Heimsmynd - 01.04.1992, Side 22
ÞRÚGUR REIÐINNAR
Stjarna
leikslns
Þröstur Leó
Gunnarsson
faðmar
mótleikara
sinn Valdimar
Flygenring.
etta frábæra verk
eftir sögu Johns
Steinbeck í
leikgerð Frank Galati
er án efa vinsælasta upp-
færsla Borgarleikhússins
það sem af er af þessu
leikári. Verkið var
frumsýnt fyrir rúmum
mánuði og klöppuðu gest-
ir leikurum og leikstjóran-
um Kjartani Ragnars-
syni lof í lófa. í anddyri
leikhússins var ljósmynda-
sýning á frægum banda-
rískum ljósmyndum úr
kreppunni. En þar gæddu
gestir sér í hléi á ljúffeng-
um smákökum kenndum
við Söru Bernhard og
kampavíni.
Stjarna leiksins var
Þröstur Léo Gunnars-
son í hlutverki elsta son-
arins. Náttúrulegur kraft-
ur þessa unga leikara, sem
hefur verið sjómaður fyrir
vestan, naut sín í stykk-
inu. Andúð hans á mis-
réttinu og hinum von-
lausu aðstæðum krepp-
unnar voru svo eðlilegar
að það var líkast því að
hann stæði upp á dekki í
Matthíasson sem áttl
stórgóðan leik í hlutverki hins
kúgaða verkamanns.
baráttu við náttúruöflin.
Hanna María Karls-
dóttir og Pétur Ein-
arsson voru frábær í sín-
um hlutverkum, sem fórn-
arlömb hins erfiða
lífshlaups. Og blússöng-
varinn K.K. heillaði
HEIMSMYND/KRISTINN IWGVARSSON
Hanna María
Karlsdóttir og
Pétur Einarsson
brosa breitt að
lokinni sýningu.
Með þeim á
myndinni eru
sonur Péturs,
Elís og Ingibjörg
Guðmundsdóttir
sálfræðingur.
áhorfendur upp úr skón-
um.
Pó eru ekki allir sam-
mála um ágæti sýningar-
innar. Steinbeck-aðdáandi
á fjórðu sýningu, sem seg-
ir það lögmál að sú sýning
eigi öllu jöfnu að vera
með góðum slagkrafti,
sagðist oft hafa lokað
augunum og þá fundist
hann vera að hlusta á út-
varpsleikrit. „Petta var
langdregin sýning og lík-
ust því að flett væri í fjöl-
skyldualbúmi," sagði
Steinbeck-aðdáandinn.
Hitt stendur eftir að
sýningin hefur vakið
geysilega lukku enda af-
bragðs gott stykki á ferð-
inni og mun örugglega
K.K. hinn snjalli blúsmaður ásamt systur sinnl,
Ellen Kristjánsdóttur söngkonu.
finna góðan hljómgrunn
hjá þorra landsmanna
þótt margir leikhúsgestir,
svo ekki sé minnst á
frumsýningargesti, séu ef
til vill afar fjarri þeim
veruleika sem John Stein-
beck lýsti svo meistara-
lega sem og bláköldum
veruleika þeirra sem eiga
undir högg að sækja.B
Þórey
Sigþórsdóttir
fáklædd eftir
lokasenuna, þar
sem hún gaf
deyjandi manni
brjóst.
SIGRÚN HAUKSDÓTTIR
SEGIR FRÁ
22 HEIMSMYND
ð hitta þennan náunga
í eigin persónu voru
mikil vonbrigði. Það
rifjaðist upp fyrir mér þegar ég
sá mynd af honum á boðskorti
frá Sævari Karli nýlega, en
þessi maður er þekktur úr
Boss-auglýsingum og er eitt
toppmódelanna í herrabrans-
anum. Hann varð á vegi mín-
um í París fyrir rösku ári síðan
í hófi á Bandeuseklúbbnum í
Latínuhverfinu þar sem hann
ásamt félögum sínum úr tísk-
ubransanum var að lyfta sér
upp. Ég veit ekkert um einka-
hagi Boss-mannsins en flest
þessara herramódela sýna
mínu kyni lítinn áhuga. Boss-
maðurinn var alveg eins og ég
hafði ímyndað mér, stór og
Bossmaðurlnn er best
geymdur á mynd
BOSS
MAÐURINN
myndarlegur íklæddur galla-
buxum, anórakk og bol innan-
undir. Við borðið sátu öll
herramódelin ásamt einum
kvenmanni, afar óaðlaðandi,
og litlum ófríðum karli. Ég
velti því mikið fyrir mér af-
hverju þessi lítt spennandi
kona nyti hylli allra þessara
glæsilegu herra og komst nátt-
úrulega að því að hún og karl-
inn stjórnuðu umboðsskrif-
stofu í París. Par sem ég hafði
dáðst lengi að Bossmanninum
sökum sérlega glæsilegs útlits á
mynd varð ég uppveðruð þeg-
ar hann tók mig tali. En viti
menn; hann hafði ekkert að
segja og er því þegar öllu er á
botninn hvolft best geymdur á
mynd.B