjóðastjórnmálum. Hann gagnrýnir Repúblíkanaflokkinn og forystusauðinn Bush harðlega fyrir að hundsa utanríkismál- in algerlega í kosningabaráttunni. Hann rifj- ar upp þá gömlu góðu daga þegar Bandarík- in gegndu forystuhlutverki á alþjóðavett- vangi og sú forsenda var lögð til grundvallar að hagsæld heima íyrir byggði á friði á al- þjóðasviðinu sem bandarísk stjórnvöld tryggðu. Nixon vísar í hugmyndafræði kalda stríðsins þar sem innanríkismál og utanríkis- mál voru eins óaðskiljanleg og síamstvíbur- ar. Bandarísk stjórnvöld spyrntu gegn út- þenslu kommúnismans í Evrópu eftirstríðs- áranna með Marshallaðstoð og hernaðarmætti og þau unnu gegn ítökum Sovétríkjanna í Kóreu, á Filippseyjum, í Nikarakva, E1 Salvador, Angóla, Áfghanistan og víðar. Og Nixon furðar sig á því að bandarísk stjórnvöld skuli ekki láta til skarar skríða í Rússlandi og hinum fyrrum ríkjum Sovétríkjanna á sömu forsendum nú. Hann segir flokkana ekki þora gegn almenningsálitinu sem álíti efnahagsvandann heima fyrir ærið viðfangsefni fyrir stjórnvöld. Nixon spyr sjálfan sig hvers konar leiðtogar þetta séu sem ekki geti mótað almenningsálitið og rutt óvinsælum hugmyndum braut þjóni slíkt þjóðarhagsmunum. Pað er einhver holur tónn í málflutningi gamla bragðarefsins. Tímaritið Economist gerir grín að tilburðum hans og nýlegri samkundu þar sem gamla klíkan frá kaldastríðsárunum var sam- ankomin í Washington til að hlýða á Nixon. Blaðið vísar til þeirra með fornöfnum. I’arna voru Henry (Kissinger) og aðrir áhugamenn um stjórnmál sem list hins ómögulega að ógleymd- um Bush forseta. Economist kallar karlana „hina miklu og mætu d'un certain age„ sem vísbendingu um að þeir og þeirra hug- myndafræði tilheyri liðinni tíð. En hugmyndir Nixons um pólitíkina sem refskák og alþjóða- sviðið sem spennandi taflborð fyrir stórmeistarana í valdastólum lifa enn góðu lífi - en ekki endilega meðal almennings. Á slíkum umbrotatímum sem nú eru á alþjóðavettvangi endurspeglast fá- tækleg hugmyndafræði og úrræðaleysi vel í kosningabaráttunni sem háð er beggja vegna Atlantsála. Á síðasta áratug þegar frjálshyggjan var í mikilli uppsveiflu gátu sálufélagarnir Reagan og Thatcher vitnað í Adam Smith og Milton Friedman og fengu ágætis hljómgrunn. Þau gátu einnig óhikað beitt auglýsingastofum til að hanna ímyndir sem féllu al- menningi í geð. Fræg er sjónvarpsauglýsing Reagans þegar hann bauð sig fram í annað sinn undir slagorðinu: Það dagar á ný í Ameríku\ Nancy og Ron leiddust í skógi, andlitsmyndir af skær- eygum börnum og dögg í grasi. En þetta dugir ekki lengur. Það þýðir ekkert fyrir hina litlausu arftaka Reagans og Thatchers, þá Bush og Major, að láta sig dreyma um að vitna í gamla fijálshyggjumenn. Peir eiga fullt í fangi með að útskýra af hverju þessi samdráttur kemur í kjölfar hinnar miklu hægri sveiflu. En hvað verður þeim þá til tekna? Jú, að það er tæpt á muninum á fylgi þeirra og andstæðinganna og andstæðingarnir eru ekki mjög athyglisverðir. Neil Kinnock, leiðtogi breska Verkamannaflokksins er ekki frjórri en svo að hann hefur reynt að stæla gömlu auglýsingabrellurnar