Heimsmynd - 01.04.1992, Page 10
ríkisstjórn Davíðs Oddssonar stendur
nú á tímamótum. Pegar þetta er skrif-
að er að draga til úrslita um gerð
samninga við launþega. Takist samn-
ingar á hófsamlegum nótum er grunn-
urinn lagður að tímabili áframhaldandi stöðug-
leika með lágri verðbólgu. Takist þeir ekki, má
búast við hatrömum átökum, á vinnumarkaði
og í þjóðfélaginu í heild, sem vart munu leiða
til annars en gengisfellingar og sjálfvirkrar óða-
verðbólgu. Takist samningar fær ríkisstjórnin
umþóttunartíma til að leggja skynsamlegan
grundvöll að stefnu sinni til lengri tíma, og þá
má ætla henni langlífi á mælikvarða íslenskra
samsteypustjórna. Takist þeir ekki munu dagar
hennar verða fljótt taldir, formaður og forsætis-
ráðherra glata trausti flokks síns jafnt sem al-
mennings, á þann veg að ekki verði aftur endur-
heimt í bráð.
Það verður tæpast sagt að upphafsferill þess-
arar ríkisstjórnar hafi verið glæsilegur. Stjórnin
marði þó meirihluta í fyrstu skoðanakönnun-
um, en síðan hefur línan legið stöðugt niður á
við. í síðasta mán-
~r r T—T Y var sv0 komið,
# # B—j # #V^ að einungis um
A__J A_ A AA\ þriðjungur kjós-
STJÓRNIN?
enda lýsti yfir stuðningi við stjórnina, og forsæt-
isráðherrann skipaði efsta sæti óvinsældalistans
þótt samtímis merði hann líka að verða efstur á
vinsældalista stjórnmálamannanna. Það fylgi
var þó nær einungis bundið við yfirlýsta flokks-
menn Sjálfstæðisflokksins. Ekki verður séð að
neitt bjartara sé framundan, nema hvað lengd-
ur sólargangur og hlýnandi veður með vori eflir
mönnum alltaf kjark og þor. Eftir er að sjá,
hvort sú bjartsýni dugir til að efla atvinnu svo
að hver hönd fái verk að vinna, þegar þúsundir
skólanema streyma út á vinnumarkaðinn.
Hinir stuttu hveitibrauðsdagar stjórnarinnar
og kjósenda áttu sér ýmsar skýringar. Kosn-
ingabaráttan hafði almennt verið háð undir
merkjum bjartsýni og batnandi efnahags. Allir
flokkar kepptust um að bjóða kjósendum upp á
hærri skattleysismörk, og Sjálfstæðisflokkurinn
ætlaði að afnema alla skatta vinstri stjórnarinn-
ar svo fljótt sem við yrði komið. Varla höfðu
menn komið sér fyrir í Stjórnarráðinu, þegar
myndin dökknaði að mun. Kosningavíxlarnir
féllu sem óðast og tæpra fimm milljarða fjár-
lagahalli fyrri stjórnar stefndi í þreföldun. Að
auki voru birtar langtímaskuldbindingar stjórn-
valda, sem ekki gefa tilefni til að ætla að unnt
sé að lækka skatta sem neinu nemi á þessum
áratug. Til að ná inn lánsfé á innanlandsmark-
aði varð ríkissjóður að hækka vexti á skulda-
bréfum og spariskírteinum. Bankarnir urðu að
bæta sér upp vaxtatap á fyrra helmingi ársins
með hærri vöxtum. Með þeirri skuldsetningu,
sem hér hvflir almennt á fyrirtækjum og heimil-
um, er ekkert sem virkar jafnfljótt til að rýra
trú manna á stjórnmálamönnum og hækkun
vaxta langt umfram ríkjandi verðbólgustig. For-
sætisráðherrann • greip til gamalkunnugs ráðs:
Að skrifa Seðlabankanum með tilmælum um
að hann stýrði vöxtunum til lækkunar.
Jóhhannes Nordal svaraði með því að benda á
að ríkið stýrði vöxtunum með ákvörðunum á
sínum skuldabréfum, um leið og hann hækkaði
þá einu vexti, sem Seðlabankinn hefur beina
stjórn á, dráttarvextina.
A meðan skemmtu ráðherrarnir í fjölmiðlum
með vangaveltum um hvaða bíla þeir hyggðust
kaupa. Heilbrigðisráðherrann einn hóf aðgerðir
til sparnaðar með aukinni kostnaðarhlutdeild
Ríkisstjórn
Davíðs
Oddssonar
verður að
byggja lífslíkur
sínar einungis
á innri styrk.
10 HEIMSMYND