Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 22

Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 22
ÞRÚGUR REIÐINNAR Stjarna leikslns Þröstur Leó Gunnarsson faðmar mótleikara sinn Valdimar Flygenring. etta frábæra verk eftir sögu Johns Steinbeck í leikgerð Frank Galati er án efa vinsælasta upp- færsla Borgarleikhússins það sem af er af þessu leikári. Verkið var frumsýnt fyrir rúmum mánuði og klöppuðu gest- ir leikurum og leikstjóran- um Kjartani Ragnars- syni lof í lófa. í anddyri leikhússins var ljósmynda- sýning á frægum banda- rískum ljósmyndum úr kreppunni. En þar gæddu gestir sér í hléi á ljúffeng- um smákökum kenndum við Söru Bernhard og kampavíni. Stjarna leiksins var Þröstur Léo Gunnars- son í hlutverki elsta son- arins. Náttúrulegur kraft- ur þessa unga leikara, sem hefur verið sjómaður fyrir vestan, naut sín í stykk- inu. Andúð hans á mis- réttinu og hinum von- lausu aðstæðum krepp- unnar voru svo eðlilegar að það var líkast því að hann stæði upp á dekki í Matthíasson sem áttl stórgóðan leik í hlutverki hins kúgaða verkamanns. baráttu við náttúruöflin. Hanna María Karls- dóttir og Pétur Ein- arsson voru frábær í sín- um hlutverkum, sem fórn- arlömb hins erfiða lífshlaups. Og blússöng- varinn K.K. heillaði HEIMSMYND/KRISTINN IWGVARSSON Hanna María Karlsdóttir og Pétur Einarsson brosa breitt að lokinni sýningu. Með þeim á myndinni eru sonur Péturs, Elís og Ingibjörg Guðmundsdóttir sálfræðingur. áhorfendur upp úr skón- um. Pó eru ekki allir sam- mála um ágæti sýningar- innar. Steinbeck-aðdáandi á fjórðu sýningu, sem seg- ir það lögmál að sú sýning eigi öllu jöfnu að vera með góðum slagkrafti, sagðist oft hafa lokað augunum og þá fundist hann vera að hlusta á út- varpsleikrit. „Petta var langdregin sýning og lík- ust því að flett væri í fjöl- skyldualbúmi," sagði Steinbeck-aðdáandinn. Hitt stendur eftir að sýningin hefur vakið geysilega lukku enda af- bragðs gott stykki á ferð- inni og mun örugglega K.K. hinn snjalli blúsmaður ásamt systur sinnl, Ellen Kristjánsdóttur söngkonu. finna góðan hljómgrunn hjá þorra landsmanna þótt margir leikhúsgestir, svo ekki sé minnst á frumsýningargesti, séu ef til vill afar fjarri þeim veruleika sem John Stein- beck lýsti svo meistara- lega sem og bláköldum veruleika þeirra sem eiga undir högg að sækja.B Þórey Sigþórsdóttir fáklædd eftir lokasenuna, þar sem hún gaf deyjandi manni brjóst. SIGRÚN HAUKSDÓTTIR SEGIR FRÁ 22 HEIMSMYND ð hitta þennan náunga í eigin persónu voru mikil vonbrigði. Það rifjaðist upp fyrir mér þegar ég sá mynd af honum á boðskorti frá Sævari Karli nýlega, en þessi maður er þekktur úr Boss-auglýsingum og er eitt toppmódelanna í herrabrans- anum. Hann varð á vegi mín- um í París fyrir rösku ári síðan í hófi á Bandeuseklúbbnum í Latínuhverfinu þar sem hann ásamt félögum sínum úr tísk- ubransanum var að lyfta sér upp. Ég veit ekkert um einka- hagi Boss-mannsins en flest þessara herramódela sýna mínu kyni lítinn áhuga. Boss- maðurinn var alveg eins og ég hafði ímyndað mér, stór og Bossmaðurlnn er best geymdur á mynd BOSS MAÐURINN myndarlegur íklæddur galla- buxum, anórakk og bol innan- undir. Við borðið sátu öll herramódelin ásamt einum kvenmanni, afar óaðlaðandi, og litlum ófríðum karli. Ég velti því mikið fyrir mér af- hverju þessi lítt spennandi kona nyti hylli allra þessara glæsilegu herra og komst nátt- úrulega að því að hún og karl- inn stjórnuðu umboðsskrif- stofu í París. Par sem ég hafði dáðst lengi að Bossmanninum sökum sérlega glæsilegs útlits á mynd varð ég uppveðruð þeg- ar hann tók mig tali. En viti menn; hann hafði ekkert að segja og er því þegar öllu er á botninn hvolft best geymdur á mynd.B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.