hans Reagans, þar sem hann og Glennys kona hans leiðast í enskri fjöru með kletta í bakgrunni. Beggja megin Atlantsála gera menn sér grein fyrir því að sjónvarpið er mikilvægasti vettvangurinn til að ná athygli kjósenda. Breska sjónvarpið bannar að vísu auglýsingar stjórnmálaflokka en sjónvarpsstöðvar þar sem annars staðar eru álíka ginnkeyptar fyrir ódýr- um brellum af hálfu flokkanna og búa til frétt- ir úr ómerkilegustu hlutum svo sem nýjum auglýsingaskiltum svo ekki sé nú minnst á breyskleika frambjóðenda. Það er vatn á myllu Bush forseta að líkleg- ur mótframbjóðandi hans, Bill Clinton, eyðir mun meiri tíma í að útskýra kvennamál sín en umbótastefnu. Blöðin skýra frá því að Clinton sé kominn í tveggja milljón dollara skuld og hafi bætt á sig tíu kflóum undanfarnar vikur. Clinton er haldinn Elvis-áráttunni svokallaðri (líkt og Ted Kennedy) að þrútna við hveija raun. En bandarískir fjölmiðlar sjá ekkert fyndið við það. Þeim finnst Jerry Brown mun hlægilegri fyrir að hafa eytt tíma með fátæk- um í Kalkútta og börnum í Mexíkó. Svo ekki sé nú minnst á fjá- röflunarleiðir Browns. Hann takmarkar allan stuðning við hundrað dollara en fólk getur styrkt hann með því að hringja í ókeypis símalínu. Brown hefur gagnrýnt harðlega tengsl auð- magns og stjórnmála. Sé rödd Jerry Browns hrópandans í eyðimörkinni fær mál- staður hans samt óvæntan stuðning frá hinu virta og íhaldsama tímariti Economist nýverið. Blaðið skýrir frá því að John Major og íhaldsflokkurinn hafi lagt hart að viðskiptajöfrum í Hong Kong að leggja fram stórar upphæðir í kosningabaráttu þeirra. Enn fremur segir á sama stað að forkólfar íhaldsflokksins sem verkamannaflokksins séu iðnir við að halda auðugum kaupsýsl- umönnum stórveislur í von um fjárstuðning. Þetta eru viðkvæm mál. En hefur heimurinn ekki staðið á öndinni af hneykslan yfir stjórnmálum Suður-Afríku og krafist þess að þar eigi samkvæmt lýðræðinu einn maður að búa að baki einu atkvæði. Auðvitað er skiljanlegt að kaupsýslumenn vilji stjórnvöld sér hliðholl líkt og verkalýðsfélög ausa úr sínum sjóð- um í sama tilgangi. En er ekki æskilegra að þau séu kosin en keypt? I ljósi þess hvernig nú er umhorfs í forystumálum vestrænna ríkja er hægt að taka undir eitt með Nixon gamla. Hann vísar í skrif Churchills um breska forsætisráðherrann Lord Rosebery á síðustu öld og segir ógæfu hans fólgna í því að hafa lifað tíma mikilla stórmenna en lítilla atburða. Við lifum hins vegar stór- brotna tíma og mikla atburði með litlum leiðtogum. Bonni, hinn listræni ljósmyndari HEIMSMYNDAR, leggst iðulega undir feld og íhugar vel hvernig hann túlkar myndefn- ið sitt. Siggu Beinteins sá hann fyrir sér svona, eins og hún birtist á forsíðunni, kraftmikla á skinni villidýrs. „Sigga geislar af orku. Eg sé hana ekki fyrir mér sem smápíu að dilla sér á sviðinu. Hún er skella en það býr meir að baki en virðist í fyrstu.“ Kristín Stéfansdóttir farðaði Siggu en Linda hjá Jóa og fé- lögum sá um hárgreiðslu. Fatnaður söngkonunnar er frá Sautján og Ég og þú. 8 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.