Heimsmynd - 01.04.1992, Qupperneq 18

Heimsmynd - 01.04.1992, Qupperneq 18
stjornmal ekki fyrir endann á því og áttu þeir sem eftir urðu eftir að heyja nokkra hildina enn. Uppúr kosningunum 1990 fer fólk að flytja sig um set. Össur fer yfir í Alþýðuflokkinn og einnig stór hluti Birtingarmanna. Guðmundur Ólafsson, Margrét Björnsdóttir, Hrafn Jökulsson og fleiri. Petta fólk tók sér síðan bólfestu í Félagi frjálslyndra jafnað- armanna og hefur gert félagið eitt það öflugasta innan Al- þýðuflokksins. Pröstur Ólafsson fer líka yfir í Alþýðuflokkinn og ætlar sér stóra hluti. Menn hætta líka alveg í flokkastandinu, Svanur Kristjánsson hættir í Alþýðubandalag- inu, seinna hættir Jóhannes Gunnarsson líka en heldur áfram að vera í Birtingu og var svo um fleiri. Nokkuð löngu áður en þetta gerðist hafði Birgir Árnason yfirgefið Alþýðubandalagið og gengið í Alþýðuflokkinn, en hann er frændi Jóns Sigurðssonar, iðnaðarráðherra - og líkt og svo margir Alþýðuflokksmenn þá endar hann í utanríkisþjónustunni. Gunnlaugur Júlíusson sem var atkvæðamikill í Birtingu fer hinsvegar yfir á ABR-vænginn og er nú formaður þess fé- lags. Nýjasta dæmið er að Birtingarmaðurinn Einar Karl Harldsson var gerður að fram- kvæmdastjóra Alþýðubandalagsins. Það var stutt milli kosninga, eitt ár. Og þeir sem voru nýkomnir í Alþýðuflokkinn af eyðimerkur- kynslóðinni einhenda sér í prófkjörsframboð með litlum árangri. Þar má nefna Valgerði Gunnarsdóttur og Ragnheiði Davíðsdóttur. I prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjavík voru Jón Baldvin og Jóhanna Sigurðardóttir örugg með efstu sætin. Össur og Pröstur stefndu á þriðja sætið. Flóttinn úr Alþýðubandalaginu nær há- marki. Jón Baldvin Hannibalsson: Vonda stjúpan? Um sumarið og haustið 1990 gengu 200-300 manns í Alþýðuflokkinn, flestir í Reykjavík. Ekki allt Al- þýðubandalagsmenn en mest ungt fólk. Hin óflokksbundna Ólína gengur einnig í flokkinn. Það kitlaði margan Alþýðuflokksmanninn að ef til vill væri flokkurinn orðinn að sameiningartákni vinstri manna. En Össur og Pröstur börðust. Það var álitið svo að ef Þröstur yrði ofaná kæmi Guð- mundur J. Guðmundsson inní flokkinn og tæki örugglega marga með sér. En Össur varð hlutskarpari og Jakanum er ekki hlýtt til Össur- ar og straumurinn til Alþýðuflokksins stöðvast af þessari og öðrum ástæðum. Um haustið er flokksþing Alþýðuflokksins haldið og var það með fjörugustu þingum í manna minnum. Eyði- merkurkynslóðin er farin að hafa áhrif á hlut- ina og færir fjör í um- ræðuna. Kynslóðin er opin fyrir nýjungum. Henni lýst ekkert illa á frjálst markaðshagkerfi eða einkavæðingu inn- an vissra marka og hún vill opna á hina ýmsu möguleika í alþjóðleg- um viðskiptum, hún er höll undir veiðileyfa- gjald og uppstokkun í landbúnaðarkerfinu. Það er því ekki nema Ólafur Ragnar Grímsson: Fóstri kynslóðarinnar sem nú er í klípu. von að stór hluti kynslóðarinnar hafi verið til- búinn til að setjast að í Alþýðuflokknum og hafi jafnvel talið sig vera komin með fyrir- heitna landið í augsýn. En kynslóðin vill líka jöfnuð í þjóðfélaginu og hún vill tryggja vel- ferðarkerfið. Þar slær í brýnu. Fyrir glettni kosningarlaganna kemst Össur á þing vorið 1991 en ekki til dæmis Jón Sæmundur Sigur- jónsson. Þá hefst alveg nýtt stig í eyðimerkur- göngunni. Össur var sá eini af flóttaliðinu sem varð eitthvað ágegnt innan Alþýðuflokksins ef undan er skilinn Þröstur sem var gerður að að- stoðarmanni og formanni í tvíhöfða sjávarút- vegsnefndinni. Össur er nýkominn í flokkinn en lendir strax í forystu andstöðunnar við myndun ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. Nei, hér var ekki verið að horfa af Sinaí-fjalli inn til fyrirheitnalandsins. Heldur í þveröfuga átt. En menn geta ekki endalaust hlaupið á milli flokka. Við tekur sumarið 1991 með viðeigandi svartsýnisspám um efnahagshorfur og ríkis- | 5iurt é íwsrtlfyw afe ^ Æ r r\ I 1 stjórnin situr sveitt við að smíða fjárlagafrum- varp. Þingflokkur Alþýðuflokksins er klofinn í afstöðu til efnahagsmálanna. Þar er Össur í klípu. Hann var gerður að þingflokksformanni og er í þeirri einkennilegu aðstöðu að leiða andófið en eiga á sama tíma að halda þing- flokknum saman og stýra honum. En Össur og þau Gunnlaugur Stefánsson, Sigbjörn Gunnars- son og Rannveig Guðmundsdóttir eiga sér bakhjarl í einum ráðherra, Jóhönnu Sigurðar- dóttir. Þannig er hinn tíu manna þingflokkur klofinn nákvæmlega í tvennt. Þegar líður að hausti 1991 kveður Jóhanna uppúr með það að hún geti ekki stutt þessar hugmyndir að fjár- lagafrumvarpi. Henni finnst of langt gengið í niðurskurði á velferðinni. Össur og hans fólk mótmælir hástöfum hugmyndum um skólagjöld á framhaldsskóla og háskóla. Eftir hið háværa framhald á bls. 92 Svart á hvítu: Björn Jónasson, forkólfur þess fyrirtækis, var einn helsti stuðningsmaður Ólafs Ragnars Grímssonar, í hópi framsækinna ungra vinstri manna. Ólafur launaðl honum stuðninginn með því að láta ríkið fá 25 milljóna króna veð gegn skattaskuld í gagnabanka sem síðar reyndist einksis virði. 18 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.