Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 14
HEIMSMYND/ JIM SMART
stjórnmál
EYÐIMERKUR-
Össur Skarp-
háðinsson:
Persónugerv-
ingur eyði-
merkur-
kynslóðarinn-
ar.
Þrautaganga
hans er
dæmigerð.
Eyðimerkurkynslóð-
in er kynslóð vinstri
manna sem ólst upp
við það að það væri í
tísku að vera til vinstri.
En þegar þessi kyn-
slóð komst á fullorð-
insárin fann hún sér
hvergi fastastað í tilverunni og er enn að leita.
Pað er kaldhæðni örlaganna að jafnaldrarnir
sem trúðu á frjálshyggjuna - en létu fara lítið
fyrir sér á yngri árum af því að það var ekki í
tísku að vera til hægri - eru nú við völd í land-
inu. Þess sjást þó merki að eyðimerkurgöng-
unni sé að ljúka en án þess að fyrirheitna land-
ið sé fundið. Fólk af þessari kynslóð er búið að
stofna flokka og mynda bandalög innan flokka
og þvert á flokka og einstaklingar hafa verið
mjög duglegir við að skipta um flokka. En fyr-
irheitna landið finnst ekki - einn vinstri flokk-
ur, sterkur, stór og nútímalegur flokkur, er ekki
lengur í spilunum. Gangan er búin að vera löng
GANGA
KYNSLOÐAR I KLIPU
eftir G. PETUR MATTHIASSON
og ströng og einstakl-
ingarnir virðast vera
búnir að koma sér fyr-
ir, hver á sínum stað.
En þeir eru ekki sér-
staklega ánægðir þar
sem þeir eru. Þeir eru
ekki í fyrirheitna land-
inu og þeir eru í vandræðum því gönguþrekið
er búið og Sínaí-fjall er ekki einu sinni í sjón-
máli. Össur Skarphéðinsson, þingflokksformað-
ur Alþýðuflokksins, er persónugervingur kyn-
slóðarinnar og þrautaganga hans dæmigerð.
íðasta tilraun eyðimerkurkynslóðar-
innar til að ná fótfestu í íslensku
stjórnmálalífi sem sameiginlegt afl
var myndun Nýs vettvangs fyrir
borgarstjórnarkosningarnar 1990.
Stuttu áður höfðu þeir Ólafur Ragnar Gríms-
son og Jón Baldvin Hannibalsson þeyst um
landið á rauðu ljósi. Alþýðubandalagið og Al-
þýðuflokkurinn voru saman í stjórn og allt virt-
ist geta gerst fyrst formennirnir voru orðnir
mestu mátar. Að minnsta kosti olli þessi rauð-
ljósaferð miklum taugatitringi víða í báðum
flokkum. Einhverskonar sameining eða að
minnsta kosti náin samvinna vinstri flokkanna
kom vel til greina. Birting var orðið afl í Al-
þýðubandalaginu og báðir flokkar tilbúnari til
að opna sig og hleypa breiðari hópi fólks að.
Þetta reyndi eyðimerkurkynslóðin að nýta sér.
Löngu áður hafði hluti kynslóðarinnar reynt að
hasla sér völl með stofnun Bandalags Jafnaðar-
manna en það dagaði uppi sem Félag frjáls-
lyndra jafnaðarmanna inní Alþýðuflokknum og
kemur ekki við sögu fyrr en síðar. Um haustið
1989 fara hlutirnir að gerjast. í Alþýðubanda-
laginu hafði lýðræðiskynsslóðin átt í stríði við
flokkseigendur lengi. En lýðræðiskynslóðin er
einmitt eyðimerkurkynslóðin að reyna að hasla
sér völl innan Alþýðubandalagsins. Þar kemur
Össur Skarphéðinsson við sögu. Því er rétt að
fara nokkur ár aftur í tímann. Össur var rit-
stjóri Þjóðviljans á árunum 1984-87 og ásamt
Merði Arnasyni og Óskari Guðmyndssyni fór
hann í stríð við þá sem fyrir voru í Alþýðu-
bandalaginu og beittu þeir Þjóðviljanum í því
stríði. Þetta var gert undir formerkjum þess að
opna blaðið og losa það undan flokksvaldinu.
En einsog Ólafur Gíslason blaðamaður benti á
í lokablaði Þjóðviljans nú í endaðan janúar þá
var raunveruleikinn einungis sá að skipt var um
einstefnu: Össur og Mörður vildu banna hon-
um að birta viðtal við Ásmund Stefánsson for-
seta Alþýðusambands Islands í 1. maí blaði
Þjóðviljans. Ásmundur var ekki á réttum stað í
hinu pólitíska litrófi Alþýðubandalagsins. Árið
1986 voru borgarstjórnarkosningar og þá voru
14 HEIMSMYND